— GESTAPÓ —
plebbin
Nýgræðingur.
Pistlingur - 3/12/04
Bíó

Varðandi Skrif Núma

Bara að benda hæstvirtum Núma Fannsker á að bíómiðaverð er als ekki það hæsta í Evrópu. Svisslendingar eiga þann heiður.

Varðandi auglýsingar þá eru þær aðeins sýndar áður en myndin byrjar semsagt fyrir sýningatíma. Ef þér dettur eitthvað annað í hug sem hægt væri að sýna, endilega komdu með það. Síðan eru sýndir trailerar sem eru að meðaltali í 8 mín. Þarna er bíóið bara að auglýsa sjálfan sig og líka á meðan fólk er að koma sér fyrir. Þú kvartar undan hléi en ég skal segja þér það að það eru 95% sem vilja hlé og verða flestir pirraðir ef þeir fá ekki hlé.

Léleg þjónusta já, heh... ég skal segja þér það að þjónustan væri þrefalt betri ef Íslendingar myndu nú bara henda ruslinu eftir sig. Það þekkist ekki í öðrum löndum að ruslið sé skilið eftir á gólfinu eða í sætinu útum allt. Þeir sem ekki taka eftir þessu ættu aðeins að líta yfir salinn eftir að myndin er búin. Salurinn er viðbjóður, hann þarf að vera hreinn á innan við 5 mín. Að meðaltali 200 sæti þurfa að vera hrein og fleirri en einn salur. Ef fólki er ekki hleypt í mesta lagi 10 mín fyrir myndina verður það pirrað. Þess vegna vil ég taka ofan fyrir þér fyrir að taka ruslið með þér og henda því í ruslið sem er tíu skref frá ruslinu. Það skiptir nefnilega máli.

Ef leitað er eftir þjónustu þá vil ég benda þér á VIP salinn, þar sem Íslendingar eru sóðar þá þurfa þeir bara að borga fyrir að taka ruslið upp eftir sig. Ef þeir vilja þjónustu með þá þurfa þeir bara að borga extra fyrir hana.

Annars ágæt forystugrein... og meðan ég er að tuða þá skora ég á Íslendinga, túrista og nýbúa að henda ruslinu eftir sig.

   (3 af 21)  
3/12/04 16:01

B. Ewing

Þú vinnur í bíó. Það er alveg klárt mál.

Ég vil ekki hlé í bíó fyrir reykingalýð og nammiætur. Þeir sem fara í bíó til að borða geta alveg komist út á meðan myndin er sýnd EINS OG gert er erlendis. E rlendis er einnig hlé milli auglýsinga og myndarinnar og ÞÁ er hægt að hoppa í sjoppuna og kaupa sér gos og snarl ef hver og einn vill. Pissustopp eru fyrir rútur og aldraða. Ef þetta hlé væri ekki á dagskrá þá er lítið mál að bíða eftir lokum myndarinnar með að fara á klóið.

~~~
Varðandi auglýsingar þá eru þær aðeins sýndar áður en myndin byrjar semsagt fyrir sýningatíma.
~~~
Sýningartími á Mynd X er klukkan 22:20 ÞÁ byrja auglýsingar. Mynd X byrjar í besta falli klukkan 22:45, stundum ekki fyrr en 22:55. Þannig að þessi fullyrðing er röng í mínum skilningi hjá þér.

Flestu öðru er ég sammála, þó er þessi lenska varðandi ruslið sérstaklega hvimleið og vorkenni ég starfsfólkinu að þurfa að vaða poppskaflana uppí hné til að næsti hópur komist inn og dreifi úr sér.

Eitt atriði sem er með öllu óskiljanlegt hér á landi að vísu er sú stefna að hafa ALDREI númeruð sæti í bíó. Þá er troðningur úr sögunni því hver og einn veit fyrir víst hvar í salnum hann/hún á að sitja.

3/12/04 16:01

Lómagnúpur

Æ plebbi hættu þessu. Auglýsingar gera tvennt: 1) stela tíma sem þú gætir notað í annað. 20 mínútur eru péningur. 2) Láta þig kaupa varning sem þú hefðir annars ekki gert. Þessir svokölluðu treilerar eru svo ekkert annað en auglýsingar líka. Allar myndir eru æðislegar í treilerum. Og hvað er svona sérstakt við íslendinga að þeir einir þurfi að hafa hlé, ha? Eru þeir með eitthvað minni blöðru en aðrar þjóðir? Hér áður fyrr gat maður sest inn í Hafnarbíó og horft á myndina sína án þess að þurfa að sitja undir grenjandi sölumennsku korterum saman. Hana nú!

3/12/04 16:01

Smábaggi

Ég segi það sama og Ewing, þú vinnur örugglega í bíó. Hættu þessum fíflaskap.

3/12/04 16:01

Hakuchi

Mikið er gaman að sjá hið æra plebbin aftur. Já, það er nokkuð ljóst að plebbið vinnur í bíó, gott ef þetta er ekki Árni Sam sjálfur. Kæmi mér ekki á óvart.

Hvað hlé varðar hef ég alist upp við það og er í raun sáttur við það, nema hvað það mætti oft tímasetja það betur.

Hvar rusl í sal varðar, þá er það stórfínt mál. Þetta er göfug og falleg íslensk hefð. Asnar sem vilja innleiða einhverja 'siðmenningu' í salinn mega bara eiga sig.

Auglýsingar, tja ekki borgar maður fyrir þær. Ég get sætt mig við einhverjar auglýsingar en ef þetta er orðið að 10-15 mínútum eins og á 'blokkbösterum' þá er þetta orðið fáránlegt.

En eitt hefur gleymst. Það er blessað miðaverðið. Nú hefur krónan ekki verið eins í tæp 15 ár, dollarinn er að skríða niður fyrir 60 kallinn. Fær maður að sjá lækkun á miðaverði? Neeeeeeeiii. Mér er skítsama hvert miðaverðið er annars staðar. Það er engin afsökun fyrir að hafa það svona hátt þegar dollarinn kostar skít og kanil. Bíóbossarnir andlausu hafa afsakað sig með þvi að þeir hafi keypt framvirka samninga á gjaldeyri til að jafna út sveiflurnar. Bla bla bla segi ég, þeir hljóta að vera vitlausustu apar í heimi ef þeir hafa læst inn dollarinn á yfir 100 kall út alla eilífð (en miðaverðið var 800 kall þegar þeir byrjuðu að ljúga þessu). Þetta eru bara lygar og annar hvor aðilanna ætti að drullast til að samkeppnast svolítið og lækka verðið.

3/12/04 16:01

Júlía

Plebbin, ég er sammála þér. Mér finnst ég illa svikin ef ég fæ ekki að sjá sýnishorn úr a.m.k. 5 nýlegum myndum.
Auðglýsingarnar eru óskemmtilegar, en alveg þolandi.

3/12/04 16:01

Júlía

Þess ber að geta að ég ætla í bíó í kvöld. Gott væri ef ég þyrfti ekki að skilja við fé mitt við innganginn, enn betra ef kók og sætindi fylgdu með í kaupbæti og best ef engir vitleysingar og símaeigendur væru í salnum.
Þú þekkir mig á flennistórum rúbínhring og snoturri, en látlausri, kórónu.

3/12/04 16:01

Hakuchi

Já sýnishorn. Ég styð þau heilshugar. Alltaf gaman að sjá sýnishorn.

3/12/04 16:01

B. Ewing

~Auðglýsingarnar eru óskemmtilegar, en alveg þolandi.~

-Eitt auglýsingaflóð sem ég mun gleyma seint er þegar ég og nokkrir vinir mínir fórum að sjá Blokkbuster í fullum aðalsal Háskólabíós.

Þar birtist þáverandi auglýsingaátak frá Eurocard þar sem tveir vinir voru að "spjalla saman" eða öllu heldur eintal þess sem Eurokortið notaði.

Allar setningar þessa "vinar" byrjuðu eins.

,,Ég fæ afslátt á bensínstöðvum''
,,Ég fæ afslátt á líkamsræktarstöðvum''
,,Ég fæ afslátt í sund''
,,Ég fæ afslátt á skemmtistöðum''
,,Ég fæ afslátt á bílaleigum''
,,Ég fæ afslátt á smurstöðvum''

...og þannig lét hann dæluna ganga. Þegar fjórða auglýsingin birtist í þessarri langloku var óróleikinn í salnum orðinn slíkur að þessi auglýsing var sérstaklega púuð út. (VIÐ VORUM BÚIN AÐ FATTA, JÁ, BLESS!) Fleiri auglýsingar í þessu efni birtust ekki á tjaldinu. Skömmu síðar hætti þetta átak með öllu og hefur ekki sést síðan, góðu heilli.

3/12/04 16:01

Lómagnúpur

"Sýnishornin" svokölluðu eru auðvitað ógeðfelldustu auglýsingarnar af þeim öllum. Þarna er bíóið sjálft að auglýsa sjálft sig með skrumskældum bútasaumi af umræddri mynd. Þessu fylgir svo dimm karlmannsrödd: "Sjáðu mig, sjáðu mig!". Þeir sem telja sig vera að fá sýnishorn eða upplýsingar um komandi mynd eru í blaðskellandi blekkingarleik við sjálfa sig því samkvæmt sýnishornunum eru allar myndir "stórkostleg listaverk". Þetta gerir því ekkert annað en að eitra huga manns og blinda dómgreindina, leiða mann slefandi beint í miðasöluna. Af þessum sökum horfi ég aldrei á bíóauglýsingar ef ég mögulega kemst hjá því heldur læt vandaða og heiðarlega kvikmyndagagnrýna um að vekja athygli mína á einhverju sem er þess virði að borga fyrir að sjá.

3/12/04 16:02

Hakuchi

Sýnishorn eru fín. Það er gott að vita hvað er á næsta leiti í bíó. Þeir sem trúa öllu sem djúpa röddin í sýnishornunm segir þeim og byggja hljóta að vera örvitar. Flestir hljóta að hafa lært á 'trix' sýnishorna fyrir löngu síðan.

3/12/04 16:02

Fíflagangur

Þvílíkt plebbabull!
1. Skárraværiþað að auglýsingar væru sýndar á undan helvítis myndinni, það var enginn að halda því fram að þær væru sýndar samhliða henni. Það breytir ekki því að þær standa alltaf langt inn á auglýstan sýningartíma.
2. Treilerar geta verið fínir.
3. Hvaða heimildir þykistu hafa fyrir því að 95% vilji hlé? Ég vil ekki sjá hlé og hver einasti reyklaus maður sem ég hef minnst á þetta við er sammála mér, og jafnvel þorri reykingamanna. Mögulega vilja 95% bíóhúsaeigenda hlé.
4. Rusl. Vissulega er það rétt að æskilegt væri að bíogestir gengju betur um. Það er hins vegar tómt rugl að halda því fram að þetta sé séríslenskt. Það er líka drasl í bíóum erlendis, en trúlega helmingi minna,- nefnilega þeim helmingi af drasli sem selst í helvítis hléinu.

3/12/04 16:02

Lómagnúpur

Hakuchi, með sömu rökum eru auglýsingar góðar, hafa upplýsingagildi. Staðreyndin er hins vegar sú að auglýsingar, og sýnishorn, selja. Sama hvað þú telur sjálfum þér trú um að þú kaupir ekki fótanuddtækið, þá ert þú hluti af tölfræðilegri prósentu sem lætur til leiðast gegnt betri vitund. Þannig er það bara.
Eða heldur þú að allt svona lagað eigi bara við um "alla hina?"

3/12/04 16:02

Tina St.Sebastian

Í sambandi við sýnishornin: ég sá Donnie Darko áður en hún kom út hér á landi, og fannst hún góð, en þegar ég sá treilirinn seinna hugsaði ég með mér að þessa mynd hefði ég sko aldrei nennt að sjá, hefði sýnishornið borið fyrir augu mín fyrr.

3/12/04 16:02

Barbapabbi

Alveg er ég sammála hr. Fannskeri það er verið að hafa menn að fíflum. Þegar bíómiðinn var hækkaður á sínum tíma var það sagt af því að gengi dalsins væri svo hátt og kostnaður við kaup myndanna til landsins hærri. Jæja gott og vel, en dalurinn hefur lækkað um nálægt 80% síðan þá og ekki hefur mikið borið á lækkununum. Ég legg til að Númi og aðrir slíkir heiðursmenn fjárfesti í heimabíói og panti siðan DVD frá útlöndum... þá geta menn líka sötrað ískalt ákavíti og kóbaltkryddað popp í friði yfir myndunum hlélausum eftir behag.

3/12/04 16:02

plebbin

Fíflagangur

3. Eins og skýrlega hefur komið fram þá vinnur minnz í bíó-i. Þegar myndir eru tvískiptar (eru í tveim pörtum ) og það er ákveðið að taka ekki hlé. Þá er dyravörðurinn sendur inn þegar fyrri parturinn klárast og lætur fólk vita að það verður ekki hlé og það sé verið að setja hina filmuna í (tekur 1 mín). Þá verður fólk alveg brjálað og heimtar sitt hlé. (þetta er gert oft á 10 sýningum þegar er lítið af fólki). Þá erum við að tala um brjálað, ef sætin væru ekki skrúfuð niður þá væri þeim hent í hausa.
Ég prívat og persónulega þykir það óþægilegt þegar ekki eru höfð hlé, sömuleiðis vinir og vandmenn mínir. Þessi 95% var bara ágiskun heh. Eftir minni beztu vitund.
4. Ef við berum okkar bara saman við Dani þá henda allir ruslinu eftir sig þar. Ef þið farið til Danmerkur í bíó *gubb* takið þá eftir þessu. Sömuleiðis í nokkrum flestum öðrum löndum hef ég heyrt.

3/12/04 17:00

B. Ewing

~Þegar myndir eru tvískiptar (eru í tveim pörtum ) og það er ákveðið að taka ekki hlé. Þá er dyravörðurinn sendur inn þegar fyrri parturinn klárast og lætur fólk vita að það verður ekki hlé og það sé verið að setja hina filmuna í (tekur 1 mín).~

Plebbi minnz.

Filmurnar koma nákvæmlega ALDREI til landsins í 2 bútum. Þær eru klipptar í sundur hér á landi.
Í fyrsta lagi myndu framleiðendur og leikstjórar aldrei nokkurntíman amþykkja slíkt. Í öðru lagi þá eru 2 linsur á apparatinu. Gamla aðferðin var sú að myndirnar komu á nokkrum rúllum, sýningarstjórinn situr uppí búri og fylgist með. Þegar svarti punkturinn efst í hægra horninu birtist þá er kominn tími til að ræsa hina linsuna og starta nýrri rúllu af stað. Þetta á ennþá að vera hægt í öllum siðmenntuðum bíóhúsum. Skrepptu nú eina ferð upp í sýningarklefann í bíóinu sem þú vinnur í og spurðu sýningarstjóran útí þessi mál með linsuna því það á ALLS EKKI að þurfa að tilkynna gestum um eitthver filmuskipti. Meðal bíómynd er á 6 rúllum og ef það ætti að tilkynna filmuskipti á þeim þá væru 6 hlé en ekki eitt.
.
.
Prófið að telja punktana í myndinni næst þegar þið farið í bíó öll sömul til að sannreyna þetta.

3/12/04 17:00

Tina St.Sebastian

Hélt hann því ekki fram, náunginn sem vildi láta afnema hléin, að myndirnar kæmu inn í heilu lagi nú til dags, og því væru hléin óþörf?

3/12/04 17:00

Jóakim Aðalönd

Sígarettupunktarnir sjást samt enn. Ég hef ekki farið í bíó í 2 ár. Ég borga ekki fyrir að sjá auglýsingar og hana nú! Auk þess væri ágætt að bíóin færu á hausinn.

3/12/04 17:00

Lómagnúpur

Bobby, ertu að grínast? Bíómyndir eru ekki á tveimur rúllum heldur svona tíu. Það er skipt um rúllu oft í hverri mynd. Tvær sýningarvélar gera þetta mögulegt án þess þú takir eftir því. Í gamla daga var þetta á ábyrgð sýningarstjórans en seinna varð þetta sjálfvirkt og stýrðist af tveimur björtum deplum efst til vinstri á myndinni. Ef til vill hafa rúllurnar eitthvað lengst með aukinni tækni í seinni tíð og skiptingum fækkað en það er fráleitt að halda að það sé eitthvert vesin að skipta um rúllu. Heyr á endemi! Hlé á bíómynd er sko ekki til komið vegna rúlluskiptinga.

3/12/04 17:01

Nafni

Þið farið of oft í bíó það er á hreinu.

3/12/04 17:01

Fíflagangur

Það var það sem hann sagði, apinn þinn. Lesa!

3/12/04 17:01

plebbin

Sko, afsakið. Bara fullt af sýningastjórum hérna...
Allaveganna, nýjar langar myndir eru oft ekki tilbúnar á frumsýningaviku til þess að vera látnar rúlla án þess að þær stoppi einhvertímann á meðann hin filman er þrædd í. Þó þú hafir verið sýningastjóri 1944 þá eru komnir aðrir tímar í dag.

Má ekki vera að þessu, þarf að kljúfa kjarnorkuatóm fyrir heimsendi.

3/12/04 17:01

Lómagnúpur

Plebbi, lítur þú á það sem framför frá 1944 að geta ekki lengur skipt um rúllu án þess að stoppa allt? Það má heita meira aumingjabíóið sem getur það ekki. Ja hérna!

5/12/07 12:00

Jóakim Aðalönd

Já, þetta er til skammar. Ætli bíómiðinn hækki ekki úr öllu valdi nú þegar krónan veiktist?

plebbin:
  • Fæðing hér: 30/9/03 17:35
  • Síðast á ferli: 2/11/16 23:17
  • Innlegg: 0
Eðli:
plebbin talar í 3. persónu
Fræðasvið:
Doktorsgráðu í Náttúrufræði, Heimsspeki, Stærðfræði, Lögfræði, Læknisfræði og Stjörnuspeki