— GESTAPÓ —
Bismark XI
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/08
Síðasta fórnarlamb ástandsins

Þetta er örlítið um það hvernig ástandið kom mér fyrir sjónir.

Það gerðis í seinna stríði að hingað komu ungir menn myndarlegir menn (reindar alveg örugglega misjafn sauðurinn þar eins og annarstaðar) með nóga peninga og flott föt, mætti jafnvel kalla þá hálfgerð tískuljón miðað við þá ungu menn sem hér voru.

En ég var ekki þar til þess að upp lifa þann tíma. Ég aftur á móti var við endan ástandinu. Þá voru vissulega einhverjar stúlkur enn að elta útlensku strákana af vellinum en þó ekki eingöngu. Einn af mínum bestu vinum var einmitt síðasta fórnarlamb ástandsins í mínum huga. Hann hafði kynni af hermani og ekki leið á lögnu þar til að hann var farinn til bandaríkjana að hitta foreldra þessa hermans.
Það var ekki löngu seinna að það varð mikill niðurskurður hjá bandarríska hernum á íslandi og langflestir sendir heim.
Það var ekki löngu seinna að félagi minn flutti til bandaríkjana með hermanninum sínum.

Nú er herinn farinn héðan og ekkert ástand því skortur á hermönnum gerir það að verkum að ástandið þrífst ekki. Þessi vinur minn er í mínum huga síðasta fórnarlamb ástansins á Íslandi. En í dag þá býr hann í Iowa ef að mér skjátlast ekki þeim mun meira. Hann hefur verið að velta því fyrir sér að ganga í herinn til að sjá fyrir sér og fjölskildu sinni og er í boot camp núna eða fer fljótlega.

Þessi vinur minn kona hans og börn eru í mínum huga síðustu fórnarlömb ástandsins þó fórnarlömb sé ef til vill ekki rétt orð þá er það skemmtilegra að nota það svona. Þetta var skrifað með þá áherslu að hér í dag ríkir ekki ástand og því ekki hægt að tala um ástandið, það er liðið.

Með þessum texta langar mig að skila kveðju til þessara vina minna í vestri og hjartans hamingju óskum með nýjasta fjölskildu meðliminn, við söknum ykkar öll hér heima og óskum ykkar velfarnaðar.

   (5 af 25)  
2/12/08 11:01

Skabbi skrumari

Skál fyrir því...

2/12/08 12:01

Andþór

Já, þokkalega skál bara kall!

2/12/08 13:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Merkileg pæling.

2/12/08 19:01

Kiddi Finni

Hvað ætli hann fæ útborgað fyrir það að vera hermaður hjá Kananum? En gallinn við það að vera í Kanahernum nútíldags er sá að maður getur lent í alvöru strið og átök með öllum sinum ókostum.

Bismark XI:
  • Fæðing hér: 9/8/03 18:35
  • Síðast á ferli: 3/9/10 19:53
  • Innlegg: 265
Eðli:
Bismark XI er einn mesti sagfræðingu landsinns og frægur fyrir sína gangslausu vitneskju sem að hann öðlaðist frægð fyrir á öndverðir 2o öldinni. Einnig þekktur sem mikil friðar sinni og hefur sannað sig sem ofbeldis fullan talsmann friðar á jörðu.
Fræðasvið:
Sagnfræði og Alheinssanleikurinn.
Æviágrip:
Um þrigga ára aldur fór Bismark í fóstur til móður foreldra sinna og fékk þar sín fyrstu kynna af sagnfræði. Ekki leið á löngu þar til kolbíturinn hann Bismark var farinn að geta vitnað í bæði útvarp og Íslendinga sögurnar svo ekki varð um vilst að hér væri á ferðinni sannur heldrimaður. Við fimm ára aldurinn var Bismark sendur í skóla til þess að koma honum til manns. Þótti hann ávalt bera af öðrum nemendum sökum vistsmuna og líkamlegs atgerfis. Kom síðar í ljós að hann hafði svindlað í öllum prófum og verkefnum sem fyrir hann höfðu verið lögð í gegnum árin. Vegna ótta um hneiksli þá ákváðu Íslensk skólayfirvöld að þagga málið og koma honum fyrir í skrifstofu vinnu í kjallara háskólans. Þar rakst hann á skriffinsku djöfullinn og drap hann. Eftir verknaðinn tók hann yfir starfi hans og vinnur nú í því að gera líf fólks ömurlegt með gríðarlegri pappírs vinnu.