— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/04
46 ár kæru vinir, 46

Þennan dag fyrir 46 árum lést mesta goðsögn rokksögunnar.

Charles Hardin Holley, eða Buddy Holly eins og hann var betur þekktur sem, er hin eina sanna tónlistargoðsögn

Á meðan ferli hans með hljómsveitinni The Crickets eða á sólóferli hans stóð, átti Buddy Holly hvern smellinn á fætur öðrum og færði heiminum tónlistararf sem að seint gleymist og lifir enn eftir ótímabæran dauða hans, þann 3. Febrúar 1959. Í lagi Don Mclean “American pie” er honum lýst sem deginum sem að tónlistin dó.

Sem lítið barn var Buddy góður tónlistarmaður og spilaði bæði á fiðlu og pianó áður en hann tók upp gítarinn. 13 ára byrjuðu hann og vinur hans Bob Montgomery að spila eftir sinni eigin stefnu “Western Bop” á skemmtistöðum í bænum þeirra.

Er hann var meðspilari Bill Haley og The Comets á bar einum, var Holly uppgötvaður af njósnara frá Decca Records, og samdi við fyrirtækið.

Eftir nokkur lög, var Buddy ráðlagt af upptökustjóra hjá Decca að fara aftur til heimabæ síns í Texas og eyða tíma í að vinna í tónlistinni sinni. Hann gerði það, fór aftur til Lubbock og stofnaði bandi The Crickets, þar sem að Buddy söng og spilaði á gítar.

The Crickets vakti athygli fyrrum upptökufyrirtækis Buddy, og að lokum samdi Brunswick label við The Crickets, sem að var dótturfyrirtæki Decca

1958 ferðuðust The Crickets um Bretland, og urðu að lokum vinsælli þar en þeir voru í Bandaríkjunum. Sama ár kvæntist Buddy Holly Mariu Elenu Santiago, og stuttu eftir það hætti hann í The Crickets af þeirri trú að þau 2 gætu séð fyrir sér sjálfum, sem að aðrir hljómsveitarmeðlimir voru ekki sammála.

Buddy og Maria fluttu til New York og stofnuðu nýja hljómsveit. 1959 ferðaðist Buddy með Ritchie Valens og J P Richardson.

Eftir langar og leiðinlegar rútuferðir í túrnum ákvað Holly að leigja littla flugvél til að fljúga með tónlistarmennina frá einum tónleikum til þess næsta. Eftir að hafa flogið um 8 mílur brotlenti flugvélin, og allir sem í henni voru fórust.

   (15 af 23)  
2/12/04 04:00

Jóakim Aðalönd

Blessuð sé minningin...

2/12/04 04:00

Heiðglyrnir

Herra kolfinnur Kvaran skemmtileg grein, sannar að það er að sjáfsögðu stórhættulegt að fljúga, og flestir þeir sem ekki eru flughræddir ættu að láta ath. með greindarvísitölu sína (bara grín). Hafðu þökk fyrir kolfinnur minn.

2/12/04 04:01

víólskrímsl

Bíddu... var Buddy ekki kona?

2/12/04 04:02

Melkorkur

Buddy var ofemtinn...
En Hail to ... lagið er gott lag.

2/12/04 05:00

kolfinnur Kvaran

Aldrei hefur hann nú verið það mikið í umræðunni að hægt sé að tala um ofmat. Vanmetinn ef eitthvað er.

2/12/04 05:01

Heiðglyrnir

Samála Kolfinnur minn, og það er þessi frábæra grein þín um Buddy Holly líka, þ.e. Skammarlega lítið comenterað á hana, því að þetta er hnitmiðað og vel upp sett hjá þér.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.