— GESTAPÓ —
Heiđursgestur.
Sálmur - 1/12/09
Hjólabrettavillingurinn Ólafur

Hér hefur í tveimur nýlegum félagsritum veriđ rćtt um hćfileika Ólafs nokkurs, en ţeir ku liggja á nokkrum sviđum. Fćstir vita ţó af ţví, sem ţetta ljóđ, ort í ágúst 2008, fjallar um.

I

Ţótt fáir kunni ađ efast um
ađ Ólafur sé villingur
verđur svo ađ heita ađ hann
sé hjólabrettasnillingur.
Oft og tíđum geysist greitt
um götur, torg og strćtiđ breitt
Öruggur í alla stađi
óttast varla neitt.

Hann ţeytist oft um Ingólfstorg
og eltir hina krakkana.
Ţađ ergir margan útlendinginn,
ađallega Frakkana.
Ţeir bölva Óla í ösku og sand
og atvik ţessi festa á band
og segjast koma aldrei aftur
inn í ţetta land.

En Ólafi er alveg sama
um asnalega fúlista
og ekki minnstan gefur gaum
ađ gelgjustćlum túrista.
Heldur áfram ótrauđur,
Agalega sérvitur!
Ţokkalega ţrjóskur er hann,
ţessi Ólafur.

Á Ingólfstorgiđ Óli mćtir
oftast snemma á morgnana
Eltist síđan allan daginn
inn á milli hornanna.
Gjarnan tekur gleđin völd -
hann gćti skeitađ heila öld!
Alla daga, allar nćtur,
alla morgna og kvöld.

En hjólabrettafáriđ finnst jú
fáum vera merkilegt.
Ţví má vera ađ ţessu fólki
ţyki svolítiđ ergilegt
ađ eiga bara Ingólfstorg,
og ađeins ţađ, í stórri borg!
Griđastađi enga ađra,
en sú mikla sorg.

En eitt er víst, ađ Óli og co.
ţau ćtla sér ađ rísa upp,
er hittust eina helgina
stóđ hjólabrettaskvísa upp.
Hnefanum hún barđi í borđ,
bálreiđ mćlti hatrömm orđ,
og sagđist mundu, ef ekkert yrđi
ađ gert, fremja morđ!

Undir sig ţau ćtla ađ leggja
alls kyns merkar byggingar
og til ađ safna saman fé
ţau selja falskar tryggingar.
Láta illum látum, öll,
líkt og skrímsli og feiknartröll.
Hyggjast breyta borginni
í brettagćjahöll.

II

En ekki gekk sú áćtlunin
upp, og segir kenningin
ađ hún sé orđin heldur fátćk,
hjólabrettamenningin.
- Vćnna skulum velja ráđ,
ef vorum markmiđum skal náđ!
Nú skal okkar allra bestu
eđalfrćjum sáđ.

Svo hittust ţau og héldu fund
ţví hugmynd nýja vantađi
og ekki leiđ á löngu ţar til
Lárus orđiđ pantađi.
- Ég fékk hugmynd! Hlýđiđ á,
viđ herja skulum innan frá.
Reynum Óla, eins og hćgt er,
inn á ţing ađ ná!

Út ţá brutust erjur miklar,
úr varđ lítill tryllingur,
ţví hugmyndin fannst ýmsum ágćt -
öđrum tómur hryllingur.
Ţá krónupening karl einn fann,
og kastađi upp á sannleikann.
Krónan lenti og ţađ var ţorskur -
ţinghugmyndin vann.

III

Fyrr var Óla stöđugt strítt
og stundum nefndur "Óli tík".
Viđ er tekin öldin önnur -
Óli fćst viđ pólitík.
Inn í bláa flokkinn fékk,
og frćkinn inn í Valhöll gekk!
En flokkur ţessi féll ţó ekki
fullvel ađ hans smekk.

Ţar ţoldi hann ekki ýmsa menn
sem einkum dáđu sjálfsmyndir.
Nýr viđ Óla nú tók flokkur;
nefnilega Frjálslyndir.
Gekk ţar Óli glađur inn.
- Gćfan, hún er vinur minn!
Hér mér eins og heima líđur,
hér ég verđ um sinn.

En ekki komst hann inn á ţing
og er ţađ mikiđ sorgarmál.
En Óli datt ţó ekki af baki
og einblíndi á borgarmál.
Ţar reiđ hann ekki á ragan garđ,
reyndar nýtti hann sér skarđ
sem bjagađ hafđi borgina
og borgarstjóri varđ.

Óla gremst sú rćfilsraun
ađ Reykjavík sé gettóborg
og ekki gekk ţađ gćfulega
ađ gera hana ađ brettaborg.
Til ţrautar hefur hann ţađ reynt
af heilum vilja, skýrt og leynt.
Ţótt árangur sé ansi dapur
er ţađ betur meint.

Hann reyndi ađ láta Reykvíkinga
renna brettahjólunum
eins ađ sumri og ađ vetri,
ekki síst á jólunum.
En ekki tókst ţađ, en sú sorg,
sem angrar Reykjavíkurborg.
Má svo heyra ađ menn sér ćtli
ađ minnka Ingólfstorg!

Ţví má segja ţađ međ sann
ađ ţrátt fyrir alla fórnina
kveđji Óli klökkur, svekktur
kalda borgarstjórnina.
Heldur vann hann verđlaust starf,
varla um ţađ efast ţarf.

Úr borgarstjórastóli svekktur
strákur, Óli, hvarf.

   (5 af 25)  
1/12/09 23:00

Jarmi

Snilld.

1/12/09 23:00

Rattati

<Tárast> Frábćrt, bara frábćrt.

1/12/09 23:00

Billi bilađi

Alveg frábćrt kvćđi (ţó ađ ég hafi hnotiđ um nokkra stuđlagalla, flesta minni háttar).

"Eitt sinn var Óla stöđugt strítt..." -> "Fyrr var Óla..."

1/12/09 23:00

Regína

Frábćrt!

1/12/09 23:00

Madam Escoffier

Frábćrt, ţađ er verst ef Óli hverfur af borgmálasenunni ţá fer innblásturinn líka.

1/12/09 23:01

Heimskautafroskur

Afbragđ! Bravó!

1/12/09 23:02

Takk kćru félagar. Ţakka góđa ábendingu, Billi - tekin til greina.

2/12/09 00:00

Garbo

Algjör snilld.

2/12/09 00:01

Huxi

Grínaktug krónika og alveg prýđilega vel kveđin. Skál fyrir skáldinu.

2/12/09 01:01

Útvarpsstjóri

Ţetta er alveg frábćrt!

2/12/09 03:01

Djúpúđga

Ţetta er ótrúleg smíđ!

Pó:
  • Fćđing hér: 22/9/08 01:50
  • Síđast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eđli:
Áhugamađur um hitt og ţetta.
Frćđasviđ:
Hitt og ţetta.
Ćviágrip:
Borinn í Rvk og veriđ ţar síđan međ undantekningum.