— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 10/12/03
Hibb, hibb, húrra fyrir Gumma og Sólbaki

Ritdómur um dagbókarfærsluna, Er Gummi vinalausi að gera allt vitlaust?

Láttu ekki svona hundingi, hugsaðu um þjóðarhag. Þessum "fyrir hundrað árum úreltu" hlutakiptasamningum sjómanna sem komið hafa í veg fyrir að hægt sé að fækka í áhöfn þannig að allir njóti arðsins af því; sjómenn, útvegsmenn og þjóðarbúið, verður að breyta. Hvaða akkur er í því að hafa 14 kalla glápandi á vídeó og gerfihnattasjónvarp í 20 tíma á sólarhring á veiðiskap sem frændur okkar færeyingar þurfa bara 9-10. Hvaða vitglóra er síðan í því að skipstjórar séu með 3 - 3,5 hluti.
Nei vonandi verður þetta sem Guðmundur Brimari og áhöfnin á Sólbak er að gera til þess að breytingar verða á þessu steinrunna fyrirbæri.

   (30 af 30)  
4/12/07 13:01

Billi bilaði

Af hverju hefur enginn skrifað hér?

1/11/07 04:01

Geimveran

Nákvæmlega, þetta er óskiljanlegt.

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.