— GESTAPÓ —
Bismark XI
Fastagestur.
Dagbók - 10/12/07
Ástin

Ég hef ekki orðið þess oft aðnjótandi að verða ástfanginn. En nú er svo komið fyrir mér. Ég er mjög tilfinninga lokaður maður og hefur það oft hrjáð mér í samskiptum við fólk.
En núna nýlega þá ákvað ég að bjóða út stúlku sem ég hef löngum horft á eftir með mildum augum. Það gladdi mig mikið að hún skildi já því að fara út með mér (ég ætla nú ekki að fara út í hvert við fórum eða hvað við gerðum þetta kvöld). Er þetta ástæðan fyrir því að ég kom ekki á frelsunar fundinn hjá Tigru og Þarfagreini síðustu helgi og vona ég að þau getir fyrir gefið mér það.
Það er nú samt svo undarlegt með það þegar maður er hrifinn af manneskju hversu huglaus (í það minsta í mínu tilviki) maður er að byðja hana að sýna sér áhuga með því að bjóða þeim út eða heim til sín í rólega kvöld stund yfir mynd að spil og þá oft með fleirum, jafn vel þó að maður þekki þessa manneskju all vel.
Oft á tíðum er ég maður fárra orða, frekar háðsur, kald-hæðinn kald-lyndur.
En þegar kemur að þessari stúlku þá er ég sem smjör og ég verð mjúkur. Í raun verð ég hræddur líkt og barn sem vilst hefur frá heimili sínu því að allt þetta er mér svo ókunt og allt það sem ég þekki er líkt og það sé að koma mér fyrst fyrir sjónir aftur eftir langa fjarveru eða sem horfin myning úr draumi. Þrátt fyrir þetta varnarleisi þá er líkt og ég gangi í grösugum haga og allt umhverfið sé að bjóða mig velkominn.

Allt þetta er mér mjög framandi en þó eithvað sem mér fynst að ég kannist við.
Það er ekki margt sem fær mig til þess að leiða hugan að framtíðinni en nú lít ég þangað með stjörnum í augum og opnu hjarta.

Þetta skrifa ykkar einlægur Bismark XI

   (9 af 25)  
10/12/07 05:00

Dula

[bráðnar] En einlægt af svo lokuðum manni og fallegt.

10/12/07 05:01

Tigra

Auðvitað er þér fyrirgefið. Þú getur alltaf hitt okkur... en það er ekki á hverjum degi sem ástin bíður!

10/12/07 05:01

Skabbi skrumari

Jæja... er bara búið að bræða Bismarkinn... skál kallinn...

10/12/07 05:01

Aulinn

Fallegt, til hamingju með ástina. Ef þú finnur meira af henni eitthverstaðar láttu mig vita.

10/12/07 05:01

Salka

Til hamingju Bismark XI

10/12/07 05:01

krossgata

Frábært. Eigðu skemmtilega rússíbanaferð.

10/12/07 05:01

Villimey Kalebsdóttir

Hvað er ást?

10/12/07 05:01

Villimey Kalebsdóttir

Til hamingju [Ljómar upp]

10/12/07 05:01

Jarmi

Til hamingju með þetta. Vonum að það haldist.

10/12/07 05:01

Álfelgur

Til hammó með ástó!

10/12/07 05:02

Bismark XI

Þakka ykkur fyrir.

10/12/07 05:02

Kargur

Slengdirðu þér á hana?

10/12/07 05:02

Bismark XI

Kargur minn ég hef ekki í huga að spjalla neitt um hvað við gerðum eins og ég sagði hér fyrir ofan og held að ég haldi mig við það bara.

10/12/07 06:00

Finngálkn

Ef þú skilur hana ekki eftir með sárt rassgat - skilur hún þig eftir með sárt enni!

10/12/07 06:01

Kiddi Finni

Gaman hjá þér. Til hamingju kallinn.

31/10/07 01:00

Jóakim Aðalönd

Gott að heyra.

Nú hef ég aldrei orðið fyrir því að verða ástfanginn og ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn áhuga...

31/10/07 01:00

Villimey Kalebsdóttir

Ha? Langar þig ekki að verða ástfanginn ?
Ertu eitthvað öðruvísi ? [Klórar sér í höfðinu]

31/10/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Já, varðst þú ekki vör við það um daginn? Ég er mjööög spes...

Nei, mig langar ekkert sérstaklega að verða ástfanginn. Ég hef séð hvað það gerir við fólk í kringum mig. Ekki spennandi...

31/10/07 02:01

Villimey Kalebsdóttir

Jú það fór ekki framhjá mér... sérstaklega ekki þegar þú tókst hænudansinn... eða hvað sem þið kölluðuð þetta.

[flissar]

31/10/07 02:01

Aulinn

[Skellihlær af innleggi Finngálkns]

31/10/07 04:00

Þarfagreinir

Flott rit. Þér fyrirgefst alveg að hafa sleppt mætingu í boðið.

31/10/07 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gott mál. Gangi þér allt í haginn.

Bismark XI:
  • Fæðing hér: 9/8/03 18:35
  • Síðast á ferli: 3/9/10 19:53
  • Innlegg: 265
Eðli:
Bismark XI er einn mesti sagfræðingu landsinns og frægur fyrir sína gangslausu vitneskju sem að hann öðlaðist frægð fyrir á öndverðir 2o öldinni. Einnig þekktur sem mikil friðar sinni og hefur sannað sig sem ofbeldis fullan talsmann friðar á jörðu.
Fræðasvið:
Sagnfræði og Alheinssanleikurinn.
Æviágrip:
Um þrigga ára aldur fór Bismark í fóstur til móður foreldra sinna og fékk þar sín fyrstu kynna af sagnfræði. Ekki leið á löngu þar til kolbíturinn hann Bismark var farinn að geta vitnað í bæði útvarp og Íslendinga sögurnar svo ekki varð um vilst að hér væri á ferðinni sannur heldrimaður. Við fimm ára aldurinn var Bismark sendur í skóla til þess að koma honum til manns. Þótti hann ávalt bera af öðrum nemendum sökum vistsmuna og líkamlegs atgerfis. Kom síðar í ljós að hann hafði svindlað í öllum prófum og verkefnum sem fyrir hann höfðu verið lögð í gegnum árin. Vegna ótta um hneiksli þá ákváðu Íslensk skólayfirvöld að þagga málið og koma honum fyrir í skrifstofu vinnu í kjallara háskólans. Þar rakst hann á skriffinsku djöfullinn og drap hann. Eftir verknaðinn tók hann yfir starfi hans og vinnur nú í því að gera líf fólks ömurlegt með gríðarlegri pappírs vinnu.