— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/03
Bæn foreldris.

Gefðu að blessuð börnin öll
bráðum fái kennslu aftur.
Svo heyrist glaðvær hlátrasköll
og hlotnist skólum líf og kraftur.

Gefðu að kaupið kennarans
komist strax í skorður réttar.
Svo að verði virðing hans
viðunandi og farir sléttar.

Gefðu að verði vinnufriður
verkfall aldrei framar háð.
Svo megi ríkja mannasiður
á menntabraut í lengd og bráð.

AMEN.

   (8 af 8)  
1/11/03 01:00

Haraldur Austmann

Segir allt...

1/11/03 01:00

Barbapabbi

Jasko! gott er kvæðið atarna.

1/11/03 01:00

B. Ewing

Frekar snautleg ambaga hjá mér, verð ég að viðurkenna.

Viku endist verkfallshléið,
vonin bregst oss öllum aftur.
Ekki gengur kaffistreðið,
verkfallsbörnin ganga aftur.

1/11/03 01:00

Vímus

Hvað segir maður annað en " AMEN"

1/11/03 01:01

Vamban

Alveg ágætt bara.

1/11/03 01:01

Nafni

Glæsilegt...........

1/11/03 01:01

voff

Ég held þau hafi bara gott að læra í lífsins skóla. Það gerir þeim bara gott að þurfa að bera sjálf ábyrgð á eigin lærdómi og eigin framtíð. Þegar maður kemur í framhaldsskóla, að ég tali nú ekki um háskóla, þá þýðir ekkert að hugsa sem svo: "Ja, kennarinn setti okkur ekkert fyrir og þá þurfum við ekkert að læra heima". Það ná ekki margir 1. árs prófum í læknisfræði í H.Í. með því að leika sér í Playstation 2 alla daga og lesa svo bara kvöldið fyrir próf.

Því er minn boðskapur þessi:

Gefðu að blessuð börnin
bíti hvorki né slá.
Gefðu að verkfallsvörnin
verði með orf og ljá.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.