— GESTAPÓ —
Dularfulli Limurinn
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/12/09
Hryllingsmyndir

Alveg er það merkilegt með þetta apparat sem kallast Stöð2 Bíó [S2B]. Við Dula höfum ætlað síðustu kvöld, horfa á hryllings- og spennumyndir á S2B. En svei mér þá, ég held að innkaupastjórinn hafi ákveðið að fara í Kolaportið til þess eins að versla ódýrustu myndir sem hægt er.

Við settumst niður eitt kvöldið til að horfa á "æsispennandi hryllingsmynd". Fimm gellur fóru í hellaferð og þegar ofan í hellinn var komið, villtust þær og lentu inná svæði sem nokkrir höfðu komist á, en enginn sloppið út lifandi. Þegar 19 mínúntur voru eftir af myndinni, kom fyrsti 'hryllingurinn'. Skrímsli í mannslíki birtist og byrjaði að drepa hverja gelluna á fætur annari. Handritshöfundinum hefur leiðst þófið og ákvað að skrímslið myndi bara drepa þær allar. Og þar með var myndin búin.
Alveg einstaklega ömurleg 'hryllingsmynd'

Daginn eftir var komið að spennumynd þar sem maður kom akandi á Benzanum sínum inn í smáþorp. Bíllinn bilaði og maðurinn strandaglópur. Þegar bíllinn var klár, stoppaði löggan hann fyrir að vera á stolnum bíl og tók bílinn af honum. Alveg sama hvað aumingja karlinn gerði, ekki komst hann út úr bænum, þar sem það var plott bæjarbúa að halda öllum í bænum sínum. Til að gera langa sögu stutta, þá endaði myndin þannig að hann gafst upp á að komast úr bænum. Ári seinna kom maður inn á kaffihúsið og spurði um bílaverkstæði, þar sem bíllinn hans bilaði. Karlinn hjálpaði honum og lét hann fá blað með skilaboðum : Komdu þér út úr bænum, ekki tala við neinn og ekki svara neinum símum. Var hann varla kominn út, þegar hann var flæktur í 'gildru' bæjarbúa.
Í 98 mínúntur beið ég eftir spennu í myndinni. Mesta spennan var að lesa kreditlistann, til að sjá hvaða vitleysingar ákváðu að leika í þessari asnalegu mynd.

Nokkrum dögum seinna, reyndum við í þriðja skpti. Í þetta sinn var það ung, falleg stelpa sem tók myndir af vinum sínum í Tívolíi. Hún fór að sjá hluti fyrir sér. M.a. að rússíbaninn myndi hrynja og vinir hennar myndu deyja. Næsta ljósmynd var af vin þeirra sem átti að fá viftuspaða í höfuðið. Mikð rétt, það rættist. Einnig rættist allt um hina 5 vini hennar. Nenni ekki að eyða fleiri orðum um þessa fáránlegu mynd

Og í kvöld var það From Dusk Till Dawn 2. Þvílík steypa, að ég hef ekki nennt að horfa á hana. Einhverjar vampírur og killer leðurblökur. Váááá, þetta er með þeim súrari myndum sem ég hef séð. Hvorki spennandi né hryllileg.

Burt séð frá öllu þessu, þá er þetta ekki í síðasta skipti sem ég horfi á spennu- og hryllingsmyndir á S2B.

Bíð spenntur eftir næstu vitleysu

   (2 af 2)  
1/12/09 19:00

Dula

Ég skellihlæ að þessu öllu saman og hef gaman af þessum sk hryllings myndum, bíð spennt eftir næsta félagsriti, meiriháttar rit. Takk fyrir mig.

1/12/09 19:01

Jarmi

Mynd númer 2 er mun betri en þú gefur til kynna. Þar með hrynur þú í gæðastandard sem gagnrýnandi. Ég gef þér 2 stjörnur af 5 mögulegum.

1/12/09 19:01

Dula

Þú hefur mikið verri smekk en ég gerði mér grein fyrir Jarmi sæll.

1/12/09 19:01

Jarmi

Þú talar nú í hringi hérna Dula mín kær. Í einum orðabelg segist þú skemmta þér yfir bíómynd og í þeim næsta setur þú út á þegar ég set út þegar vinur þinn setur út á bíómynd sem þú segist skemmta þér yfir.

1/12/09 19:02

Dula

Jarmi minn , þegar ég skellihlæ að hryllingsmynd þá eru það ekkert voðalega góð meðmæli um hryllingsstaðal myndarinnar enda er félagsritið um hversu misheppnaðar og lélegar hryllingsmyndirnar séu þegar ég svo les að þér finnist mynd nr 2 betri en gagnrýnin gefi til kynna þá finnst mér það slæmur smekkur.

1/12/09 20:00

Jarmi

Þá held ég að þið skiljið ekki alveg alla flóruna sem liggur í hugtakinu "hryllingsmynd". Hryllingsmyndir mega nefnilega vera hallærislegar og "lélegar", það eru þeirra sérstöku forréttindi. Hallærisleg og léleg hryllingsmynd getur einmitt verið góð hryllingsmynd, þó hún sé arfaslök bíómynd í öllum öðrum flokkum.

1/12/09 20:00

Huxi

Mér leiðast hryllingsmyndir með skrímslum og bregðusenum. Særingarmaðurinn var t.a.m. afar hallærisleg og vakti meiri hlátur en hroll. En þegar ég sá Omen þríleikinn þá fékk ég slæmar draumfarir. Góður hrollur spilar á ímyndunaraflið frekar en sjóntaugina.

1/12/09 20:01

Dula

Trúðu mér Jarmi að ég kann vel að meta góða hryllingsmynd sem fær mig bæði til að hlæja og fá hroll í alvöru, svo eru til hallærislegar og hlægilegar myndir sem reyna að vera hryllingur en eru bara fáránlega asnalegar, illa leiknar og svo leiðinlegar að það með naumindum bara hægt að hlægja að þeim.

Ef mynd er offissjally splatter(dawn of the dead) eða parody (sbr shawn of the dead) þá hefur hún þau forréttindi að mega vera hallærisleg og illa leikin, en ekki ef hún byrjar á að taka sig alvarlega og breytist síðan í einhverja sultu, allavega er það minn skilningur á hugtakinu hryllingsmynd.

1/12/09 20:02

Kiddi Finni

Alveg sammála Huxa að góð hrollvekja spilar á ímyndunaraflið. Svo er það afar misjafnt um hvað fólki þýkir hrollvekjandi. Menn gerðu mikið mál um Blair Witch Project þar sem nokkrir háskólabjánar fara í skóginn. Og þeir villast af því að það eru svo mörg tré í skóginum. Og dimmt þegar kemur nótt. Hugsið ykkur.
'Eg fór nú að skammast mín fyrir fólkið sem hafði gert myndina.

1/12/09 20:02

Dularfulli Limurinn

Hver má hafa sína persónuleg skoðun, sem þarf ekki að enduspegla mat allra.

1/12/09 21:01

Grágrímur

Dawn of the Dead er ekki splattermynd, heldur svokölluð zombiemynd, bæði gamla og (heldur verri) nýja útgáfan eru þrælskemmtilegar eins og allar myndir eftir meistara Romero.
Ég set Zombíe myndir í sérflokk hryllingsmynda og kalla hann uppáhalds. [glottir eins og uppvakið fifl]

1/12/09 23:00

Bölverkur

En, hvað svo?

3/12/09 16:02

núrgis

ZOMBIELAND!!

3/12/09 16:02

núrgis

Eða bara Alþingi á RUV. Maður deyr úr hryllingslegum leiðindum.

Dularfulli Limurinn:
  • Fæðing hér: 29/6/09 01:51
  • Síðast á ferli: 1/5/12 02:05
  • Innlegg: 685
Fræðasvið:
Sérfræðingur á mörgum sviðum, þó einna helst í asnahalahanastélum, þar sem gin, vodka og romm eru aðalefni drykkjana.
Æviágrip:
Fæddur með silfuskeið í munni, silfurbakka í hönd og með silfurpening um hálsinn. Leiddist út í að verða einkaþjónn valinkunna manna og kvenna. Eftir einkaþjónustu um árabil, var ég seldur. Nýi eigandi minn kynnti mér fyrir asnahalahanastélskokteilhristaranum, en þess ber að geta að hann er úr silfri.