— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 2/12/05
Mækrósoft

Eftir margra ára tölvunotkun og tilraunir þar að lútandi með allskyns hugbúnað og nýjungar, hef ég komist að niðurstöðu; Microsoft er best.

Enginn vafri kemst með tærnar þar sem Internet Explorer hefur hælana og ekkert póstforrit jafnast á við Outlook Express eða Microsoft Office Outlook. Ekkert. Besta spyware-vörnin er sú sem Microsoft dreifir nú ókeypis af heimasíðu sinni og Officepakkinn er mörgum skrefum á undan keppinautum.

En fyrst og fremst er það samt Windows sem skarar fram úr öðrum stýrikerfum, hvort sem þau heita Linux, Mac-Os eða eitthvað annað. Viðmót Windows er skothelt og við eigum því að þakka hversu tölvunotkun er nú almenn og tölvur aðgengilegar fávitum eins og mér.

Ég hlakka til að eignast Windows Vista sem ég trúi að verði besta stýrikerfi sem veröldin hefur fram til þessa séð og heimsbyggðin öll verður þakklát fyrir. Allavega sá hluti hennar sem á tölvur.

Um þetta hljótum við að vera sammála.

   (75 af 164)  
2/12/05 04:02

dordingull

Taktu nú lyfin þín Halli minn og farðu snemma að sofa.

2/12/05 04:02

Bangsímon

Ég vel Örmjúka Glugga fram yfir önnur stýrikerfi. Örmýkt klikkar ekki frekar en fyrridaginn.

2/12/05 04:02

Offari

Hvað er þetta Mækrósoft? Er þetta eitthvað fínmjúkt loðdýr?

2/12/05 04:02

Stelpið

[Sigar eldref á Harald]

2/12/05 04:02

Mosa frænka

Mækrósoft. Er það ekki gælunafnið sem Melinda Gates notar um maka sinn? Mér finnst hafa heyrt það einhvern stað.

2/12/05 04:02

Vladimir Fuckov

Það er mjög líklegt. Sjerstaklega ef hann telst til sk. 'mjúkra manna'.

2/12/05 04:02

albin

Þetta er í fyrsta sinn sem mér misbýður við lestur félagsrits.

2/12/05 04:02

Þarfagreinir

Ég er ekki sammála.

2/12/05 05:00

Lopi

Ég kvarta ekki allavegana.

2/12/05 05:00

Rattati

Andar þú af sjálfsdáðum?

2/12/05 05:00

Jóakim Aðalönd

Ég finn kaldhæðnislykt af þessu félaxriti.

2/12/05 05:00

Jóakim Aðalönd

Ég verð samt að segja að XP er nokkuð gott stýrikerfi. Það er langoftast í jafnvægi og frýs sjaldan, sem er meira en hægt er að segja um fyrri stýrikerfi frá Örmjúkum. Það auðveldar líka uppsetningu á allskyns búnaði og tækjum. Það var martröð í gamla daga.

2/12/05 05:00

Nornin

Mér líkar ágætlega við Mækrósoft, en eldrefurinn er skemmtilegri vafrari en IE, Þrumufuglinn betra póstforrit en átlúkk en þar sem ég hef aldrei prufað að nota Linux, Sol eða önnur stýrikerfi þá er ég ekki fær um að dæma um yfirburði þeirra yfir Windows (eða hvort um einhverja yfirburði er að ræða).

2/12/05 05:01

U K Kekkonen

Jú M$ hefur gert 2 næstum nothæf stýrikerfi Windows NT og Windows XP. Restin er annaðhvort hægvirkt eða alltaf frjósandi nú eða hvorutveggja... En Besta stýrikerfi sem að ég hef prófað (og nota eis og er) mun vera Ubuntu Linux, hvað er hægt að byðja um betra Stýrikerfi, office pakka og skothelt myndvinsluforrit, og verð? einn tómur geysladiskur.

2/12/05 05:01

hlewagastiR

Það má reyndar segja margt ljótt um hugbúnað og stýrikerfi frá Mækrósoft. En það má segja svo miklu, miklu, miklu meira ljótt um hugbúnað og stýrikerfi annarra framleiðenda. Apple hefur aldrei náð sér á strik og þetta Linux dæmi er bara fyrir hina örgustu <a href=http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=525&n=3195& gt;vetrarvegarmenn</a>.

2/12/05 05:01

U K Kekkonen

hehe algjörlega ósammálla síðasta ræðumanni. OS X frá Apple er alger snild og núorðið er Linux orðin alveg jafn auðveldur í notkun og Windows.

2/12/05 06:01

albin

Það er samt eitt sem menn meiga ekki gleyma, því auðvelt er að alhæfa um svona hluti.
Þetta eru jú bara allt verkfæri, stýrikerfi og forrit. Stundum hentar bara eitt fram yfir annað, og sumum finnst betra að nota sín uppáhalds verkfæri.
Það er enginn að pína neinn til að nota Linux eða Firefox eða OS X eða Winamp eða VLC eða Thunderbird nú eða hvaða stýrikerfi eða forrit sem ekki er frá Micro$oft. Þetta er frjálst val.
Ef ég vel að reka nagla niður með slaghamri í stað klauf(a)hamars, þá er það mitt mál ekki satt?

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504