— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/04
Ágætu Gestapóar

Hver hetjan á fætur annarri...

Mig langar vinsamlegast að biðja þá sem að ramba á þetta félagsrit að halda kyrru fyrir á Gestapóinu. Fyrir mér Gestapóið ekki einungis allir tenglarnir sem að birtast hér fyrir sjónum þegar maður stingur nefinu inn um gættina. Þegar mér verður hugsað til Baggalúts og Gestapó, þá verður mér hugsað til allra Gestapóanna sem ég er orðinn vanur að rekast á þegar ég kem hér. Með brotflutningi allra kappanna sem sagt hafa skilið við Lútinn að undanförnu þá er ég farinn að hugsa veru mína hér á Gestapó upp á nýtt. Ég hef verið hér allt frá stofnun Lútsins, og þótt ég hafi kannski ekki verið ýkja virkur þá hef ég litið hingað inn öðru hverju. En áhugi minn á blessuðu Gestapóinu hefur að miklu leiti haldist stöðugur vegna allra þeirra ágætu manna sem nú hafa hlaupist á brott. Égóin sköpuðu Gestapóið. Nokkrir hafa ekki sagt skilið við Lútinn og hafa tekið upp ný egó og er það skárra en að missa þá alveg. Þó hryggir það mig að sjá gömlu egóin, persónurnar, standa í stað. Myndir og nöfn spila fáranlega stórt hlutverk hjá mér. Þessi einkenni eru eitthvað sem að festast við manninn sem er á bak við egóið. Ég viðurkenni það fúslega að þegar ég sé listann með félagsritunum, þá kíki ég fyrst hjá þeim sem ég kannast við og þekki. Það sama gildir um innleggin. Persónan gefur því sem hún skrifar sinn blæ. Þótt að tvö ólík egó skrifi nákvæmlega það sama, þá gera þau það með sýnu nefi, á sýnum eigin forsendum. Vera má að þetta sé móðursýki í mér, en mér sárnar það samt þegar maðurinn/konan skiptir um mynd eða hreinlega nýtt egó.

Góðar stundir

   (14 af 23)  
2/12/04 16:00

B. Ewing

[situr grafkyrr og svekktur]

2/12/04 16:00

Mófreður C. Mýrkjartans

Það eru frekar leið tíðindi ef nýliðar eins og ég fáum það framan í okkur að flótti hafi brostið á hér. Ekki er það gott leiðarljós til þess að fólk dvelji hér langdvölum.

2/12/04 16:01

Skabbi skrumari

Ég er Skabbi skrumari... ég er alltaf Skabbi skrumari... nema einstaka sinnum... Skál

2/12/04 16:01

Nafni

Þér hljótið að vera íhaldsmaður.

2/12/04 16:01

hlewagastiR

Íhaldssamur. Hann var Tal en nú er hann Dylan. Breytingin hjá mér er óverulegri.

2/12/04 17:01

Omegaone

Ég er enn hér. Þó ég sé ungur á baggalútískum árum.

2/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Kolfinnur minn Kvaran virðingavert framtak.

3/12/04 23:00

Melkorkur

Ætli megnið af greyjunum sé ekki bara á túr eða eitthvað

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.