— GESTAPÓ —
Frelsishetjan
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Síðasta helgi

Hér fer umsögn um það sem fór á milli mín og eins kúnnans sem ég afgreiddi.

Við erum að spjalla um þetta verkfall og þá kemur upp eitt sem að ég er svo gjörsamlega sammála henni um. Það er þetta með foreldra og börnin. Hún sagði að einn daginn ættum við eftir að vakna upp við vondan draum þar sem að foreldrar eru alltaf að hafa minna og minna með uppeldi barnanna að gera. Þeir kasta ábyrgð á skóla og leikskóla að einhverju leiti. En málið er að leikskólar og skólar eru bara með ca 8 tíma skóladag og eftir það tekur foreldri við. En þá fer það í íþróttaæfingar og áhugamál barnsins þannig að þegar upp er staðið er barnið búið að vera í (segjum tíu tíma) í skóla og áhugamáli.

Þarna erum við komin með tíu tíma sem barnið er frá foreldrum og síðan fara 8 tímar í svefn. þannig að við höfum 6 tíma með barninu. Það fer meðal annars í lærdóm, mar og sjónvarpsgláp eða tölvuleiki.

Þarna erum við búin að glata næstum heilum degi sem hefði getað farið í að vera með barninu. Í raun eru foreldrar aðeins með börnum sínum um helgar en þær fara oftar en ekki í æfingar, lærdóm og áhugamál. Bæði foreldra og barns.

Í gegnum tíðina hafa foreldrar kastað ábyrgð á uppeldi barna frá sér. Hér allt fyrir löngu bjó barnið á bænum og tók þátt í vinnu sem fram þurfti að fara. Hjálpa til við mjaltir, tína egg, raka hey og svo framvegis. Oftar en ekki gerði barnið þetta með foreldrum og eftir því sem barnið eltist því meira gat það unnið sjálfstætt.

Þessi tenging milli barns og foreldra er að hverfa og því eru það engin tíðindi þó að börnin leiti í hópa eftir ást og eftirtekt. Hópar eru svo misjafnir og oftar en ekki leiðist barn út í óreglu.

Þá hefur það komið fyrir að vímuefni eru seld og notuð á skólalóðinni og þá fer allt í bál og brannd. Foreldrar ásaka skóla um lélega gæslu. Kasta í raun ábyrgð sinni á kennara.

Ég er fyllilega á þeirri skoðun að ef að foreldrar séu að hugsa um að eignast erfingja en vill ekki breyta neinu í sínu fari nema þá kannski tímabundið. Þ.e.a.s. þegar að barnið fer á leikskóla. Að þá eigi það alvarlega að pæla í því að hætta að hugsa um eigin græðgi og eignast bara alfarið ekki börn.

   (9 af 50)  
1/11/03 04:01

Júlía

Hjartanlega sammála.

1/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Vel mælt Frelsishetja...

1/11/03 05:00

Barbie

Já þetta eru orð að sönnu. Það er líka ergjandi þegar áhuginn er fyrir hendi að vera með barninu en fá störf með mannsæmandi launum bjóðast sem hafa styttri en 8 tíma vinnudag. Vinnudagur barns í leikskóla er oft frá 7:30-17:00 og eru þau þá örþreytt litlu greyin. Hjá mér bætast t.d. svo vaktir ofan á tímann sem dvalið er fjarri börnunum. Til að bæta upp tapaðan tíma er þá um að gera að taka sér gott sumarfrí með börnunum, bara að vera með þeim. Þau eru í prógrammi allan ársins hring. Er ekki ágætt að taka nokkrar vikur í að gera ekkert? Það þarf ekki endilega að vera á erlendri grundu, það má alveg slæpast heima hjá sér. En þegar öllu er á botninn hvolft er skortur á hlutastörfum og mannsæmandi launum fyrir þau rót vandans. Margir foreldrar vilja vinna minna og eiga meiri tíma með börnunum. Fæstir hafa fjárhagslegar forsendur til þess sem ég þekki og er það hvorki vegna offjárfestinga eða yfirgengislegs lífstíls. Í minni stétt yrði nú bara í besta falli hlegið ef rætt væri um hlutastarf.. Þörf ábending engu að síður og dagsatt.

1/11/03 01:00

Nafni

Og hvað er Frelsishetjan margra barna faðir?

1/11/03 01:01

Frelsishetjan

Bara eitt, sem telst ágætis byrjun.

Frelsishetjan:
  • Fæðing hér: 3/10/03 17:51
  • Síðast á ferli: 4/1/08 18:58
  • Innlegg: 151
Eðli:
Drottnari allra vídda og sérlegur sendimaður Baggalútíu þangað.
Fræðasvið:
Svall, svall og aftur svall.
Æviágrip:
Líf mitt var frekar innantómt þangað til að deyjandi vinur minn gaf mér hringinn sinn eftir það jókst matarlyst mín á bæjarfólkinu og börnum. Var síðar vísað úr bænum og fór til fjalla. Lagði þar orka og fisk mér til munns. Kynntist þjófi og hef verið á eftir því sem hann stal frá mér síðan. Náði Hringnum eina aftur og til að gera langa sögu stutta, gleypti ég hann óvart og öðlaðist alheimskrafta.