— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 4/12/04
Íslenskir leikarar

Hér á ekki að vera nein stjarna enda er verið að fjalla um ekkistjörnur.

Það sem Hakuchi segir um íslenska leikara í gagnrýni sinni á Kaldaljós, sannast best í danska myndaflokknum um Örninn. Fín drama, hraði og spenna, fyndið á köflum og yfirleitt fínir þættir. Þar til íslenska leikkonan birtist og fer að lesa rulluna sína og eyðileggur alveg stemmninguna. Vælir: „ Hallgrímur, hún er svo falleg. Hún biður þig að fyrirgefa sér.“ Oj. Skammar svo manngreyið eins og hund fyrir að hafa ekki samband. Ekki myndi ég hringja í hana ef hún væri systir mín! Myndi frekar panta leigumorðingja frá Argentínu á þúsundkall til að leysa fjölskylduvandamálið.

Íslenska tengingin í Erninum er alveg óþörf, gjörsamlega óþörf. Hví þurfti vinur hans hans endilega að hrapa fyrir björg í Vestmannaeyjum? Af hverju gat það bara ekki verið í Danmörku?

Ég hef áður farið hörðum orðum um íslenska leikara hér í félagsriti og endurtek nú það sem ég sagði þá; þeir eru allir lélegir og alltof margir. Ónytjungapakk, allt saman.

Huh!

   (92 af 164)  
4/12/04 05:01

Hakuchi

Amen Haraldur. Amen.

4/12/04 05:01

Vestfirðingur

Sveinbjörn I. Baldvinsson var víst með puttana í þessu handriti. Hefur sjálfsagt skrifað þetta atriði með Austmann í huga. Sveinbjörn hefur annars skrifað eina skástu smásöguna sem ég hef lesið - Icemaster.

4/12/04 05:01

voff

Du glømmer at Ørnen er nordisk samarbejde. Den er et joint-venture mellem det danske, det norske, det svenske og det islanske fjernsynvæsenet. Du kan se det når du kigger på kreditlisten. Så er alle det nordiske skuespillere venner, uden Finland, Grønland og Føroyjar selvfølgelig.

4/12/04 05:01

Nornin

Er hægt að hrapa fyrir björg í Danaveldi?

4/12/04 05:01

Júlía

Himmelbjerget, örugglega.

4/12/04 05:02

Lómagnúpur

Láttu ekki svona. Íslendingar eiga víst stórkostlega leikara: Egil Ólafsson. Vernharð Linnet. Ladda. Söguarfurinn hefur gert okkur einum kleift að skilja munin á dramatík og smokkasjálfsölum. Þess vegna eru Íslenskir leikarar svona magnaðir.

4/12/04 06:00

kolfinnur Kvaran

Kannist þér við myndina ,,Með allt á hreinu"?

4/12/04 06:00

Ísdrottningin

Íslenskir leikarar = ofleikur = Reykjavíkurnætur
*Kúgast*

4/12/04 06:00

Ívar Sívertsen

Það vantar bara að íslenskir leikarar þérist þegar þeir eru að performera. Og það er ekkert langt síðan farið var að kenna kvikmyndaleik í leiklistarskólanum. Flestir eru með framsögn í anda Gunnars Eyjólfssonar og leika fyrir myndavél eins og þeir séu á sviði, aldrei að snúa rassinum í áhorfandann... þetta eru allt asnar, aumingjar og lélegir í þokkabót. Haraldur, ég er sammála!

4/12/04 06:01

Litla Laufblaðið

Já ég verð að vera sammála Ísdrottningunni, Reykjavíkurnætur er það allra mesta rusl sem ég hef séð lengi, allgarlega óþolandi þáttur í alla staði

4/12/04 06:01

Fíflagangur

Fýlupúkar

4/12/04 06:01

Limbri

Nei, það er ekki hægt að hrapa fyrir björg hér í landi bjórs og bauna. Eins skemmtilegt og það er, þá er Himmelbjerg bara hóll.

En í framhjáhlaupi, þá er Himmelbjerg ekki hæsti punktur danaveldis. Sá hæsti er einhver annar ómerkilegur hóll sem ég hef ekki nennt að leggja á minnið hvað heitir.

-

4/12/04 06:01

Fíflagangur

Öskuhaugarnir í Köben sagði einhver

4/12/04 06:01

Golíat

Þetta er meiri vandlætingin og yfirlætið. Ég held að íslenskir leikarar séu alveg brúklegir, þó íslenskar bíómyndir séu eins og þær eru.

4/12/04 06:01

Hakuchi

Jájá, þeir eru ágætis gengilbeinur. Ekki mikið meira.

4/12/04 06:01

Limbri

Danir hafa þann skemmtilega sið að brenna nánast allt rusl til upphitunar á vatni. Þetta gerir það að verkum að öskuhaugarnir eru ekkert sérstaklega stórir hér, þó vissulega megi finna þá. Annað atriði er, að danir eru afar umhverfisvænir og flokka ágætlega vel, svo að endurvinnsla er til fyrirmyndar hér.

Varðandi leikarana... tjah, hvað skal segja... Eggert Þorleifs er góður.

-

4/12/04 06:01

Finngálkn

Helgi Skúlason er dauður - þetta er búið! - Hef reyndar aldrei skilið þetta rugl með Ingvar E - augun redda honum um leið og þau æpa súrrandi geðveiki hans í raun og veru.

4/12/04 07:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er sammála Ísdrottningu með ofleikinn. þess vegna fer ég aldrei í leikhús. Ég hef heldur ekki farið í bíó til að sjá íslenzka mynd síðan ég sá Djöflaeyjuna forðum. Reyndar fannst mér sú mynd ágæt, enda fór Gísli heitinn Halldórsson þar með stórt hlutverk.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504