— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Játningar misindismanns

Afsökunarbeiðni - send Haraldi Austmann 14.02.05.<br /> Aðeins felld út orð á nokkrum stöðum sem vísuðu í persónur okkar í ketkeimum.

Ágætu Bagglýtingar
Það er dagur syndaaflausnar, hvort sem menn fá fyrirgefningu eður ei.
Í framhaldi af félagsriti Haraldar Austmanns sendi ég honum eftirfarandi einkapóst. Svo virðist að athugasemd sem ég setti inn á þráð hér hafi ásamt einkapósti frá Ívari hafa orðið til þess að hrekja Harald héðan. Ég vil taka það skýrt fram að ég reikna með að hann einn hafi skilið umrædda athugasemd og að hún var algerlega laus við illkvittni eða að vera að öðru leyti illa meint.

Sæll Haraldur
Mig langar að biðja þig formlega afsökunar á því frumhlaupi mínu og dómgreindarskorti að setja inn á Gestapó tilvísun þá sem þú vísar til í félagsriti þínu. Mér er ekki ljóst hvers vegna í ósöpunum ég gerði það, en sé nú sárt eftir því enda vil ég ekki standa í illindum eða særa fólk sem ekkert hefur til þess unnið.
Svo ég reki það hvernig ég tel mig hafa komist að "ætterni" Haraldar Austmanns, þá er fyrst til þess að taka að ég er maður ákaflega forvitinn og eftir að ég fór að gera mig heimakominn á Baggalút, vakti persóna Austmanns og þá mannssins á bak við hann, umrædda forvitni, langt umfram aðra þar.
Þannig er að ég er innfæddur Austfirðingur, gekk hér í menntaskóla, hef búið og/eða unnið á ........., samtals 8 þéttbýliskjörnum hér austan lands. Ég tel mig þekkja mjög stóran hluta Austfirðinga og fékk fljótlega þá flugu í höfuðið að meiri líkur væru fyrir því en minni að H Austmann væri í kunningjahópi mínum í kjötheimum. Í haust lét ég mig hafa það þegar ég var staddur í bænum að kíkja á "hitting" sem haldinn var á Grand Rock. Þar mættu líkast til milli 20 og 30 Bagglýtingar og var samkoman ágæt. Mér kom frekar á óvart að kannast þar ekki við nokkurn mann, en hefði etv þekkt einhvern ef yngri kynslóðin hefði komið í fylgd foreldra sinna. Þarna rabbaði ég við ýmsa góða og gegna Bagglýtinga og þar á meðal einhverja sem verið höfðu á fyrri hittingum. Að sjálfsögðu spjölluðum við um fjarstödd fyrirmenni og spurði ég einn ráðsettan um Austfjarðagoðann H Austmann og sagðist sá halda að í kjötheimum væri hann .....(starfsheiti).
Það laukst síðan allt í einu upp fyrir mér ....... að hann hefði örugglega rétt fyrir sér, tengingin væri ........ . Það var alls ekki meining mín að "afhjúpa" Harald eða reiknaði ég með því að nokkur nema þú, (ef tilgátan væri rétt) myndir skilja athugasemdina.
Ég held að Hlewgastr hafi í raun hitt naglann á höfuðið varðandi þetta stórmerkilega samfélag sem þróaðist á Gestapó að hittingar í kjötheimum myndu ríða því að fullu. Í það minnsta hefur sígið hratt á ógæfuhliðana þar.
Ég vil að endingu biðjast afsökunar aftur og þakka þér afar skemmtileg samskipti og huggulega viðkynningu á Lútnum. Það þarf vitanlega ekki að segja þér að þín verður sárt saknað á Baggalút, enda hefurðu verið einn alskemmtilegasti penninn þar.
Sjálfur hef ég dregið mjög úr heimsóknum þangað upp á síðkastið enda hún Snorrabúð stekkur.
Með kveðju,
Golíat
alias ............

Frá mínum bæjardyrum var þetta spurningin um hvort menn vildu þekkjast innan þessa hóps eða ekki og ég hafði vitneskju um að Haraldur hafði mætti á hittinga Bagglýtinga og þannig gefið það til kynna að hann tæki það ekki alvarlega þó einhver okkar þekkti hann út ketheimum. Ég hafði hins vegar enga hugmynd um póst Ívars og tek fram að við Ívar höfum aldrei rætt þetta mál eða önnur viðkomandi persónum á bak við alteregóin hér.

Að endingu kveð ég ykkur kæru Bagglýtingar og bið ykkur afsökunar á því að hafa með vanhugsuðum athöfnum orðið til að hrekja einn okkar besta félaga héðan.
Með von um að andinn hér nái fyrri hæðum sem fyrst.
Golíat

   (12 af 30)  
2/12/04 15:01

Tigra

Ég vona að þetta þurfi ekki að vera stórmál.. þetta var augljóslega ekki gert í neinni illkvittni sýnist mér.
Ég veit lítið um þetta mál og ætla því sem minnst að skipta mér af því, en ég tel nú að þið Ívar séuð engin glæpamenni þó svo þið hafið verið að gantast sem Haraldur hefur augljóslega ekki tekið sem gríni

2/12/04 15:01

Texi Everto

Ekki þú líka Golíat!

2/12/04 15:01

feministi

Fyrir þetta félagsrit átt þú skilið a.m.k. 5 stjörnur og kassa af ákavíti.

2/12/04 15:01

Nornin

Þetta var vel sagt og stórmannlegt af þér að koma fram. Minni maður hefði ekki gert það.

2/12/04 15:02

Skabbi skrumari

Já, ég hef allavega fyrirgefið þér elsku Golíat minn... allir verða á smávegileg mistök... Skál

2/12/04 16:00

hlewagastiR

Golíat. Líttu nú á hversu alvarlegar afleiðingar af þessu væmnisvæli þínu eru orðnar. Kallskrattinn er kominn aftur. Ekki var það nú til bóta.

2/12/04 16:01

Skabbi skrumari

Nú ert þú kominn aftur Gimlé út af þessu félagsriti... [undrandi]

2/12/04 16:01

Smábaggi

Vesen er í ykkur. Vitið þið ekki að það er ljótt að hvísla leyndarmálum fyrir framan aðra? Hver er Austmann? [Fær verk af forvitni]

2/12/04 16:01

Nafni

Þið eruð snillingar!

2/12/04 16:01

hlewagastiR

[tekur bakföll og grenjar af hlátri yfir gamanmálum Skabba] A-ha-ha-ha æ æ æ, já, Skabbi, þú ert óborganlegur. Ha ha ha ha ha. Ég á ekki orð. Held ég fái mér ákavíti.

2/12/04 16:02

Skabbi skrumari

Ha ha ha ha... [hlær með]

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.