— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Haraldur Austmann
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 3/12/04
Lán í óláni

Frændi minn var að kaupa sér nýjan bíl. Flottan og dýran bíl; Lexus að mig minnir. Þegar frændi hafði fengið bílinn í hendur, ók hann rakleiðis til Keflavíkur þar sem hann ásamt spúsu sinni, settist upp í flugvél og hélt í fimm vikna ferð til Suður-Ameríku. Frændi hefur ekkert sérlega há laun, sennilega bara í meðallagi en frændi á hús sem hann byggði fyrir tveimur áratugum síðan og er enn að borga af. Þess vegna gat frændi keypt sér nýjan bíl og farið í langt og dýrt ferðalag. Gott ef hann sagði ekki í veislunni sem hélt um daginn, að hann væri að skoða sumarbústaðaland á Héraði því frændi á afgang sem ætti að duga fyrir góðum bústað.

Sko, frændi endurfjármagnaði húsið sitt með langtímaláni á hagstæðum vöxtum. Þar sem nafni átti ekki eftir að borga nema svona helminginn af gamla húsnæðisláninu sínu, átti hann væna fúlgu eftir þegar hann hafði greitt það upp, því húsið hafði hækkað í verði. Reyndar verður frændi fjörutíu ár að borga nýja bílinn, ferðina og sumarbústaðinn en vextirnir eru góðir og hver veit nema frændi geti endurfjármagnað húsið sitt aftur í næsta góðæri, jafnvel þessu, og þá étið vesturgafl hússins.

Því er spurningin þessi, lesandi góður: Ætlum við einhverntíma að læra af reynslunni?

   (95 af 164)  
3/12/04 21:01

Kuggz

Er það nú ekki svo að Íslendingurinn mun alltaf finna leiðir til að snúa hverskonar endurfjármögnun yfir í neyslulán. Þetta virðist vera okkar þjóð meðfæddur hæfileiki, sé litið til þeirrar atlögu okkar áður fyrr, að umbreyta menningarverðmætum í matvæli er íslenskir jaxlar fremur en hugir unnu á rituðu máli.

3/12/04 21:01

Þarfagreinir

Ekki má heldur gleyma brúk umræddra menningarverðmæta til annarra neyslutengdra nota.

3/12/04 21:01

Vestfirðingur

Austmann er víst búinn að setja húsið sitt á Langanesi á markaðinn. Verður auglýst næstu fimmtíu árin og selst væntanlega ekki fyrr en að karltuskan verður jarðaður. Þetta er frábært hús á vitlausum stað. Ég mæli með því að fólk kaupi allt húsið, og Austmann með, og flytji það á einhverja af nýju einbýlishúsalóðunum í Breiðholti.Mig grunar einhvernveginn að Austmann fyndist það kúl, þó að hann hafi aldrei til Reykjavíkur komið.

3/12/04 21:01

Amma-Kúreki

Ja ég seigi ekki annað hvernig seljast kofaskríflin fyrir vestan ?

3/12/04 21:01

Vamban

Austmann hefur víst komið til Reykjavíkur. Það var þegar hann fór í mjaðmaskiptaaðgerðina og fékk nýjar spindilkúlur í hnéin.

3/12/04 21:01

Vestfirðingur

Amma-Kúreki er haukur í horni þegar kemur að því að hýsa gamla Ögurvíkinga eins og mig.

Ekki veit ég hvaðan þetta meindýr Vamban er komið. Þessi mynd af honum er hálfgert klámmyndaskot. Þið getið rétt ímyndað ykkur nærmynd af honum étandi pulsu. Ég held bara að Amma-Kúreki hafi ætlað að fá það helvítis tæfan þegar hún sá nærmynd af Vamban graðgandi í sig einni með öllu.

Það má hins vegar segja Vamban til varnar að hann sker sig úr með heldur einstrengingslegum skoðunum. Það er eins og það hlaupi einhver púki í karlinn þegar hann lítur við hérna á Baggalútnum. Maður á í fullu fangi með að reka vitleysuna ofan í hann og fleiri hérna.

3/12/04 21:01

Vamban

Já, ég er nautnalegur með sperðilinn!

Annars er ég nú bara hér til að standa í hárinu á gastegundum eins og Vestfirðingi. Hún er jú líka svo skemmtilega túberuð tjellingin.

3/12/04 21:01

Golíat

Aha, er Westfirðingur úr Ögurvíkinni. Væntanlega litla systir Sverris laxveiði- og bitlingagreyfa sem á einni nóttu varð hrein mey aftur eftir að hafa látið af embættum og selt hlut sinn (og þar með kvóta) í fjölskyldufyritækinu.
Ekki mikið þó þú sért hálf Hömlu-laus og ofstopafull í skoðunum.

3/12/04 22:00

Rasspabbi

Þú meinar það.
Það er sem sagt hægt að eiga ekki bót fyrir borunni á sér en þó hægt að lifa eins og greifi.

Allt er nú til...

3/12/04 22:01

Heiðglyrnir

Það sem kemur hér fram í pistli Haraldar, er því miður hreint ekkert einsdæmi, hálf þjóðin er komin á þetta blessaða neyslufyllerí. Hinni hröðu og straumlínulöguðu lífsstefnu, lifum eins og það komi engin morgunndagur er fylgt að forskrift fjármálafyrirtækjanna. Og hvernig endar þetta allt. Jú! Morgunndagurinn kemur, það er lögmál.

Haraldur Austmann:
  • Fæðing hér: 17/11/03 23:10
  • Síðast á ferli: 8/9/11 18:56
  • Innlegg: 504