— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/05
Reykingar

Fór á bar eða kaffihús í gærkvöldi sem kennt er við ljótan andarunga. Fínasti staður og ég kem gjarnan þar við þegar ég á leið um höfuðborgina.

Fínasti staður að öllu leyti nema hvað þar eru leyfðar reykingar og loftið var vægast sagt ógeðslegt. Annar sessunauta minna átti orðið í mestu vandræðum með andardrátt (nei, hann var ekki að ríða Litla, ljóta andarunganum) og löngu fyrir áætlaðan brottfarartíma, urðum við frá að hverfa.

Ég vil að reykingar verði bannaðar allsstaðar á þeim stöðum þar sem almenningur kemur saman. Heyriði það, þið þrælar nikótínfíknarinnar?

Þið ómennsku nautnaseggir.

   (40 af 164)  
5/12/05 06:01

Galdrameistarinn

Vertu ekki með þetta nöldur austfjarðarþokan þín.
Reykingar eru töff.

5/12/05 06:01

Nermal

Reykingamenn eru líka fólk... bara ekki eins lengi. En Ég er sammála þér Haraldur. Það væri lúxus að geta farið á kaffihús án þess að þurfa að fara í sturtu, skipta um föt og fara í lungnahreinsun.

5/12/05 06:01

Grýta

Ertu hættur? Bersyndugi reykingamaður.

5/12/05 06:01

Herbjörn Hafralóns

Heyr, heyr fyrir Haraldi.

5/12/05 06:01

Litli Múi

Sammála burt með þennan viðbjóð.

5/12/05 06:02

Ugla

Svo bersyndugi reykingamaðurinn er reyklaus.
Hvað kemur næst spyr ég?
Hvað ertu með marga fætur Haraldur?
Svaraðu því!

5/12/05 07:00

Hakuchi

Þú gætir nú líka hætt að blása reyknum framan í sessunaut þinn Haraldur minn.

5/12/05 07:00

Finngálkn

Halli var að setja í gúmmíönd... Nei ég er ekki að meina þig Ugla!

5/12/05 07:00

Jóakim Aðalönd

Það var þín ákvörðun að fara inn á LLA Halli minn. Það á að setja skilti utan á veitinga- og kaffihús sem segir til um hvort reykt sé þar inni. Þá er boltinn hjá gestinum.

5/12/05 07:01

krumpa

Fáðu þér bara gasgrímu og hættu að nöldra! Gamlingjar eiga hvort eð er ekki að fara út úr húsi - hvað þá á kaffihús! Reykingar eru kúl. Ef þú byrjar líka að reykja sjálfur þá finnurðu minna fyrir lyktinni - þannig að ég ráðlegg þér að kveikja í!

5/12/05 07:01

Hakuchi

Leiðrétting: Reykingar eru kúl í bíómyndum. Rómantíkin og dulúðin er ekki lengi að hverfa fyrir fýlunni, óbærilega tilgerðarlegum reykingatöktum (þar sem hermt er eftir kúl reykingum bíómynda) og slæmu andrúmslofti.

Reykingar í bíó og alvöru eru eins og skógræktarvinnan mín á unglingsárum. Ég hugsaði vel til þeirrar vinnu áður en ég byrjaði; hrein og falleg náttúran, verðug trjáplöntun osfrv. Allar slíkar fagurfræðilegar hugmyndir þurftu að víkja fyrir pissrigningu og roki, hrossaskítslykt og eyðimerkurnáttúru.

5/12/05 07:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég skil þig vel, Haraldur. Sjálfur er ég í þeirri stöðu að nánast allir sem ég umgengst dagsdaglega, þ.m.t. systkini, vinir og fleiri, reykja að staðaldri. Ég set ekki út á það þegar við sitjum á kaffihúsum eða veitingastöðum, að því undanskildu að ég bið fólk um að reykja ekki ofan í matinn minn, og kemur maður því oftar en ekki heim angandi af reykingalykt svo sterkri að maður þarf helst að skipta um stuttermabol ef maður ætlar ekki að sofa í lyktinni.

Þetta er ekki bara spurning um hvort að fólk megi reykja eða ekki eða hvort að banna ætti stöðum að leyfa reykingar. Þetta snýst líka um að sýna öðru fólki þá virðingu að reykja ekki ofan í það og leyfa því að sitja á góðu kaffihúsi án þess að þurfa að sitja í einhverju reykjarkófi. Ef það væri hægt þyrfti málið ekki að fara út í boð og bönn. Virðing verður að ganga í báðar áttir.

5/12/05 07:01

Gaz

Einhversstaðar verða vondir að vera!

5/12/05 08:02

dordingull

Halli er búinn að skipta yfir í grasið og þolir ekki fýluna af tóbaki.
Rétt hjá Gaz, flytjum þá reyklausu út í Viðey.

5/12/05 08:02

Ferrari

Eigendur veitingahúsa eiga að ráða því sjálfir hvort það sé reykt inni hjá þeim eða ekki .Það kemur foræðishyggjustjórnmálapakki ekkert við hvort það sé reykt inni á veitingastað eða ekki.Ef fólk vill ekki reyk þá fer það einfaldlega ekki inn á staði þar sem er reykt.

5/12/05 08:02

Haraldur Austmann

Alveg rétt. Veitingamenn eiga að ráða þessu sjálfir en um leið eiga að vera skilti utan á veitingahúsum með upplýsingum um reyk eða reykleysi, eins og Jóakim leggur til. Þá ræður ekki forræðishyggjustjórnmálapakkið, heldur við Ferrari, einstaklingarnir.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504