— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Saga - 2/11/09
Þegar ég varð ástfanginn

Þegar ég tók í hönd hennar,
sagði hún mér að koma með sér og leiddi mig út í nóttina.
Ég var forvitinn.

Þegar ég tók utan um hana,
hjúfraði hún sig upp við mig og lokaði augunum.
Ég var heillaður.

Þegar ég lyktaði af hárinu hennar,
sló hjartað hennar örar og varirnar titruðu.
Ég var bjartsýnn.

Þegar ég strauk henni um vangann,
roðnaði hún í kinnum og kiknaði í hjánum.
Ég var spenntur.

Þegar ég kyssti á henni varirnar,
dróg hún djúpt niður andann og greip utan um hálsinn á mér.
Ég var hamingjusamur.

Þegar ég horfði djúpt í augun á henni,
sá ég þar mynd mína speglast í augasteinunum og það var nóg.
Ég var ástfanginn.

   (1 af 23)  
2/11/09 05:02

Regína

Skemmtilegt.

2/11/09 06:00

hlewagastiR

Þetta ætla ég að prófa líka.

2/11/09 06:00

Grýta

Ooo! en sætt. Til hamingju! Lífið er dásamlegt.

2/11/09 06:00

Regína

Svo skemmtilega sjálfhverft.

2/11/09 06:01

Huxi

Ógó rómó. Púff...

2/11/09 06:01

Megas

Það vantar alveg sexið í þetta. Reiðstu henni ekki? Jeg er Megas.

2/11/09 06:01

Þegar ég hringdi í hana daginn eftir
var annar tónn í rödd hennar en venjulega.
Ég varð áhyggjufullur.

Þegar ég sendi henni sms daginn þar á eftir
kom ekkert svar.
Ég varð vonsvikinn.

Þegar ég hringdi í hana tveimur dögum seinna og bauð henni út að borða
sagði hún: "Við þurfum að tala saman".
Ég varð sorgmæddur.

2/11/09 06:02

Kiddi Finni

Ástfanginn er sjálfshverfur.
En: til hamingju. Ljóðið er líka fínt.

2/11/09 06:02

Dula

Awww en fallegt.

2/11/09 07:01

Forynja

Ástin er ekki til.

2/11/09 07:01

Barbapabbi

Skemmtilega byggt upp með léttu risi og góðum lokahnikk.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.