— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 4/12/05
Lengi lifi Gagnvarpið

Ég vil nota þennan pistil til að kynna fyrir ykkur orðið "Gagnvarp".
"Gagnvarp" er íslensk þýðing á latneska orðinu "Internet" sem um þessar mundir tröllríður íslensku máli.

Við allar tækninýjungar kemur visst tímabil þar sem vanhugsað erlent orð er notað í stað almennilegs íslensks orðs yfir viðkomandi hlut. Í stað útvarps var talað um radíó, í stað sjónvarps var talað um tíví og í stað hins byltingarkennda textavarps var talað um teletext. Nú loksins getum við hætt að tala um þetta svokallaða "Internet" og notast við hreinræktað íslenskt orð í staðinn. Hvurn fjandann á annars "Internet" að þýða, ég get skilið að menn tali um silungsnet og flugnanet, en "Internet" er ekkert annað en fjarstæða. Sannleikurinn er auðvitað sá að þetta er alls ekkert net heldur einungis víraflækja og á, af útlitinu að dæma, mun meira sameiginlegt með illa hekluðum borðdúk heldur en almennilegu neti. Sameinist mér því í fögnuði yfir að "Gagnvarpið" hafi loksins litið dagsins ljós.

Sumir vilja meina að orðið "Gagnvarp" muni aldrei ná vinsældum en því er ég ósammála. "Gagnvarp" hefur marga ótvíræða kosti.
► Rökrétt framhald orðanna póstvarp, útvarp, sjónvarp og textavarp.
► Um er að ræða Gögn sem er miðlað. => Gagnvarp
► Varpið er Gagnvirkt. => Gagnvarp
► Hægt er að hafa Gagn af því. => Gagnvarp
► Orðið "Gagnvarp" er einungis tvö atkvæði meðan "Internet" er þrjú atkvæði.
► Felur í sér sögnina að "Gagnvarpa" (s.gjöra kunnugt á "Gagnvarpinu" )sem leysir af hólmi þann leiða orðhnykil "að setja á internetið"

Það mun því ekki vera nema tímaspursmál hvenær "Gagnvarpið" mun verða alfarið ráðandi og einungis verstu hallærispokar munu hækjast við hið erlenda óyrði. Verið velkomin á "Gagnvarpið" vinir mínir! ‹Ljómar upp!›

   (14 af 24)  
4/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Áhugavert...

4/12/05 05:01

Offari

Gagnlegt!

4/12/05 05:01

Vamban

Getur maður þá opnað brávser, farið á netið og gúgglað "gagnvarp"?

4/12/05 05:01

feministi

Ég er að vinna við þróun á gagnvarpslausum.

4/12/05 05:01

Glúmur

Vamban, betra væri að kalla þetta bara að "kveikja á Gagnvarpinu" í sama skilningi og maður kveikir á útvarpinu, sjónvarpinu og textavarpinu. Sleppa öllu tali um brávser(vafra) og net.
Í stað þess að segjast hafa verið "að brávsa á internetinu" getur maður svo sagst hafa verið "að gagnvarpast" sem undirstrikar hina gagnvirku merkingu orðsins.

4/12/05 05:01

Skabbi skrumari

Baggalútsgagnvarpið er þá BGV samanber RÚV...

4/12/05 05:01

Vestfirðingur

Það er nú mest Entervarp á þessum síðum, og eins og allir vita er það gagnslaust.

4/12/05 05:01

Fuglinn

Þetta er skemmtilegt - ég er bara nokkuð jákvæður gagnvart gagnvarpi.

4/12/05 05:02

Útvarpsstjóri

Frábært orð, ég mun gera mitt besta til að stuðla að útbreiðslu þess.

4/12/05 05:02

albin

Nett

4/12/05 05:02

albin

Það er ekki hægt að segja að þetta sé þekkt orð, því ef að maður googlar orðið kemur það eingöngu fyrir sem mistritun á orðinu "gagnvart"

4/12/05 05:02

Vladimir Fuckov

Er þetta eitthvað skylt Andvarpi ?

4/12/05 05:02

Glúmur

Ef þú átt við stununa "Andvarp" þá má segja að "Gagnvarp" sé andstæða þess (sumsé gagnstæð upplifun). Sért þú hinsvegar að vísa í íþróttina þá eru tengslin óbein, enda vinsælt að fylgjast með andvarpi á Gagnvarpinu.

4/12/05 06:00

Heiðglyrnir

.
.
Gagnvarpið er gæða orð
gott á internetið
tillögu mitt takkaborð
telur eiga metið.
.

4/12/05 06:00

Jarmi

Ég samþykki þetta orð hérmeð. Farið um heiminn og breiðið fagnaðarerindið... já eða notið gagnvarpið bara.

4/12/05 06:00

Glúmur

Heyrði ég einhvern segja krossför? [Ljómar upp!]

4/12/05 06:01

Skabbi skrumari

Það er svo mikið meira hressandi að vafra um gagnvarpið heldur en að brávsa um internetið... Skál

4/12/05 06:01

Upprifinn

Húrra fyrir GAGNVARPINU.HÚRRA HÚRRAHÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA

4/12/05 06:02

Hakuchi

Þetta orð er mesta bylting í íslenskri tungu síðan Sigurður Nordal varpaði fram orðinu tölva.

Ég mælist til þess að Glúmur verði sæmdur stórriddarakrossi baggalútíska heimsveldisins.

4/12/05 07:01

blóðugt

Skál fyrir gagnvarpinu!

4/12/05 07:01

Mjákvikindi

Húrra fyrir Glúmi og gagnvarpinu.

4/12/05 07:02

krumpa

Flott orð - er ekki ,,netið" samt orðið of rótgróið í málinu? Sakar ekki að reyna samt...

4/12/05 02:02

Hakuchi

Við skulum öll taka að okkur að ganga með hárspreybrúsa og kveikjara og sprauta eldi framan í hvern þann sem dirfist að segja net í stað gagnvarps.

Þá nær þetta hylli á nótæm.

4/12/05 23:01

Rasspabbi

Ég legg frekar til að n.k. rannsóknarréttur verði stofnsettur til að hafa hendur í hári óþjóðalýðs og öðru hyski er ekki notar orðið gagnvarp heldur einhvurt tökuorð.

Hugsið ykkur bara. Fjölskyldan gæti komið saman á torgum bæja og séð villutrúamenn og -konur brennd á báli fyrir lélegan orðaforða. Og fengið sér rjómaís á meðan. [Ljómar upp]

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.