— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/03
Hertu upp hugann Haraldur

Það þýðir ekkert að að vera alltaf að kvarta.

Íslenskt veður fyrir Íslendinga (og nýbúa). Snjór og slabb. Ágætt. Það sem drepur okkur ekki herðir okkur. Og þú Haraldur ættir að reyna að herða þig upp.
Sting upp á einhverju af eftirfarandi, en margt fleira kemur til greina:

1. Ráddu þig á óyfirbyggðan bát á netavertíð í vetur.
2. Fáðu þér útivinnu upp við Kárahnjúka.
3. Gakktu í Útivist og reyndu að komast í hópinn sem sækir hægðapokana upp á Fimmvörðuháls á veturna.
4. Athugaðu með vitavarðastarfið á Galtarvita.
5. Byggðu upp í Lokinhamradal aftur, síðasti ábúandinn hætti þar búskap á dögunum.
6. Ef ekkert af þessu höfðar til þín ættirðu amk að geta farið að stunda sjósund og Mullersæfingar í flæðarmálinu.

Mundu orð Þorsteins Jökuls;
Upp skal á kjöl klífa
köld er sjávardrífa
osfrv

Gangi þér vel

nb öllum er heimilt að nýta sér þessi heilræði þó þeim sé beint sérstaklega til Haraldar vegna aums sálarástands hans.

   (23 af 30)  
31/10/03 19:01

voff

Áttu við H.Ö.Ó. a.k.a. "Pólfarinn"?

31/10/03 19:01

Júlía

Var það ekki Þórir jökull sem svo orti?

Upp skalt á kjöl klífa,
köld er sævar drífa ;
kostaðu hug þinn herða,
hér skaltu lífit verða ;
skafl beygjattu skalli,
þótt skúr á þik falli ;
ást hafðir þú meyja ;
eitt sinn skal hverr deyja.

31/10/03 19:01

Golíat

HárréttJúlía, og neyddist til að nota hana deyjandi á sóttarsæng. Biðst velvirðingar á að hafa farið rangt meður nafnið.

31/10/03 19:01

Haraldur Austmann

Hef prufað liði 1 og 6. Athuga með hina.

31/10/03 19:01

Jóakim Aðalönd

Þórir Jökull var Steinfinnsson. (Bara til að það sé á hreinu.)

31/10/03 19:01

Golíat

Þakka þér, Aðalönd. Þetta er vissulega hagnýt vitneskja sem ég bjó ekki yfir. Verð greinilega að rifja betur upp menntaskóla pensúmið fyrir 25 ára stúdentsafmælið.

31/10/03 19:01

Golíat

Voffi fyrirgefðu, en ég var fyrst nú að átta mig á hvað þú meinar með spurningu þinni. Nei, ég ávarpaði Austmann, sem var djúpt sokkinn í skammdegisþunglyndi en er nú staddur á öldutoppi bjartsýninnar og jákvæðninnar og farinn að yrkja vorvísur. Veit sjálfur ekki hvort ég get eignað mér brot af batanum en vona það innilega.

31/10/03 19:01

Haraldur Austmann

Jú, þú mátt eigna þér hann. Ég spurðist fyrir um vitavarðarstarfið á Galtarvita og mér var sagt að það væri ekki laust. Það gladdi mig mikið.

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.