— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 9/12/04
Drulluhalar

Það pirraði mig verulega þegar SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi) lét sér detta í hug að nú skyldi lokað á öll viðskipti Íslendinga við SKY sjónvarpsveldið. Ástæðan náttúrulega sú, að Landssíminn á sýningarrétt að enska fótboltanum á Íslandi og því eigum við að skipta við hann, ef okkur langar til að horfa á téð boltaspark.

Gott og vel. Ef þetta gengur nú eftir, skulu þessir andskotar gjöra svo vel og sjá til þess að allir, ég endurtek allir, landsmenn geti keypt þetta sjónvarpsefni af Landssímanum. Það er nefnilega þannig, að það geta ekki allir fengið sjónvarp um ADSL, jafnvel þótt þeir hafi ADSL nettengingu. Landsíminn hefur nefnilega ekki komið upp nauðsynlegum búnaði í öllum símstöðvum og því geta þeir sem eru víraðir við þær, ekki tengst.

Svo plís; bjóðið öllum tengingar áður en farið er að loka á viðskipti við SKY um gervihnött. Að öðrum kosti megið þið þjást af svæsinni magakveisu fram yfir jól.

   (81 af 164)  
9/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Tjha, bæti um betur og hendi inn beinverkjum og þursabiti, fram á næsta vor. Hver býður betur..?..

9/12/04 04:01

Hakuchi

Þetta eru allt illir einokunarfasistar.

9/12/04 04:02

Galdrameistarinn

Bæti enn um betur og óska þeim þvagsýru og mjólkursýrueitrunnar á háu stigi með óbærilegum kvölum.

9/12/04 04:02

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að SMÁÍS hefur ásamt STEF verið bætt á listann yfir óvini ríkisins.

9/12/04 04:02

Hakuchi

Ég heimta harðar og miskunnarlausar aðgerðir Vladimír.

9/12/04 04:02

B. Ewing

Ég hef ekki heyrt að þessum hótunum hafi rauverulega verið komið í framkvæmd. Ef svo er og þú hafir í raun misst samband við gerfihnöttinn þá er að hringja í SKY þjónustuverið og fá upplýsingar um hver ræður og hver tölvupósur hans er, skýra síðan út dreifingargetuleysi LS og biðja náðarsamlegast að hætt sé að hlusta á blábjána og kontóristana á STEF og SMÁÍS því Ísland og Íslendingar mega kaupa hvern þann hlut sem þeir vilja í Englandi hvort sem þeir búa þar eða ekki og gildir það sama um sjónvarpsdagskrá.

Að öðrum kosti mæli ég sérstaklega með að hafa semband við Elnet í Kópavogi. Þeir myndu svara þessu vandamáli og gefa ráðleggingar.

9/12/04 04:02

Haraldur Austmann

Ég er ekki með gervihnattasamband en ég þekki fólk sem er það. Punktur minn var einfaldlega sá að benda á hugsunarhátt þeirra sem láta sér detta í hug að fara fram á þetta. Málið er til skoðunar og útkoman ræður væntanlega hvort þessu verði hrint í framkvæmd.

9/12/04 05:00

Ívar Sívertsen

Það var lokað á öll íslensk krítarkort og þá vildi bara svo einkennilega til að einhverjir sem búa tímabundið á dreifingasvæði SKY og eru með islensk krítarkort fá heldur ekki að kaupa þjónustuna. Það finnst mér fáránlegt. En svo er auðvitað ekkert nema einokunarfasismi að leyfa fólki ekki að bjarga sér sjálft.

9/12/04 05:01

Krókur

Er ekki líka ágætt að veita fólki smá frelsi til að horfa ekki á enska boltann í vetur. Best væri ef skrúað væri fyrir þetta í nokkur tímabil. Kannski að menn færu þá að meta betur aðrar og skemmtilegri íþróttir.

9/12/04 05:01

Limbri

Eins og pílukast og pool !

-

9/12/04 05:01

Haraldur Austmann

Mig langar t.d. að horfa á Krikket. Það er jafnvel betra en fótbolti. Aussies!!

9/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Mér skilst að þetta hafi bara verið hræðsluáróður, þeir sem á annað borð ná sér í Sky fara í gegnum umboðsaðila út í Englandi og þar kemur hvergi fram að um íslensk kreditkort hafi verið um að ræða... annars er ég sammála, skítafyrirtæki... Síminn þ.e...

9/12/04 05:01

Krókur

Jahá krikket! Það verður sko gaman næstu helgi. Úrslitaleikurinn um Öskubikarinn byrjar á fimmtudagsmorgninum klukkan 10.30. Tjún inn.

9/12/04 05:02

Leir Hnoðdal

Ég dáist að Krók fyrir að hafa tíma til að horfa á krikkett wickett. Veit nokkur um stöð þar sem hægt er að horfa á fiðrildaveiðar ?

9/12/04 06:00

Sjöleitið

Smáís er krap.

9/12/04 06:00

Ormlaug

Þiðnaðurís er krap

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504