— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 5/12/05
Sjálfsmorđ

Í hjarta mér húmar ađ kveldi,
ţótt himininn fagur og blár
syngi međ sólar eldi,
situr á hvarma mér tár.
Flesta leikur lífiđ sér viđ
lćst ekki heyra fossanna niđ
sem streyma niđur kinnar í kvöld,
kremja mitt hjarta og taka öll völd.

Ég hélt ađ allt léki í lyndi,
léttur og hýr á brá.
Ég aldrei hélt ađ hann myndi
hverfa öllum frá.
En viđ er eftir sitjum í sút,
sorg í hjarta og maganum hnút,
Spurjum hvort annađ; "Hvađ gat ég gert?
Getur veriđ ađ lífiđ sé einskisvert?"

Nú reiđinni saman ég raka
Réttinn ţú áttir ei neinn!
Ţađ er ekki ţitt ađ taka,
ţađ sem ţú ekki átt einn!
En síđan fljótlega reiđin fer,
fćrist burt ţegar sorgin sér
ađ ţađ hjálpar ekki ađ reiđast viđ ţig
ţótt yfirgefiđ hafiru mig.

   (23 af 83)  
5/12/05 21:02

Hakuchi

[Fćr ryk í auga]

Hjartnćmt og einlćgt.

5/12/05 21:02

Nermal

Falllegt...virkilega fallegt

5/12/05 21:02

ZiM

Mjög vel skrifađ, tilfinninganćmt.

5/12/05 21:02

Skoffín

Ótrúlega er ţetta fallega ort hjá ţér Tígra, ég játa fúslega ađ ég tárađist. [gefur Tígru eskimóakoss]

5/12/05 21:02

B. Ewing

Ég á varla til orđ... lćt orđiđ tilfinningaríkt reyna ađ lýsa hrifningu minni.

5/12/05 21:02

Ţarfagreinir

Ţarna er alllur skalinn spannađur í ţremur erindum ... magnađ.

En ţađ er rétt hjá ţér - ţađ ţýđir ekkert ađ reiđast eđa vera leiđur til lengdar. Ţetta heldur alltaf allt saman áfram, einhver veginn.

5/12/05 21:02

Nornin

Viđ gjöldum öll fyrir ţađ ţegar einhver nákominn fremur sjálfsmorđ... ţađ eina sem ég get sagt elskan, er ađ ţetta verđur skárra međ tímanum.

Ofsalega fallegt hjá ţér og ég tek undir međ Skoffíninu.

5/12/05 21:02

Haraldur Austmann

Fallegt Tigra.

5/12/05 22:01

Sćmi Fróđi

Fagurt og ţér til sóma, takk Tigra.

5/12/05 22:01

Gaz

Fallegt.

5/12/05 22:01

Nafni

Vá!!!!...glćsilegt.

5/12/05 22:02

Jóakim Ađalönd

[Verđur orđlaus]

5/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

[Setur upp mjög öflugan rykhreinsibúnađ]
Afar fallegt.

5/12/05 23:02

Heiđglyrnir

Fallegt Tígra mín [samhryggist ţér innilega mín kćra]

6/12/05 01:02

Rauđbjörn

Ég byrjađi ađ lesa. Gat ţađ ekki. Ég á erfitt međ ađ ţola ţađ ţegar fólk deyr. Geri ţađ vonandi seinna.

31/10/07 06:01

Wayne Gretzky

Mjög fallegt.

Tigra:
  • Fćđing hér: 26/9/03 14:44
  • Síđast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eđli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hćttulegur tígur hér á ferđ, nema ţiđ reitiđ mig til reiđi auđvitađ.Ég hef enn minn kjaft og mínar klćr.. ţó svo ađ ég noti ţćr sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiđi til er erfitt ađ vera smyglađ tígrisdýr og ţessvegna ţarf ég ađ láta lítiđ fyrir mér fara.
Frćđasviđ:
Ormalífeđlisfrćđingur og formađur Grasormafélags Íslands, talsmađur fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Fćreyingarannsóknum.
Ćviágrip:
Ţiđ ţurfiđ ađ ferđast alla leiđ til Rússlands ef ţiđ viljiđ finna heimaslóđir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (ţá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfđum í Bengaltígrum)Ég ólst ţar upp í 5 hvolpa hópi og móđir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung ađ aldri tók ég upp á ţví ađ ferđast og var ţví miđur fönguđ í Indlandi og send í dýragarđ í Frakklandi.Ţar barđist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp ađ lokum og gerđi allt vitlaust í dýragarđinum. Ég flúđi land og laumađist til Bretlands og ţađan í skip sem var ađ flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifđi sćldarlífi á leiđinni en ţađ gekk mikiđ á ţegar skipverjar uppgötvuđu mig. Ţeir flúđu skipiđ af skelfingu en ég rak áfram og strandađi á Íslandi ţar sem ég hef lifađ góđu lífi síđan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.