— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 7/12/08
Vangaveltur.

Nokkrar setningar sem passa ekkert saman frá vansvefta Villimey.

Hafið þið einhverntímann legið andvaka margar nætur í röð?

Þegar það gerist þá fer maður að hugsa, oftast um það sem maður vill ekki vera að hugsa um. Mjög oft tilgangslausa hluti, jafnvel leiðinlega hluti.
Um daginn var ég búin að hugsa heillengi um skilaboð disney til ungra barna og afhverju þau gerðu börnum þetta. Það er enginn prins á hvítum hesti og ef þessi svokallaði prins á hvíta hestinum kemur, þá er hann örugglega níðingur í dulargervi.

Hugsunin um hvort ég eigi aldrei eftir að breytast er sú hugsun sem hræðir mig mest. Djöfull er ég orðin pirruð, lífið er búið að vera alveg eins í mörg ár og ekki er ég nú gömul.

En ég er kannski bara of dreyminn og heimurinn og fólkið í honum búið að bregðast mér of oft.

Ég ætla nú samt ekki að telja upp allt sem ég er búin að vera að hugsa, það væri nú grófi andskotinn. ‹Glottir örlítið›

   (10 af 25)  
7/12/08 06:00

Dula

Já mín kæra, ég hugsa að það verði að eiga sér meiri hugarfarsbreyting hjá þér, þroski jafnvel og aldrei hætta að vinna í sjálfri þér. Þetta kemur allt saman og áður en þú veist af ertu tilbúin að deila lífi þínu með einhverjum dásamlegum prinsi.

7/12/08 06:00

Þarfagreinir

Ævintýrin gerast iðulega, en þau eru ekki alltaf af hinu góða - það er það 'smáatriði' sem vantar í Disneyútgáfuna af veruleikanum. Þá eru nú gömlu Grimmsævintýrin betri.

Annars glittir þarna í lykilatriði hjá þér; þá staðreynd að þú ert ekki orðin gömul. Ég sjálfur er rétt svo að verða formlega gamall og á enn margt eftir ólært og óreynt, þó sá sarpur sé orðinn töluvert stærri en hann var fyrir bara, hva, fimm árum síðan.

Hugur okkar er ekki föst stærð, heldur mótast hann í sífellu vegna reynslu okkar, líkt og frumur okkar deyja stöðugt og endurnýjast.

Þú munt breytast; það er óhjákvæmilegt. Það eina sem þú þarft að passa upp á er að það verði til hins betra.

7/12/08 06:00

Ívar Sívertsen

Langflest ævintýri eiga sér tvær hliðar þó aðeins annari sé varpað fram. Í grennd við prinsinn á hvíta hestinum er oftar en ekki illa stjúpan. Að baki ljúfu og að því er virðist saklausu prinsessunni eru hugsanir og gjörðhr sem samræmast ekki ævintýraímyndinni. Vondi úlfurinn gæti hins vegar á endanum verið góður og gamla nornin ljúfust allra. Bottom line er að þú skalt aldrei taka nokkrum hlut sem gefnum. Geri maður það þá leynast vonbrigði og sárindi handan hornsins. Oft er betra að ræða við hlutlausa sérfræðinga en að byrgja hlutina inni. Þú átt lífið fram undan og það ber í skauti sér rosalega marga möguleika. Nýttu þá góðu eftir að hafa valið af kostgæfni. Flýttu þér hægt.

7/12/08 06:00

Galdrameistarinn

Lífið er eintóm fokking vonbrigði í alla staði.
Hættur að gera væntingar og bíð bara eftir að drepast en það verður örugglega bið á því þar sem það lifir víst lengst sem lýðnum er leiðast.

7/12/08 06:00

Andþór

Kannski ert þú prinsinn á hvíta hestinum og einhver þarna úti er að bíða eftir þér.

7/12/08 06:00

hlewagastiR

Þið Galdri væruð sennilega góð saman. Í sameiningu gætuð þið jafnvel toppað Bólu-Hjálmar í afstöðunni til lífsins!

7/12/08 06:01

Regína

Þú ert allavega ritfær og skemmtilega djúphugul, fyrst þú fattar þetta með prinsinn á hvíta hestinum langt á undan mér.
Sammála Þarfa, gömlu ævintýrin eru miklu betri, og einnig þau enda yfirleitt vel.

7/12/08 06:02

Huxi

¨Life is what happen while you´re busy making other plans¨ sagdi Lennon. Thegar thu litur til baka eftir nokkur ar serdu ad that var margt ad gerast. Thu tokst bara ekki eftir thvi, thvi ad tad var bara hluti af daglegu amstri...

7/12/08 06:02

Tigra

Hver prins á hvítum hesti er aðeins prins augnabliksins. Þú veist aldrei hvað hann stoppar lengi við. En það má vel njóta þeirra meðan þeir eru hérna.

7/12/08 06:02

krossgata

Eru Disney ævintýrin ekki að meira eða minna leyti Gömlu ævintýrin, myndskreytt og sykruð aðeins? Ekki vildi ég heim án ævintýra og skáldsagna/-skapar og meiri hluti barna gerir sér fljótt grein fyrir að raunveruleikinn er ekki sama og ævintýraheimurinn. Þú ert greinilega eitt af þeim.
[Glottir eins og sólgulur fífill]

7/12/08 06:02

Jarmi

[Ríður hrossi og málar bæinn rauðan... EKKI hvítan!]

7/12/08 01:00

Jóakim Aðalönd

Bezt að andartaka sig einu sinni enn: Prísaðu þig sæla fyrir að eiga svo gott að vera einhleyp. Frelsið sem því fylgir er dásamlegt og að horfa upp á stressaða foreldra þrusa barninu sínu á leikskólann, talandi við yfirmanninn í símann um að þeim seinki aðeins (alveg að fara á límingunum) veldur því að það frelsi er þakkað dag hvern.

Makar eru stundum voða næs, stundum pirrandi, en börn eru gjörsamlega óþolandi hávaðaseggir og skemmdarskrín! Hjálpi þér allir heilagir rússneskir vodkapelar ef þú ert eitthvað að spá í að eignast nokkur pappahús...

Bottom line (svo ég sletti á ívarísku) er að það er og verður BEZT að vera einhleypur og ráða sér sjálfur í alla staði, án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af afleiðingum.

Ef þú átt þér drauma, láttu þá þá rætast og hættu þessu væli! Ég ákvað það fyrir löngu...

7/12/08 01:00

Vladimir Fuckov

Vjer höfum á tilfinningunni við lestur sumra fjelagsrita yðar að eitthvað sje að brjótast um innra með yður. Sje það rjett bendum vjer á þessi orð Ívars (ef þjer hafið ekki gert eitthvað svona nú þegar): Oft er betra að ræða við hlutlausa sérfræðinga en að byrgja hlutina inni..

Þetta er mjög gott ráð og getur skilað miklu þó hugsanlega sje erfitt að ímynda sjer það fyrirfram.

Svo er enginn heimsendir að vera einhleypur eins og Jóakim bendir á - sjerstaklega ekki þegar maður horfir upp á allskyns vesen í samböndum fólks í kringum sig. En það er að vísu innbyggt í fólk frá náttúrunnar hendi að reyna að breyta ástandinu ef það er einhleypt...

7/12/08 05:00

Einstein

Þetta kemur allt með þroskanum Villimey. Ég var orðinn, að mér fannst, allt of gamall þegar ég kynntist konu minni nú til tæplega 40 ára. Hins vegar myndi ég alls ekki vilja skipta í dag, þar sem þetta er yndislegasta mannsekja sem ég get ímyndað mér nokkurn tímann.

Örvæntu ekki, því öll él birtir upp um síðir.

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.