— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 7/12/08
Meðferð latneskra tökuorða í íslensku (dónó)

Í nútímaíslensku heyrist oft talað um „analinn“, oftast í orðasambandinu að vera „tekin(n) í analinn“ ýmist í beinni merkingu (sódómía) eða óbeinni (almenn niðurlæging).

Nú er það almennt samkomulag um samfélagssnobb að latínuslettur þyki fínni en aðrar og hyggst ég ekki andmæla því. Hins vegar ber þeim sem sletta latínu að gera það rétt.

Latnseka orðið „anal“ er ekki nafnorð. Það er lýsingarorð. Nafnorðið er hins vegar „anus“. Því er rétt að segja að hinn eða þessi stundi anal kynlíf en hins vegar tekur sá hinn sami (eða er tekinn) í anusinn, ekki analinn.

Reyndar ætti heldur ekki að nota norrænan greini viðskeyttan með latneskum nafnorðum. Því skyldu menn fremur segjast hafa verið teknir í anus.

Best af öllu er þó að fallbeygja orðið rétt enda eru íslensku föllin fjögur öll til staðar í latínu (og fleiri til en það skiptir ekki máli hér). Íslenska og latína eru nefnilega bæði beygingamál og svo má ekki gleyma því að í athöfnum þeim sem hér eru til umræðu er mikilvægt að beygja sig vel.

„Anus“ beygist eins og „Jesús“,ef einhver skyldi enn kunna að beygja hann rétt (sem er reyndar erfitt þvi að hann er yfirleitt negldur fastur við helvítis krossinn).

Þeir sem vilja skýra samferðamönnum sínum frá því að þeir hafi verið illa hlunnfarnir - nú eða þegið baklæga kynlífsþjónustu - ættu því að segja:

Nú var ég heldur betur tekin(n) í ósmurðan anum.

   (41 af 82)  
7/12/08 06:01

Kveifarás

Þakka pent fyrir upplýsingarnar, alltaf gott að tala rétt mál þegar ég fer að hitta Intrum.

7/12/08 06:01

Billi bilaði

<Prófar> Ég var tekinn í Intrum!

Jamm, það virkar líka.

7/12/08 06:01

Regína

Verst að ég finn hvergi latnesku málfræðina mína og get því ekki fundið út hvernig beygja skal Intrum. Mig grunar samt að Intrum sé latneskt bullorð.

7/12/08 06:01

Dula

Rosalega ertu anal með þetta,

7/12/08 06:01

krossgata

Anna Lísa!
[Glottir eins og fífl]

7/12/08 06:01

Galdrameistarinn

Djöfulls rassgat alltaf hreint.

7/12/08 06:02

dordingull

Góð analísa eins og krossgata segir.

Krossgata! Hum??

7/12/08 06:02

Jarmi

Dúndrandi snilld. Er til sambærilegt lýsingarorð byggt á penis?

7/12/08 06:02

Billi bilaði

Jarmi, er ekki "penal" systemið byggt á því? A.m.k. í karlafangelsum?

7/12/08 06:02

hvurslags

Anus getur líka þýtt gömul kona í latínu, hugsið ykkur. Síðan féll ég í hálfgerða ónáð eftir nokkurra mánaða latínukennslu í lærða skólanum þar sem ég spurði hvernig penis væri í ablativus instrumentii.

Hvað Intrum varðar þá fann ég hvergi í Kristni Ármannssyni né Cassel's haldbæra skýringu á Intrum Justidia. Wikipedia nefnir að nafnið sé bara tilbúningur.

7/12/08 06:02

dordingull

Eins og reikningarnir sem þeir senda.

7/12/08 07:00

Grágrímur

[Finnst skítalykt af þessu riti...]

7/12/08 07:00

E-a hluta vegna mislas ég titil þessa rits svo: ,,Meðferð danskra töluorða ..." og brá því heldur betur í brún þegar ég las upphafsmálgreinina.

Afbragðsrit annars. Ég ætla að passa mig á þessu framvegis, enda ömurlega ófínt að brúka lýsingarorð sem nafnorð væri.

7/12/08 07:01

Billi bilaði

Þannig að maður segir ekki að þetta sé banal rit, heldur banum rit. <Skottast út>

7/12/08 07:02

Upprifinn

Ég held að ég hafi verið analtekinn ásamt ykkur flestum.

7/12/08 07:02

hlewagastiR

Billi: þvert á móti, þarna notar þú lýsingarorð. Ritið er því sannarlega banal(t).

7/12/08 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú virðist vera vel að þjér á þessu sviði enda gáfumaður

7/12/08 09:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Saurlát er aðaltilgangur endaþarmsopsins kæri varakóngur

7/12/08 09:02

Huxi

Adaltilgangur, segirdu. Eg hel ad thad vaeri eini tilgangur thess ops.
Gott rit hja ther hlebbi. Thessi misbeiting latinunnar minnir mig adra misbeitingu. Thad er thegar sagt er: ¨Eg var tekinn i bakariid¨. Thad hvarflar varla ad nokkrum manni ad halda ad tharna se verid ad tala um endatharmsmok. En svo er tho vissulega. Annars vaeri sagt ¨Eg var tekinn i bakariinu¨ (Og tha likglega hengdur ef eg vaeri ekki smidur).

7/12/08 10:01

hlewagastiR

Aðaltilgangur eða eini tilgangur, um það má deila. Má ekki nota líffærin í neitt annað en það sem þeim var upphaflega ætlað?

Eru gleraugu misnotkun á upphaflegum tilgangi eyrnanna?

Er ekki aðaltillgangur munnholsins að taka inn næringu, tyggja og kyngja? Var það móðgun við sköpunarverkið þegar mannskepnan tók upð á því að nota munninn til þess að tala?

Höfðu ekki tærnar einhverju sinni bæði tilgang og hlutverk? Er vanræksla nútímamanna á þeim að einhverju leyti pervers?

Er inntaka endaþarmsstíla óæskileg? Það hlýtur að vera ef bannað er að nota opið til annars en að hleypa úr saur og gasi.

Ég held að líffrærin okkar séu eins og þau eru af því að þau hafa þróast þannig og gersamlega fráleitt að Drottinn eða Jesús eða Allah eða nokkurt annað það fífl sem menn hafa að ímynduðum vinum hafi gefið út einhver users manual þar að lútandi með boðum og bönnum.

Ef hægt er að nota líffæri í eitthvað nytsamt eða skemmtilegt - nú þá gera menn það. Láta jafnvel taka sig í anum.

7/12/08 10:02

dordingull

Þekki eitt sinn til hunds sem pottþétt kynvilltur. Það var ekki sjón að sjá greyið. Yfirleitt blóðugur á trýni og fési, rifin og tættur. Ástæðunni varð ég svo vitni að er hann reyndi ekki einungis að ríða öðrum hundum í rassgatið heldur hreinlega að nauðga þeim. Þegar þeim dugði ekki að glefsa hann af sér, snerust þeir grimmilega til varnar.Það sem er þó merkilegast við þetta er að hundhominn var túaður. Í hvert sinn sem hann sá teppi lagðist hann á framfæturna og setti rassinn uppí loft, en virtist rugglaður í áttunum því alltaf sneri rassinn í átt að Mekka. Kannski var hann bara að vonast til að Múbbi, sem áreiðanlega var sódó tæki sig í anum.

7/12/08 13:00

Grýta

Sösss...... dóni ertu hlewagstiR

7/12/08 19:00

Sundlaugur Vatne

Orð í tíma töluð, kæri Hlégestur. Það er ákveðinn "klassi" yfir því að sletta latínu. Menn skulu þó gæta þess að gera það rétt en sleppa því ella.
Ég frábið mér svo að hér sé vegið að vinum mínum Jesúm og Jahveh og þeir kallaðir fífl og ímyndanir. Slíkt líkar mér ekki og fer fram á að skrjáritari að biðji þá afsökunar og riti um þá af meiri virðinugu í framtíðinni

7/12/08 20:01

hlewagastiR

Sundlaugur: Þú ættir að segja „vinum mínum Jesú og Jahveh“ (m-ið er þolfallsending). Annars held ég að þú verðir bara að þola það að menn geri dár að þessum vinum þínum. Rjúpan er besti vinur minn og þó leyfa menn sér að skjóta hana, þessa elsku - og er hún þó óumdeilanlega raunveruleg en ekki hugarfóstur fornmanna.

8/12/08 20:00

Rattati

Hm.... mig grunar reyndar að þetta orðatiltæki "að vera tekinn í analinn" sé tekið úr engilsaxnesku samhengi frekar en latnesku (þó svo engilsaxneska orðið sé komið úr látínu, (ó)náttúrulega).
Hinsvegar lagar það ekkert....

1/11/21 04:01

Sundlaugur Vatne

Rómverji gekk inn á bar og bað um martinus.
"Þú átt við martini, er það ekki?" spurði barþjónninn.
"Nei," svaraði Rómverjinn. "Ég ætla bara að fá einn."

hlewagastiR:
  • Fæðing hér: 2/11/03 22:29
  • Síðast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684