— GESTAPÓ —
Bismark XI
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/08
Undarlegur þjófnaður

Mörgu er stolið af jafnvel enn fleiri ástæðum en ekki hef ég orðið vitni að öður eins og þessu.

Í hinum ískalda raunveruleika kjötheima þá vinn ég á bar aðrahverja helgi eins og þeir vita sem þekkja mig þar. Í kvöld henti dulítið sem ég hef ekki áður orðið vitni að.
Það hefur verið reint að stela skreitingunum af veggjunum, Nunnuni við barinn hefur verið stolið og skilað aftur oftar en ég hef tölu á (ég skrifa Nunnuna með stórum staf af því að hún heitir Nunnan og er með sitt eigið líf), gítarnum frá einum hljómsveitar meðlims í ónafngreindri hljómsveit sem spilaði hjá okkur var stolið en honum skilað strax daginn eftir, þegar þeir sem stálu honum komust að því að þeir hefðu stolið af hljómsveit sem er þræltengd Fáfni (hells angels á íslandi) og að það væri verið að leita að þeim. Það var meira að segja reint að stela 2 bjórkútum eitt kveldið sem ég var að vinna af sitt hvorum aðilanum en lögreglan benti okkur á að þeir hefðu gómað mann með kút fyrir aftan staðinn, þetta geriðist tvisvar sama kveldið. Einu sinni var meira að segja stolið slökvitæki frá okkur (eða slökviliðstæki eins og ég kalla það) og dyraverðir á öðrum skemmtistað sáu mann koma með það inn á staðinn þeirra og tóku það af honum. EN ALDREI hef ég komist að öðru eins og ég sá í morgun þegar ég var að þrífa áður en ég fór heim því einhver hafði stolið Z-uni (setuni) og lokinu af einu kvenna salerninu og komist upp með það.
Ég hugsaði mig vel og lengi um hvort ég ætti að setja þetta í dagbókarfærslu eða gagnríni og ákvað að láta þetta vera í síðari flokknum vegna þess að ég hef ekki gert neina gagnríni.

Ég vil koma því á framfæri að þessir staður sem ég vinn hjá er langt því frá eini staðurinn sem verður fyrir alskonar þjófnaði. Þetta er því miður mjög algengt hjá stöðum sem eru með mikið af skrautmunum og lauslegum munum. Það hefur reindar verið hjá okkur og ég býst við því að svo sé á öðrum stöðum líka að þessum hlutum er oftast skilað því þetta hefur verið gert í öl vímu og oftar en einu sinni af foreldrum eða maka þess sem sekur er.

   (4 af 25)  
2/12/08 22:01

Offari

Mig vantaði bara þessa zetu. Fyrirgefðu.

2/12/08 22:01

Jarmi

Hahahaha, hræddir við Fáfni.

2/12/08 22:01

Grágrímur

Þjófar sökka...

2/12/08 22:01

Bismark XI

Jarmi þeir fengu alla vegana rándýrt hljóðfæri til baka og þetta voru bara tveir venjulegir strákguttar rétt ný skriðnir yfir tvítugt.
Ekki það að ég hafi mikla trú á þessum Fáfnis mönnum sem þeim ofbeldismönnum sem þeir segjast vera eftir það sem ég hef séð. En það eru nokkrir þeirra sem vantar nokkrar skrúfur í og ég er ekki vissum að þeir viti hvenær eigi að hætta ef að þeir á annað borð hafa sig í það að byrja. Þeir hafa kíkt í heimsókn til fólks hérna heima sem þeir töldu sig hafa eitthvað vantalað við og léku það nokkuð illa.

2/12/08 22:01

Hvæsi

Iss ég hef séð margar zeturnar hverfa á skemmtistöðum.
Hef mætt strákum með stóla, hurðina af klósettinu, fullt af tómum bjórglösum og kvenmannsveski sem tilheyra þeim klárlega ekki.
Enginn af þessum gat útskýrt þetta nema þessi með glösin.. hann sagði bara "æj ég er að byrja að búa og á engin glös"

2/12/08 22:01

Jarmi

Já, það er mjög gott að þeir fengu lýruna til baka. Þjófnaður er pirrandi.

2/12/08 22:02

Texi Everto

Nú verð ég að ná mér í zetu annars staðar fyrst Offari stal þessari! Ertu búinn að breyta þessu í dagbókarfærslu eða var gagnrýninni stolið?

2/12/08 22:02

Nermal

Menn eru klikkaðir. Stela ótrúlegustu hlutum. Ég bjó við fjölfarna götu fyrir norðan og þaðan var m.a stolið: öðrum vængnum að garðhliðinu, sólstól úr plasti, garðúðaranum og reiðhjólinu mínu sem var rækilega læst. Hjólið fannst og löggann stoppaði einhverja með garðúðarann. Svo hefur maður fundið allnokkur glös í garðinum líka.

2/12/08 22:02

Bleiki ostaskerinn

Hvernig kemst fólk með þetta dótarí út? Klósettsetur og slíkt? Ég veit ekki betur en að inn/út-gangarnir séu oftast mannaðir dyravörðum.

2/12/08 23:00

Jarmi

Það er allt hægt þegar Villi er með hendi.

2/12/08 23:00

Blöndungur

Já, það er magnað hvað fólk getur verið hvinnskt. Það sagði mér maður sem hefur með veitingastað að gera, þar sem fólk er almennt bláedrú, að skreytingar á borðunum hefðu horfið sporlaust á nokkrum vikum. Og þetta voru edrú og heiðarlegir Sunnlendingar!
En hvað varðar stuld af skemmtistöðum í ölvímu, þá er hann oft afar skemmtilegur. Jafnvel ég, en það er veiki á mér hve heiðarlegur ég er, stal eittsinn bjórkönnu af diskóteki; til þess að refsa staðnum fyrir að hafa látið okkur hafa borð bakvið hátalara, þá stakk ég bjórkönnunni undir beltið (ég var í víðum buxum) og labbaði út. Svo átti ég könnunna í um tvö ár; a l l t smakkaðist vel úr henni. Þartil að ég var að taka til og rak óvart stólfót í könnuna, svo að hún mölbrotnaði. Ég varð minnst helmingi eyðilagðari en ef ég hefði keypt hana.

2/12/08 23:01

Jarmi

Ég á nokkur bjórglös af skemmtistöðum en ég sé það ekki sem þjófnað, heldur frekar sem misskilning.

2/12/08 23:01

Álfelgur

HA! Er maður ekki að kaupa glösin með innihaldinu? Hverskonar ógurlegt verð er þetta þá á drykkjum?!

2/12/08 23:01

B. Ewing

Segi eins og Álfelgur, ég kaupi kó í gelri og þá á ég glerið. Hélt að bjórinn væri eins...

Vont að missa setuna engu að síður.

2/12/08 23:01

Hvæsi

Vill minna lýðinn á að tæma skal blútglösin áður en þeim er stolið, því að taka blút út varðar við 19.grein áfengislaga og er refsivert brot.
<Besservissast út aftur>

2/12/08 23:01

Bleiki ostaskerinn

Já það er betra að brjóta ekki áfengislögin.

3/12/08 01:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég er allsekki hrifinn af því að fólk sé að stela zetum.

Bismark XI:
  • Fæðing hér: 9/8/03 18:35
  • Síðast á ferli: 3/9/10 19:53
  • Innlegg: 265
Eðli:
Bismark XI er einn mesti sagfræðingu landsinns og frægur fyrir sína gangslausu vitneskju sem að hann öðlaðist frægð fyrir á öndverðir 2o öldinni. Einnig þekktur sem mikil friðar sinni og hefur sannað sig sem ofbeldis fullan talsmann friðar á jörðu.
Fræðasvið:
Sagnfræði og Alheinssanleikurinn.
Æviágrip:
Um þrigga ára aldur fór Bismark í fóstur til móður foreldra sinna og fékk þar sín fyrstu kynna af sagnfræði. Ekki leið á löngu þar til kolbíturinn hann Bismark var farinn að geta vitnað í bæði útvarp og Íslendinga sögurnar svo ekki varð um vilst að hér væri á ferðinni sannur heldrimaður. Við fimm ára aldurinn var Bismark sendur í skóla til þess að koma honum til manns. Þótti hann ávalt bera af öðrum nemendum sökum vistsmuna og líkamlegs atgerfis. Kom síðar í ljós að hann hafði svindlað í öllum prófum og verkefnum sem fyrir hann höfðu verið lögð í gegnum árin. Vegna ótta um hneiksli þá ákváðu Íslensk skólayfirvöld að þagga málið og koma honum fyrir í skrifstofu vinnu í kjallara háskólans. Þar rakst hann á skriffinsku djöfullinn og drap hann. Eftir verknaðinn tók hann yfir starfi hans og vinnur nú í því að gera líf fólks ömurlegt með gríðarlegri pappírs vinnu.