— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/03
Byltum félagsritum

Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur það orðið himinljóst að gera þarf byltingu í viðhorfi til félagsrita

Það er með harm í hug sem ég rita hér mitt þriðja félagsrit og fórna þar með tossa nafngift minni sem mér hefur lærst að líka svo ágætlega við.
Viðfangsefnið er alvarlegt og mörgum hugleikið, nefnilega verndun félagsritanna okkar.
Nú er svo komið að félagsritin eru orðin að nokkurs konar Almennu Spjalli hér á Gestapó, sumt fólk ritar þar, ekki til að miðla hugsunum sínum, heldur meira til að safna baunum og sjá sjálfan sig á forsíðu spjallsins. Virðast þannig sumir rita samviskusamlega ný félagsrit jafnóðum og ásjóna þeirra dettur út af listanum.
Margar hugleiðingar hafa verið uppi um hvernig mætti laga þetta en fyrir mér er lausnin augljós - það þarf auðvitað að gera byltingu.
Í stað þess að fá 3 baunir fyrir hvert félagsrit ættu menn að missa 3 baunir fyrir hvert félagsrit. Þannig verða félagsritin að gæðum sem menn eru eigi að spreða í að óþörfu. Baunasafnarar munu snarlega hverfa af listanum en heldri meðlimir með drjúga baunasjóði munu vart víla fyrir sér að sjá af 3 baunum til að koma mikilvægum skoðunum á framfæri.
Ég vona að ég tali ekki fyrir daufum eyrum og jafnframt að baunakæfumenn skrifi þetta innlegg ekki út af listanum áður en fólk fær tækifæri til að lesa það.
Látum félagsrit kosta baunir í stað þess að veita baunir

Glúmur Angan

   (22 af 24)  
1/11/03 04:01

hundinginn

Með þeirri einlægu von, að þér eigið ekki við mig Hundingjan, í sambandi við slöpp félagsrit. Þá lýsi ég mig fullkomlega sammála þessari snjöllu tillögu! Glúmur, þér eruð öldungis snjall náungi.

1/11/03 04:01

Limbri

Þetta er með betri hugmyndum sem komið hafa í langan tíma.

-

1/11/03 04:01

Glúmur

Þú þarft ekki að örvænta Hundingi ég minnist ekki slappra félagsrita frá þér. Reyndar eru þau slöppu sem betur fer líka óminnisstæð og því man ég sjaldnast frá hverjum þau koma en ég man t.d. eftir tann pistlinum þínum, enda var hann ágætur.

1/11/03 04:01

Vamban

Alveg ágætt.

1/11/03 04:01

Vímus

Þetta er með með því besta sem ég hef séð hér að undanförnu. Ærið tilefni til að fá mér 4 í munn og opna annan öllara. Skál!

1/11/03 04:01

Hilmar Harðjaxl

Þá er bara að sjá hvað ritstjórn finnst um þetta.

1/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Ég er hjartanlega sammála Glúmi... Skál

1/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Þetta er stórmerkileg hugmynd. Spurningin er hinsvegar hvort vandamálið sé baunagræðgi (er hugmynd Glúms myndi leysa), athyglissýki (að sjást á forsíðunni í Nýjum félagsritum) eða eitthvað annað.

1/11/03 04:01

Jóakim Aðalönd

Glúmur vinur minn: Mæl þú manna heilastur!

1/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Sjálfsagt er það að hluta til athyglissýki... einhverskonar sýnisþörf, sumum finnst betra að fá neikvæða athygli heldur en enga...

1/11/03 04:01

Golíat

Hugmyndin fær mitt atkvæði

1/11/03 04:01

Hildisþorsti

Flott

1/11/03 04:01

bauv

Mitt atkvæði.

1/11/03 04:01

Mikill Hákon

Ég hvet alla til þess að lesa nýjasta félagsrit mitt. Lagði afar mikla vinnu í það.

1/11/03 04:01

bauv

Já ég sá það.

1/11/03 04:02

Sprellikarlinn

Áfram ritstjórn, látið félagsrit kosta baunir!

1/11/03 04:02

Illi Apinn

fæ ég baunir fyrir þetta innlegg?

1/11/03 05:00

Galdrameistarinn

Þessu er greinilega beint til mín og því mótmæli ég allur.

1/11/03 05:00

Nafni

Endemis vitleysa! Þetta ljón bauvaða lið mun bara eflast í félagsritaskrifum sínum. Það gefur auga leið að "andhetjurnar" munu dæla inn drulluhnoði til þess eins að safna sem flestum mínus baunum og halda neðsta sætinu. Það sér hver öngvita maður að það er stjarnfræðilegt verkefni að komast í Top 5 en með mínus stigum opnast ný leið að "efsta sætinu".

1/11/03 05:01

krumpa

Æi - er á móti því að draga baunir frá - það yrði til þess að andhetjurnar (eins og Nafni segir) skrifuðu eins og brjálaðar - en þeir sem vit er í mundu hætta að skrifa - held það yrði slæmt fyrir félagsritin enda missir að góðum félagsritum. Væri ekki betra að sleppa baunagjöfinni bara - 0 baunir fyrir félagsrit ?

1/11/03 05:01

Coca Cola

neinei mér líst vel á þetta opnum bara annað spjallborð sem heitir andhetjur og þar gefur hvert innlegg 1000 mínusstig þá nenna þær ekki að hamast í félagsritunum

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.