— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 4/12/07
fólk

ég vil geta breytt fólki
ég vildi að það hætti að keppast
að það hægði á
væri laust við reiði - án gremju
ég vildi að fólk gæti elskað sig skilyrðislaust
að því þætti jafn vænt um annarra framgang og því þykir um sinn
að því væri hreinlega og algerlega ómögulegt að skaða aðra
að það kæmi fram við hvort annað af virðingu, auðmýkt og einlægni
að fólk ætti sig ekki sjálft, heldur einungis alla aðra
án kvíða og ótta
án vangaveltna um rétt og rangt
án ásakana
án blygðunar og án dóma
engin biturð
engin brot
aldrei sorg
óflekkuð ást
engin samviska -
ég óska þess að fólk væri hlæjandi innantómar plastskeljar,
sykurhúðaðar og með óendanlega ábyrgð
ilmandi með glimmeraugu og "push here" takka
til að fá stafrænan gleðihlátur
laust við kaldhæðni
laust við tvíræðni
án neikvæðni og niðurrifs
án hræsni, án tvískinnungs
hvergi undirförult, falskt eða grunnhyggið
aldrei svik eða skammir
engin öfund eða andúð, ekkert hatur eða óbeit
án hæðni án baktals
án hjartasorgar
án sorgar
- án hjarta
ég vildi óska að fólk væri fífl
hamingjusöm andskotans hjartalaus fífl sem vita ekki glóru
samviskulausir aumingjar sem eru bara glöð og góð við hvort annað því,
skinnin mín, þau vita ekki betur
---
en ég fæ engu breytt, fólk veit allt of vel - að það vill ekki breytast

   (7 af 24)  
1/12/07 17:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mjög gott.

Gagnmerkur sálmur, hvernig sem á málin er litið.

1/12/07 17:00

Rattati

Mjög flott.

1/12/07 17:00

Skabbi skrumari

Já há... flott atarna... Skál

1/12/07 17:01

Álfelgur

Þettta er flott!

1/12/07 17:01

blóðugt

Jahá. Merkilegt.

1/12/07 17:01

Regína

Mikil speki. En ég er ekki sammála höfundi, ég vil ekkert breyta fólki.

1/12/07 17:01

Garbo

Imagine....

1/12/07 17:02

Útvarpsstjóri

Það er nebbblega það.

1/12/07 18:00

Kondensatorinn

Jamm

1/12/07 18:01

krossgata

Útópía.

1/12/07 18:01

Fíflagangur

Fólk er fífl

1/12/07 18:02

Billi bilaði

<Íhugar að fá sér hund>

1/12/07 20:00

Jóakim Aðalönd

Þetta félaxrit lítur út eins og manneskja, ef horft er vel.

Skál!

1/12/07 22:02

Steinríkur

Þetta er áhugavert í laginu.
Hvað ætli gerist ef maður tekur Fouriervörpun af þessu?

7/12/09 01:01

Texi Everto

Já, þetta félagsrit er eins og manneskja - Sideshow Bob!

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.