— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/04
Fréttablaðspakk

Ógeðslegir bakþankar alltaf hreint.

http://frett.is/ExternalData/pdf/fbl/050123.pdf

Ef þið kíkið á þennan hlekk hér að ofan og farið neðst, sjáið þið bakþanka Þorbjargar nokkurrar.
Ótrúlegt hvernig þessi manneskja hugsar. MR tapar í annað skiptið í Gettu betur og þá er heimurinn að umturnast og Borgó að sigra hann.
MR-ingar hafa aldrei litið svo á að ágæti skólans felist í sigrum hans í Gettu Betur, heldur hverskonar mannskjum hann elur af sér! Auðvitað urðu MR-ingar alltof sjálfsöruggir í Gettu Betur og sást það glögglega á þeim fáu sem létu sjá sig á þessum keppnum. Við vorum orðin leið á þessari keppni, alltaf sama súrkálið. Ég segi ekki að við MR-ingar höfum ekki orðið frústreraðir þegar við töpuðum, heldur er þetta aftur orðið spennandi og skemmtilegt núna.
Það fer reyndar alveg afskaplega í taugarnar á mér þegar fólk minnist á einhverskonar snobb í kringum MR. Flestir þeir sem halda þessu fram hafa aldrei komið á lóð MR eða heyrt nokkuð svoleiðis frá MR-ingum, heldur álykta bara að MR-ingar segi svona vegna sigra þeirra í Gettu Betur.
Afhverju er Borgó orðinn einhverskonar hetjuskóli núna? Vegna þess að hann vann MR í Gettu Betur? En afhverju vann þá Verzló Borgó? Afhverju er Verzló ekki hetjuskólinn?
Þessi kona þarna, hún Þorbjörg, er greinilega gamall Borglingur sem hefur orðið vitni að Borgó tapa aftur og aftur og aftur fyrir MR og út frá því ályktað að MR-ingar vaði tvær mannhæðir af snobbi á hverjum degi. Svo vinnur Borgó MR og hún gersamlega deyr úr sjálfsánægju, auglýsir sína eigin endalausu sálarfróun í blaðinu og tilkynnir það hversu ótrúlega, óóóóótrúlega mikill rebel hún er. Hún var sko í Borgó. Borgó sem vann MR í Gettu Betur og er því að taka við sem besti skóli landsins og táknmynd stefnubreytingu lands og þjóðar.

Guð minn góður, vilji þeir sem hugsa svona gjöra svo vel að þroskast!?

   (5 af 58)  
2/12/04 00:01

Limbri

Gamall Borglingur ? Hvað er Borgarholtsskóli gamall ? Vertu ekki svona neikvæður, "bakþankar" eru ekki fréttir heldur skoðanir, þetta eru eiginlega blogg blaðamans.
Auðvitað er bjánalegt að mæra sitt lið í dagblaði en fólk lítur upp til MR, það er vissulega merkilegt að leggja þá. En ég held ekki að nokkur maður haldi að Borgarholtsskóli sé að fara að taka við sem besti skóli landsins.

ÁFRAM MR.

-

2/12/04 00:01

Mikill Hákon

Þegar ég tala um gamall Borglingur er ég að meina að hún hafi væntanlega verið í Borgó og sé útskrifuð.
Svo skrifaði ég þennan pistil með það í huga að þetta væru "Bakþankar" en ekki frétt. Þetta er engu að síður óúthugsað, barnalegt þvaður að mínu mati.

2/12/04 00:01

Nafni

Þú átt bara vera ánægður með þessa kjaftaþv ælu í kellingunni og halda kúlinu, það hlaut að koma að þessu.

2/12/04 00:01

Nornin

MR-ingar eru VÍST snobbaðir. Ég þekki ófáa og get sagt þetta með góðri sannfæringu. Það er ekki þar með sagt að það sé slæmt. Menntasnobb þarf ekki að vera af hinu illa, elsku Hákon.

En það er gaman að Borgó hafi unnið MR. Vegna þess að endalaus sigurganga eins skóla er bara leiðinleg.
Eftir margra ára sigurgöngu MA, hérna fyrir margt löngu, var gaman að sjá aðra fá hljóðnemann í hendurnar. Ég segi þetta en er samt að norðan og ætti þar með að halda með mínum mönnum!
Ég vil persónulega frekar sjá "litla" skóla vinna, því þeir fá oft ómaklega útreið í samanburði við "stóru" nöfnin eins og MA, MR og Verzló. Það er gaman fyrir þá að vera góðir á einhverju sviði því það er mjög oft talað um mismunandi gæði náms í skólum og koma skólar eins og VMA, FE, Borgó, FB og jafn vel FÁ alltaf verr út en þessir gömlu, grónu skólar.

En ég held líka alltaf með minni máttar...

2/12/04 00:01

Hexia de Trix

Elsku Hákon, ekki vera svona uppstökkur kæri vin.
Ég get hvergi lesið út úr þessu að manneskjan hafi verið í Borgó. Ég les þetta líka meira sem ádeilu á almennar skoðanir í samfélaginu en ekki endilega beinharðar skoðanir höfundarins. Er ég kannski að lesa of mikið á milli línanna???
En eins og ég segi, ég efast um að höfundurinn hafi verið í Borgó, þetta gæti þess vegna allt eins hafa verið skrifað af mér, gömlum MH-ingi... Svei mér alla daga, ef félagsritið þitt er bara ekki besta dæmið um hörundsæri MR-inga... Nei í alvöru Hákon minn, við skulum elska friðinn og strjúka kviðinn, burt með þennan ríg.

2/12/04 00:01

Steinríkur

Ég sé ekki að verið sé að upphefja Borgó heldur les ég út úr þessu að Þorbjörg sé löngu búin að viðurkenna yfirburði MR-inga, á þessu sviði sem öðrum.
Fyrst það gildir ekki lengur hlýtur eitthvað mikið að vera í gangi - þjóðfélagið að breytast og allt það...

2/12/04 00:02

Mikill Hákon

Hexia, ég skil ekki hvernig þú sérð hörundsæri út úr þessu. Það eina sem fer í taugarnar á mér er að þegar Borgó vinnur (loksins) MR, þá þruma allir fingrum sínum að næsta MR-ingi og segja honum að "núna geti hann sko hætt þessu menntasnobbi" þegar það var ekkert fyrir. Hún setur MR líka í flokk með gömlum gildum, komin langt fram yfir síðasta söludag einungis vegna þess að Borgó náði að sigra MR-inga.

Er fólk ekki að bregðast aðeins of harkalega við?

2/12/04 00:02

Limbri

Ég held ekki. Ég held að MR sé ennþá lang besta menntastofnun á framhaldsskólastigi (ég gekk ekki í MR) og því er mikill áfangi að sigra þá.

Varðandi snobbið þá held ég að menn séu svolítið að horfa yfir gleraugun ef þeir þykjast ekki kannast við að mjög margir sem ganga í MR líta oft á tíðum stórt á sig í samanburði við margar aðra (t.d. þá sem ganga í Iðnskólann).

LIFI MR.

-

2/12/04 00:02

Jóakim Aðalönd

Sammála Limbra. Ég gekk ekki í MR, en það er og var samt bezti framhaldsskóli landsins, eftir því sem ég bezt veit. Með eða án snobbs.

2/12/04 01:00

kolfinnur Kvaran

Hver þykir sinn fífill fagur

2/12/04 01:00

Ívar Sívertsen

Ég er ekki sammála því að MR „sé“ besti skóli landsins. Hann er bara gamalgróinn og það sækja margir námshestar utan hverfis í hann hefðarinnar vegna. Ég er líka algerlega ósammála Hákoni um að fólk sé að þruma þetta bara af því að MR tapaði. Fólk er að þruma þetta af því að það er gaman að sjá að einn allra yngsti skóli landsins skuli vera kominn með jafn gott lið og raun ber vitni. Ég fletti upp í morgunblöðum frá því fyrir nokkrum árum og staðfesti grun minn um að Örvar Gröndal nokkur hefði skrifað grein sem lagði til að MR yrði vikið úr keppni sökum yfirburða sinna. Það taldi ég alltaf rangt og ósanngjarnt en við þessi skrif Örvars lagðist MR á hvolf og fór að rífast og skammast. Ég bar þetta undir vin minn sem eitt sinn var í MR og fylgist með vef Framtíðarinnar og sagði hann mér að vefurinn hefði snúist um þetta all lengi. Seinna kom á daginn að þessi Örvar var víst ekki til og MR-ingar drulluðu eftirminnilega í skóna sína með því að æsa sig yfir einhverjum fábjána sem var augljóslega að reyna að kveikja bál! Þessir bakþankar í Fréttablaðinu eru mjög skemmtilegir og byggja á sagnfræðilegum heimildum. Davíð Oddson, Steingrímur Hermannsson, Vigdís Finnbogadóttir og líklega Steinunn Valdís borgarstýra gengu öll í MR og sjáum hvar þau eru í dag, núverandi eða fyrrverandi leiðtogar á landinu. Hún Þorbjörg var líka að velta því upp á svolítið íronískum og jafnframt gamansömum nótum að kannski hafi Borgó tekið við sem leiðtogaskólinn. Það sem Hákon var að gera núna er nákvæmlega það sama og gerðist hér um árið þegar Örvar Gröndal skrifaði grein sína, gera óþarfa mál úr eilitlum vangaveltum. Hákon, ég gekk í MH og Iðnskólann. Mér er hlýrra til MH en ég brjálast ekki ef MH tapar í gettu betur eða öðrum bezzerwizzerasportum.

Limbri: greindi ég það að þú værir að tala um Iðnskólann í niðrandi merkingu með því að tala um að iðnskólanemar líta ekki stórt á sig? Ég ætla rétt að vona ekki. Sem dæmi má nefna –til glöggvunar og til að koma í veg fyrir Iðnskólafordómana sem viðgengist hafa allt of lengi– að sveinspróf í iðngreinum er mikið hærra skrifuð utan Íslands heldur en stúdentsprófið. Það hefur hins vegar alltaf verið viðtekinn hugsunarháttur hérlendis að Iðnskólinn sé annars flokks skóli. Frekari umfjöllun um þetta bíður fjelaxrits.

2/12/04 01:01

Lómagnúpur

En spennandi spjall.

2/12/04 01:01

Limbri

Ívar : Margir góðir vinir mínir hafa farið í Iðnskólan, systir mín einnig. Ég sjálfur geng í Tækniháskóla núna. Það að þú teljir að ég líti niður á iðnmentun tek ég inn á mig og sárna. Ég var aftur á móti að segja að ég hafi þá skoðun að vissir MR-ingar líti niður á Iðnskólafólk. Ég sagði ekki að sjálfsálit MR-inga væri sterkara en þeirra í Iðnskólanum. Ég sagði að það beindist að vissu leiti í að gera lítið úr öðrum í stað þess að líta stórt á sjálfan sig. Á meðan t.d. Iðnskólafólk reynir frekar að bæta sjálfa sig í stað þess að "ráðast" að öðrum.

Ef þessar útskýringar eru nógu skýrar kemur félagsrit bráðlega.

-

2/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

Eins og kom fram Limbri þá var þetta einungis spurning en ekki fullyrðing og því tel ég útskýringu þína fullnægjandi. En álit fólks á Iðnskólanum er ennþá á þennan veg, því miður!

2/12/04 01:01

Hexia de Trix

Hákon, vorum við örugglega að lesa sömu grein? *klórar sér í höfðinu* Ég sá allavega engan fingur sem var þrumað að MR-ingum, og enn síður að þeim væri sagt að hætta einhverju menntasnobbi. *klórar sér enn meira...*

2/12/04 01:02

Mikill Hákon

Nei, punkturinn er sá að MR-ingar eru alls ekki eins sárir og margir halda. Hinsvegar virðast margir halda það og hún Þorbjörg virðist reyna að velta sér upp úr því.

2/12/04 02:01

Nafni

Það að MR-ingar eru sárir yfir því að aðrir haldi þá sára bendir til þess að þeir (MR-ingar) séu sárir án þess að vita það.

2/12/04 02:01

Mikill Hákon

hmm... Góður punktur.

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.