— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Endalokin að nálgast?

Margt býr í þokunni.....

Eru þau að nálgast hér á Lútnum? Hér eiga alskyns jarðhræringar og aðrir yfirskilvitlegir atburðir sér stað. Ástandið er þannig að ég óttast að þetta sé það síðasta sem ég næ að festa á ,,blað" fyrir hugsanlega eftirlifendur.
Loft er lævi blandað og virðist sem amk sjö sólir séu á lofti. Fnykur er mikill í lofti og alskyns vábeiður, illfygli og fylgur af öllu tagi fara hér ljósum logum. Það gneistar af skjánum og og gufu leggur frá tölvunni. Þá er lyklaborðið farið að rita á eigin spýtur skilaboð að handan og eru þau ekki öll skemmtileg.
Það hefur nú skeð í tvígang að mér hefur verið varpað út af Lútnum en nafn mitt þó haldið áfram að vera á listanum yfir Innipúka. Af minni sérræktuðu þrákelkni hef ég innritað mig aftur og virðist nú ætla að tolla inni einhverja stund. Þá hafa þau undur orðið að ef ég hef þrýst músarbendlinum á ,,HVAÐ ER NÝTT" þá hefur ekki ein færsla komið upp né heldur möguleikinn að lengja tímabilið sem telst ,,nýtt". Hinsvegar þegar ég beitti músinni með sama hætti á valkostinn ,,innlegg yðar" þá komu upp þeir þræðir sem með réttu hefðu átt að birtast við hina fyrri aðgerðina. Nú er spurningin, er þetta einangrað vandamál hér í minni handsnúnu PC-vél eða er þessi riðuveiki upprunnin í höfuðstöðvum samsteypunnar og þá útbreidd um allan hinn Bagglútíska heim?
Og hvað er til ráða?

   (9 af 30)  
9/12/06 18:01

Regína

Reyndar er "innlegg yðar" hnappurinn þannig að það kemur upp það nýjasta af öllum þráðum sem þú hefur einhvern tíma skrifað á. Innleggin þín finnurðu með því að smella á sjálfan þig, og velja "finna öll innlegg".

9/12/06 18:01

Offari

Mér hefur aldrei verið hent út eina leiðin til að sleppa héðan er að fara sjálfur í fýlu en mér gengur bara svo hræðilega illa að tolla í ólyktinni. Ég hef hinnsvegar ekki orðið var við þessi einkenni hjá mér eða í minni tölvu þannig að líklega eru vandræðin hjá þér innanhúsvandamál hjá þér.

9/12/06 18:01

Anna Panna

Ég lenti stundum í þessu síðasta vetur og þurfti þá bara að muna að eyða kökum áður en ég skráði mig inn. Ég hef samt ekki lent í þessu núna, kannski hefur tæknilega vandamálið smitast yfir í þína tölvu!
Það skal tekið fram að ég nota Eldrefs-vafra.

9/12/06 18:01

Golíat

Nei Regína, þarna birtust þræðir hvar ég hef aldrei stigið niður fæti á hvað þá skilið eftir mig misógáfulegar athugasemdir.

9/12/06 18:01

Skabbi skrumari

Ég hef einnig tekið eftir Skabbadraug eftir að ég hef formlega farið fram á útför...

9/12/06 18:01

B. Ewing

Í gær gerði Nornin mín misheppnaða tilraun til að skrá sjálfa sig inn á minni ferðarökreiknivél. Hinsvegar gáði ég nokkru síðar að nýjustu tíðindum í eina sannleiksmiðli veraldar og þegar ég sneri af lendum þeim, þá sást mín ektafrú í speglinum en eigi ég sjálfur.

Brá oss verulega en eftir að hafa faið fram á formlega útför birtumst vér aftur í réttri mynd.

Þarna varð einhvers konar yfirskilvitleg, kosmísk og parapsycholoísk vera á ferðinni því nornin var með þessu orðin tvöföld í heimi hér.

9/12/06 18:01

Texi Everto

Við útför er baggalutur.is dúsunni eytt en www.baggalutur.is dúsan lifir. Og öfugt. Kemur ekki fyrir mig, ég er með makka. Allir hestar eru meða makka. Og fax. Jíhaaaa.

9/12/06 18:01

Regína

Jæja þá.
Ég man eftir að hafa séð mig innskráða þegar ég var útskráð í fyrra, en það var aldrei neitt vandamál. Ég var horfin næst þegar ég opnaði eldrefinn og gat vandræðalaust innskráð mig.

9/12/06 18:01

Jóakim Aðalönd

Ég hef nú aldrei þurft að éta kökurnar hingað til.

9/12/06 18:01

Tigra

Hahaha... Bjúing á þetta að vera "Nornin mín misheppnaða - tilraun" Eða "Nornin mín - misheppnaða tilraun" ?

9/12/06 18:02

Tina St.Sebastian

[Engist af hlátri yfir innleggi Tigru]

9/12/06 20:02

B. Ewing

[Rækir sig og brýnir raustina] "Nornin mín - misheppnaða tilraun" [Sækir límrúlluna og nálgast Tigru með "snyrtingu" í huga]

9/12/06 20:02

Tigra

[Flýr af vettvangi]

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.