— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/11/03
Imbakassinn

Kveikti á sjónvarpinu um daginn og horfði á RÚV.

Spaugstofan er útbrunnin,
Gísli litli útsnúinn,
Veðurstofan út flúin,
Elín Hirst orðin lúin.

Stundin okkar andsetin,
kvikmyndin er vangefin,
Jónatan er uppgefinn,
hvert fór Nýjasta tækni og vísindin?

   (20 af 23)  
1/11/03 21:00

Mosa frænka

Nákvæmlega!

1/11/03 21:00

Ívar Sívertsen

Ef menn reyna að nálgast afurðir hljómsveitarinnar Kalk þá má heyra þar lag sem fjallaði ekki um ósvipað efni.

1/11/03 21:01

Skabbi skrumari

Já, það er ljóta ástandið á Rúv þessi misserin...

1/11/03 21:02

Smábaggi

Lélegt rím, góð hugmynd. (Án þess að hafa reyndar hundsvit á ljóðagerð, ætti kannski bara að halda mér saman.)

1/11/03 21:02

kolfinnur Kvaran

Já hugmyndin á bakvið þetta var ekki að láta það ríma heldur að láta þessi -in og -inn binda ljóðið meira saman. En það er rétt að ef að út í það er farið þá myndi þetta teljast til frekar lélegs ríms.

1/11/03 21:02

Melkorkur

Mæltu einna heilastur kolfinnur Kvaran. Lif heill.

1/11/03 22:00

hundinginn

Danir hafa tekið Nýjasta tækni og vísindi yfir. Viden om! Maður á að sitja undir því að Danir besservisseri yfir manni í Sigurðar Rickter. Fjandakornið!

1/11/03 22:00

hundinginn

Í stað Sigurðar átti þetta nú að vera. (Af hverju getur maður ekki leiðrétt orð manns í belgnum?

1/11/03 22:01

kolfinnur Kvaran

Ljótt er það! ekki getur útbrunnin spaugstofan komið þessu yfir á frændur okkar Norðmenn í þetta skiptið... eða hvað?

2/12/04 02:02

Melkorkur

Spaugstofan er alltílæ. En best finnst mér þó lok hvers þáttar, þegar mistökin koma.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.