— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 1/11/03
Áframhald frá síðast.

Hér held ég áfram þar sem að ég hætti síðast og mun ég fara í aðeins aðra hluti en samt tengda.

Ég lenti á spjalli við einn sómamann, mikið lærðann og vel gefinn. En samt sem áður með aðra skoðun á þessum hlut heldur en ég.

Mín skoðun.
Maðurinn er spendýr og þá sér móðirin um afkvæmið og eldur það á spena. Það eru hinsvegar til frávik frá þessari reglu í náttúrunni og þekkist hún meðal hópdýra. Að þar eru fóstrur þá er það þannig að þegar að mæður taka þátt í fæðuöflun að þá sér fóstran um ungviðið þangað til að hún kemur aftur. Stundum getur fóstran mjólkað og þá þarf hún ekki endilega að eiga afkvæmi sjálf.

Ef við tökum ljónin sem dæmi að þá hafa karldýrin sitt landsvæði og vernda það með kjafti og klóm frá öðrum karldýrum þetta gera þeir til að vernda veiðilendur sínar og fjölskyldu. Því ef að annað karlljón nær að hrekja hitt eða hin karlljónin í burtu að þá drepa þeir unganna.

Þannig í grunnþáttum fjallar þetta um öryggi heimilissins, verndun afkvæma og mataröflun.

Ég lét það í ljós að konan ætti samkvæmt þessum grunnþáttum að vera heima og sjá um afkvæmið. En auðvitað eiga bæði að taka þátt í velferð erfingjans. En ég fer ekkert af því að konan er stærri þáttur fyrir barninu en karlinn og ég fer ekkert ofan af því.

Hans skoðun (tekið með fyrirvara um hvort að ég muni þetta allt alveg rétt vegna þess að ég var búinn með sjö skammta af viskí)

Hann segir að foreldrar eigi jafnan þátt í uppeldi barnsins og þeir þyrftu bæði að vinna til að sjá fyrir barninu og með því að vinna að þá væru þau í raun að sjá um barnið og tryggja því eins bestan kost og það mögulega getur.

Mín skoðun
Fólk er að eltast við hluti sem ekki eru nauðsynlegir og barnið þurfi ekki á öllu þessu dóti að halda. Það væri í raun betra ef foreldrin gæti verið meira heimavið. Til að sjá um og vernda barnið því margar hætturnar leynast heimavið og leynast þær líka í hópamyndun. Sem barnið muni leita sjálfkrafa í vegna óöryggis. Takið eftir þetta þekkist líka úr náttúrunni. Öryggi innan fjöldans. En hinsvegar að þar oft úlfur í sauðagæru og gerist hættan oft innanfrá.

Þessu er hætt að sporna við ef foreldri eru heima. ÞEssi eltingarleikur við að afla barninu matar og að bæði foreldri þurfa að vinna er bara rugl. Mest af þessum peningum fara í drasl sem að barnið mun henda og nota lítið sem ekkert. Þetta er bara frestun á vandamáli.

Mín niðurstaða er foreldrar nenna ekki að sjá um börnin sín. Þegar að þau fela sig á bakvið að þau þurfi að gera þetta, er að oft eru þau bara að flýja heimilisaðstæður, forðast það að sjá um heimili og barn til að þau geti verið félagsverast einhverstaðar og í raun sama um barnið.

Auðvitað þurfa sumar fjölskyldur að vinna og vinna til í raun að geta haldið húsaskjóli og aflað matar. En oftast er þetta eltingarleikur foreldra við lúxuslífið. s.m.b.r. Smákóng.

   (8 af 50)  
1/11/03 04:01

Limbri

Þetta hljómar eins og hluti af rökræðum sem ég átti við mikla harðkjarna vinkonu mína. Hún byrjaði á því að ætla að lemja mig en endaði á því að snúast yfir á mín rök.
Móðir er það dýrmætasta sem barn getur átt!
En það getur verið voða hættulegt að ætla sér að rökræða þetta efni yfir netið vegna þess hve viðkvæmar taugar þetta getur snert.

En vel af sér vikið Frelsishetja, þú komst þessu býsna vel frá þér (miðað við hver og hvernig þú ert).

-

1/11/03 04:02

Frelsishetjan

Ekki vera að taka mark á þessu, ég er búinn að vera fárveikur undanfarið.

1/11/03 04:02

Sprellikarlinn

Svo Frelsishetjan er mjúk inn við beinið, en sætt......

1/11/03 05:00

Vladimir Fuckov

Fárveikur já ? Það er augljóst að þér þjáist af tvöföldum persónuleika og ættuð þér að leita til dr. Zoidbergs. Og af einhverjum ástæðum grunar oss að sá kvilli hrjái fleiri gesti hér.

En frábær pistlingur annars og sömuleiðis sá er kom á undan þessum.

1/11/03 05:00

Barbie

Já sammála því Vladimir. Vel framsett.

1/11/03 01:00

Nafni

Athyglivert þykir mér að Frelli skuli taka ljón til fyrirmyndar ekki simpansa.

1/11/03 01:01

Frelsishetjan

Það er að því að Ljón er fjær okkur í náttúrunni og ég er að sýna skildleika við náttúruna en ekki aðra prímata. Ég hefði getað borið okkur saman við Marketti eða Afríska villihundinn en ákvað að taka ljónin.

Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.