— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 10/12/05
Hinzti sálmur

Ákvað að hætta að dæla þvælu í bundnu máli yfir Gestapó. En eins og hin litlu börnin segi ég: einu sinni enn.

Þegar andinn yfir lönd
áru hellir sinni.
Ég skáldaþvælu bind í bönd
og byrgi hana inni.

‹Vefur teipi um yrkingafíflið í sér og læsir það inni í skáp›

   (25 af 164)  
10/12/05 06:01

Þamban

Svoldið bælt en fallegt.

10/12/05 06:01

Offari

Þú ert gott skáld.

10/12/05 06:01

Haraldur Austmann

Nei Offari, það er ég ekki. Einu sinni hélt ég að ég væri það en svo settist ég niður og las yfir allt efni í bundnu máli sem ég á í tölvunni og á vefsíðum vítt um Internetið. Mér varð líkamlega óglatt, hellti mér því næst yfir önnur "skáld" hérna en set nú þennan punkt aftan við þessa misheppnuðu tilraun mína til yrkinga.

10/12/05 06:01

Rimi D. Alw

Væri ekki góð hugmynd að yrkja undir dulnefni?

10/12/05 06:02

Jóakim Aðalönd

...og þó fyrr hefði verið.

10/12/05 06:02

Haraldur Austmann

Jamm. Jóakim Varaönd kemur upp í hugann.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Af hverju hefurðu ,,z" í hinsta?

Ég hef auk þess aldrei haldið því fram að ég sé skáld, þrátt fyrir þátttöku mína á kvæðaþráðum. Far þú svo til fjandans Haraldur og skell þú í lás á eftir þér.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Af því ég var að sofna.

Varaönd.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Jæja góði. Vonandi hefur þú það gott í Víti. Ég bið að heilsa Belzebúbb.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þú ert ekkert voðalega vel gefinn, er það nokkuð?

Reserve duck.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég þori að veðja (og ég veðja nánast aldrei) að þú sért ,,greindarskertari" en ég.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þú ert greindur - frá Greiningarstöð Íslands.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Einu sinni varst þú skemmtilegur Haraldur og gaman að kveðskap þínum. Það ertu ekki lengur. Ég skil ekki hvers vegna þú ákvaðst að feta í þessi fótspor.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Til að feta í fótspor, verður einhver að hafa farið leiðina áður. Hver?

Skemmtanagildi mitt er nokkuð sem alveg má liggja milli hluta. Ég lifi eingöngu til að skemmta sjálfum mér. En pirra aðra.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Það er mér ljóst. Heldur þú að þú sért Andy Kaufmann?

Ég læt svosem ekki pirrast, en finnst þetta fremur sorglegt, frekar en hvað annað.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Það er spurning hvort þú skemmtir þér eingöngu við að pirra aðra. Væri svo, ert þú svakalegur geðsjúklingur.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Víst. Þú ert pirraður. Eða er það pirruð þegar maður talar við önd?

En - mér er nokk sama hvað þér eða öðrum finnst um mig eða nokkurn hlut yfirleitt. Nema nottlega feminisma.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Af hverju er ég að tala við önd?

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Það er góð spurning. Þú hefur alltént farið niður stigann, fremur en upp. Hver heldur þú að taki almennt mark á þér yfir höfuð?

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Brauð?

31/10/05 01:00

Hakuchi

Ég tek mikið mark á honum.

Verið svo vinir.

31/10/05 01:00

Vladimir Fuckov

Oss grunar að lyfjagjöfin á elliheimilinu hafi eitthvað ruglast undanfarið með kostulegum afleiðingum. Haraldur ætti því e.t.v. að leita ráða hjá Vímusi [Ljómar upp].

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef tekið eftir því kæri Hakuchi. Þú ert jafn ódæll og þú varst á Sunnuborg forðum daga. Má ég minna á: http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=583&n=1061

Ég vil ekki vera vinur. Hver sem hefur komið sér út úr trausti einu sinni, mun ekki þangað snúa aftur.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Bva bva.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Bra bra.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Quack.

31/10/05 01:00

Hakuchi

Ég sé vart samhengið. Þó ég sé alls ekki sammála Halla um allt þá tek ég samt mark á honum og kann að meta þurran húmorinn þó ég fatti hann ekki alltaf. Haraldur er góður þó önugur sé.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þakka þér Hakuchi. Legg inn á þig á morgun.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Og já, ég er ekki með samhengið á hreinu heldur.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Í gamla daga varstu ekki svona önugur Haraldur. Það er samhengið. Ég skil ekki af hverju þú ert að finna að svona mörgu nú orðið. Hvers eigum við að gjalda?

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Ég er ekkert önugur. Hvaða vitleysa er þetta?

31/10/05 01:00

Hakuchi

Iss hann hefur alltaf verið önugur. Mikil viðbrögð við hans eigin skilningi á hvað sé skáld og hvað sé hagyrðingur olli hins vegar svo miklum látum að það sem voru hefðbundin önugheit virkaði allt í einu sem einn allsherjar reiðilestur.

31/10/05 01:00

Smali

Fólk er fífl. Þar er yrkingafífl Haraldar ekki undanskilið. Maður verður að gera það sem maður verður að gera.

31/10/05 01:00

Hrani

Hann er andsetinn.

31/10/05 01:00

Hakuchi

Og var ég ódæll á Sunnuborg eða var það Haraldur? Eftir því sem ég man eftir var ég bara mjög þægur og góður (það er að sjálfsögðu ekki hlutlaust mat).

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Nei nei. Ég er þéttsetinn.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég held svei mér þá að Smali hafi á réttu að standa. Það reyndar hryggir mig mjög.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þú varst sem engill á Sunnuborg Hakuchi. Hinsvegar var það ég sem reyndi að drekkja öndinni en kenndi þér svo um af því þú ert yngri. Það kann að útskýra ýnislegt. Sorrí.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Þér voruð kannske ekki ódælir á Sunnubor í gamla daga, en þér báruð litla virðing fyrir tilfinningum samborgaranna. Það man ég alla vega.

Hvað sem öðru líður, er Gestapó gjörbreytt og það hryggir mig líka.

31/10/05 01:00

Hakuchi

Engin furða að fóstrurnar læstu mig í kústaskápnum í 3 vikur.

En það sem er liðið er liðið. Ég bý ekki við svo kalt og útilokandi hugarfar að ég geti ekki fyrirgefið þér Haraldur minn. Þér er fyrirgefið.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þakka þér fyrir Hakuchi. Þetta hefur sligað mig í öll þessi ár en nú er ég frjáls.

Ég var andstyggilegur.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Hakuchi hefur kannske breyzt síðan hann var fjögurra ára krakki, en Gestapó hefur líka breyzt og ég held til hins verra frá því sem var 2003 og 2004.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Djöfull tekur þú þessu alvarlega andarrassgat. Auðvitað hefur Gestapó harakað og það er vegna þess að flestir eru svo fokkings gúddí gúddi. Það vantar hasarinn og þegar einhver reynir að gera allt vitlaust, ferð þú í fýlu.

Meira brauð?

31/10/05 01:00

Hakuchi

Þar er ég hjartanlega sammála Jóakim minn. Hef þjáðst af nostalgíu síðan á haustdögum 2004.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég man ekki að Haraldur hafi verið á Sunnuborg, nema hann hafir verið Siggi, eða Óli pissudúkka, en þeir voru báðir fávitar.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef aldrei farið í fýlu. Það hefur þú aftur á móti oft gert Haraldur.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Óli, það er ég.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þú ert í fýlu núna.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

...mér hefur reyndar Gestapó hafa farið mest aftur þegar þú fórst í þessar skæruliðaaðgerðir Haraldur.

31/10/05 01:00

Hakuchi

Óli pissudúkka var allt í lagi fyrir utan fnykin að sjálfsögðu.

Já og ekki taka þessu svona alvarlega Jóakim minn.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

En - þetta er búið að vera helvíti gaman. Alveg eins og í gamla daga. Þras við fávita með holier than thou attidude er nærandi. 'Sérlega af því hann heldur hann sé önd.

Aftur á morgun?

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Nei, ekki aftur. Ég held að ég nenni þessu ekki.

31/10/05 01:00

Haraldur Austmann

Þú um það. Finn mér þá einhvern annan til þrass.

31/10/05 01:00

hlewagastiR

Er þetta nýjasti laumupúkaþráðurinn?

31/10/05 01:00

Hakuchi

Ekki enn.

31/10/05 01:01

Haraldur Austmann

Núna.

31/10/05 01:01

Offari

Halli haltu bara áfram að pirra öndina, það er svo fyndið að sjá öndina standa á öndinni. Skál!

5/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Þegi þú Offari og þið eruð allir fífl!

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504