— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/05
Ást í Kistunni

Áætlun mín um að slátra öllum andskotans hrekkjusvínunum á dvalarheimilinu Kistunni var góð og þaulhugsuð en fór út um þúfur engu að síður.

Bjöllurnar gullu á heiðskýrri nótt (þarna er ekki um ritstuld að ræða því bjöllurnar í brunavarnkerfinu gullu og nóttin var heiðskýr; það er bara ekki hægt að lýsa slíku ástandi á annan hátt) og ég beið bakvið pálmtréð með hlaðinn riffillinn. Ég beið.

Og ég beið aðeins lengur. Ekkert gerðist. Engum hurðum var hrundið upp og þar af leiðandi komu engin hrekkjusvín fram á gang. Eftir drykklanga stund kom syfjuð næturhjúkkan fram úr vaktklefanum, gekk að töflunni og slökkti á kerfinu. Búið. Það var ekki fyrr en þá sem ég fattaði. Auðvitað sefur þetta heyrnarlausa lið ekki með heyrnartækin í eyrunum. Það myndi allt brenna inni ef um raunverulegan eldsvoða væri að ræða. Plan B fæddist þar og þá en gleymdist undireins.

Hurðin að herbergi 412 opnaðist, ég greip riffilinn og ætlaði að miða þegar ég sá að þetta var bara hún Ingibjörg. Ég hef lengi verið hrifinn af henni og þar sem hún stóð þarna kviknakin (ef frá er talið teygjubindið á hægra hnénu og umbúðir á kviðnum eftir garnaaðgerðina) á ganginum, breyttist hrifning í óslökkvandi losta. Ég meina, hvernig gat annað verið? Ingibjörg stóð þarna í allri sinnu dýrð; stinn brjóstin náðu ekki nema rétt niður fyrir nafla og ég varð ástfanginn.

Ég steig framundan pálmatrénu og sagði: “Ingibjörg!”

Hún pírði á mig svefndrukknum augum og spurði: “Haraldur?”

“Já Ingibjörg, þetta er ég. Þú ert svo falleg,” sagði ég og strauk henni um vangann. Hún brosti til mín (hefði sagt fallega ef fölsku tennurnar hefðu verið á sínum stað) og sagði: “Ó Haraldur, komum inn á herbergi og ríðum eins og rófulausir hundar. Það fer hver að verða síðastur og ég nenni engri andskotans rómatík eða þvaðri þegar tíminn er naumur.”

Af hverju þarf maður að verða áttræður áður en svona nokkuð er sagt við mann? Ha? Áttræður og ófær um að taka boðinu nema með klukkustundar fyrirvara og aðstoð blárrar töflu?

   (67 af 164)  
2/12/05 12:01

blóðugt

Æi ræfilstuskan! Maður á kannski ekki að hlæja að óförum annarra en ég bara gat ekki annað.

2/12/05 12:01

Kargur

Er það satt að þú hafir í miðri serðingu óvart rekið þig í neyðarhnappinn, sem varð til þess að næturhjúkkan varð vitni að herlegheitunum?

2/12/05 12:01

Hvæsi

Það hefur verið uppstúfur á gamla...

2/12/05 12:01

hundinginn

Allt er áttræðum... Flottur!

2/12/05 12:01

Vímus

Þetta fór betur en á horfðist. Loforð mitt frá eineltispistlinum stendur enn.
Þar sem ég er að komast á þennan aldur langar mig að vita hvernig lyfjagjöfum er háttað í Kistunni.

2/12/05 12:01

Haraldur Austmann

Maður fær allt sem hugurinn girnist og líkaminn þarfnast.

2/12/05 12:01

Offari

Hlakkar til elliárana.

2/12/05 12:02

blóðugt

Leiðinlegt að heyra að hún Ingibjörg hafi látist.

2/12/05 12:02

Vímus

Hún dó með sælubros á vör.
Blaut sé minning hennar. Amen!

2/12/05 12:02

blóðugt

Og punginn í kjaftinum...

2/12/05 12:02

Jóakim Aðalönd

...þetta gamla fólk...

2/12/05 13:01

Vamban

Óld skúl rúls!

2/12/05 13:01

B. Ewing

Held að fundum ykkar hafi verið þrykkt á plötu.

2/12/05 13:01

B. Ewing

http://www.tonlist.is/ViewAlbum.aspx?AlbumID=3993

2/12/05 13:02

Vladimir Fuckov

Það gleður oss mjög að sjá að þjer eruð greinilega með góðu lífsmarki ennþá því þjer virtust afar hrumir (svo vægt sje til orða tekið) er vjer sáum yður fyrir líklega um ári. Og venjulega minnkar slíkt eigi með aldrinum.

2/12/05 14:00

Grýta

Mikið hlakka ég til ellinnar.

Hver segir að Ingibjörg hafi dáið? Hvað gerðist?

2/12/05 14:00

blóðugt

Hann sagði það á þræði! Var að reyna að losa líkið af pungnum á sér. Hún var víst vel tennt sú gamla.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504