— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/08
Afhverju ?

Smá.. tjáningar..

Um daginn las ég félagsrit sem Tigra hafði skrifað, sem heitir Úr ís. Ég held að ég hafi sjaldan lesið pistil sem ég fann mig svona í.

Ég horfði áðan á Rauðu mylluna og í þeirri mynd er setning sem fær mig alltaf til að hugsa og ég fæ alltaf smá sting í hjartað þegar ég heyri hana. Ég leyfi mér að setja hana inn á ensku.

The greatest thing you'll ever learn is just to love.. and be loved in return!

Þetta hef ég aldrei lært og hef aldrei leyft mér að læra. Fyrir nokkrum árum var settur hengilás á íshjartað mitt og lykilinn týndist.

Afhverju hefur þessi setning þessi áhrif á mig ?

Afhverju fæ ég bara skemmd epli ?

Afhverju hlýnar mér ekki ?

Afhverju finn ég ekki lykilinn ?

Afhverju get ég ekki skrifað neitt meira en þetta...

   (16 af 25)  
1/12/08 04:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús

1/12/08 04:00

Garbo

Varstu að horfa á Rauðu mylluna? [Dæsir] Ekki nema von að þér líði eitthvað illa. Það er ljóta myndin.
Vertu þolinmóð, þetta lagast örugglega fyrr en þig grunar.[Knúsar Villimey]

1/12/08 04:00

Þarfagreinir

Ég er enn að reyna að átta mig á þessu. Þetta er ekki jafn auðvelt og í bíómyndunum.

1/12/08 04:00

Einstein

Það er ekki auðvelt að átta sig á hlutskipti sínu og örlögum. Sumir þurfa aldrei að spyrja þessara spurninga og sumir eru sífellt að spyrja. Hvers vegna við erum mislánsöm í ástum er ekki gott að vita. Ég vildi að ég gæti hjálpað þér Villimey, en líklega þekki ég ekki þessa tilfinningu og get þess vegna ekki sett mig í þín spor.

Ég vona innilega að þú fáir einhvern daginn stórt, rautt og safaríkt epli. Það segi ég satt.

1/12/08 04:00

Lepja

Já. Ástin er jöfn í báðar áttir, hún er jafn mikil skepna og hún er yndisleg.

En Rauða Myllan er góð mynd.

1/12/08 04:00

Ívar Sívertsen

Veistu, riddarinn á hvíta hestinum er hátt markmið og oft getur hann reynst úlfur í sauðagæru. Hins vegar getur hálf misheppnaði lúðinn á skódanum verið mikill herramaður og jafnvel riddarinn sem leitað var að

1/12/08 04:00

Villimey Kalebsdóttir

Ég er ekki að bíða eftir neinum á hvítum hesti. Þeir reynast oftast algjörir gúmmí töffarar.

1/12/08 04:00

Línbergur Leiðólfsson

Ég kannast við þetta. Allt of vel. Bara að ég ætti eitthvað svar við þessu...
[starir þegjandi út í loftið]

1/12/08 04:01

Lopi

Er þetta bara ekki æfing eins og allt annað. En því miður höfum við ranghugmyndir frá bíómyndunum þar sem allt geris á innan við 2 klst.

1/12/08 04:01

Regína

Ef þú ert að leita að lyklinum Villimey þá finnur þú hann, eða jafnvel einhver annar.

En skyldu ekki vera til einhleypingar sem eru ánægðir með hlutskipti sitt?

1/12/08 04:01

Tigra

Þetta félagsrit mitt var ritað út af nákvæmlega þessari tilfinningu sem þú hefur núna.
Mér leið ömurlega... og kunni ekki að verða ástfangin. Það kom mér hinsvegar á óvart að ég var ekki sú eina.
Það er enginn og ekkert sem segir að það eigi að verða auðvelt að verða ástfanginn og maður verði það við fyrstu sýn - og fyrsta karlmann/(kvenmann) sem maður hittir.

Rannsóknir sýna reyndar að karlmenn eigi auðveldara með að verða ástfangnir en konur, og konur jafnframt auðveldara með að hætta að verða ástfangnar. Afhverju það er veit ég ekki.

Hinsvegar þurfti ég að prófa ófáa karlmenn áður en Andþór kom loksins. Virkilega maður sem ég vil eyða ævinni með.
Þá allt í einu þurfti ég ekkert að kunna að verða ástfangin - ég bara varð það. Eitthvað sem ég hélt ég gæti ekki.

1/12/08 04:01

Kífinn

Þetta er ekki gott ungfrú Kalebsdóttir. Þó skaltu þakka gúmmítöffurunum það að nú gerir þú þér betur grein fyrir hverju þú sækist eftir í karlmanni.
Sum sé, hringurinn þrengist og þú veist að þú vilt og tilviljunin mun ráða því þegar þið hittist eða örlög ef slíkt orðalag hentar betur.
Enginn enn sem komið er verðskuldar ást þína og fyrir það skaltu frekar vera þakklát en hitt. Annars ætla ég bara að þegja núna.

1/12/08 04:01

Kiddi Finni

Villimey.
Þetta eru góðar spurningar og sannar - enda veist þú hvernig þér líður.
það getur verið erfitt að elska og þiggja kærleik. Þetta bæði hangir á sömu spýtunni. Og í báðum tilvikum þarf að treysta annarri manneskju.
Af hverju fárð þú bara skemmd epli? Kannski að því að það er lás á hjartanu þínu. Þá ertu ekki heil ´ástum. Þú þráir heitt að elska og vera elskuð, en ert um leið smeyk við það. Við veljum okkur ástvin á svipuðu stígi og erum sjálf, svipuðu batastigi eða ruglstigi, ekki taka það of nærri þér, en eitthvað í þér hefur fengið þig að velja stráka sem hafa valdið þér vonbrigðum.
Til dæmis: manneskja sem elst upp í alkóhóliskri fjölskyldu velur sér auðveldlega maka sem er með drykkjuvandamál, þó að hún sjálf smakki aldrei áfengi. En þetta er munstur og lífsstill sem hún þekkir. Manni líður svo kunnuglega, heimilislega... Ef einhver er í verri ástandi, þá förum við í burtu. Ef einhver er heilbrgðari, þá finnst hann of fullkominn. - þetta var ss. bara dæmi.
Þú skrifað að sé hengilás á hjartanu þínu. 'ishjartanu. Þá hefur eitthvað komið fyrir. Það er mikið uppgörtvað. Ég held að þér líði betur ef þú nærð að finna út hvað hefur valdið því. Það getur verið einn atburður en líklegara eitthvað í uppvextinu þínu. Einhver eða eitthvað sem hefur sært þig, gert þig hrædda og fengið þig að loka fyrir.
Hugsa um málið í rólegheitum. Vertu góð við sjálfa þig. Tala um liðan þín við einhvern sem þú treystir og hefur vit af svona málum. Það er ekkert að því að fara til ráðgjafa, sála eða jafnvel prests...eða að fara í svona tólfsporafund, ef hefur verið drykkja í bernskufjölskyldunni þinni þá getur þú farið á Al-anon eða Fullorðin Börn Alkohólista eða hvað þetta nú heitir alltsaman. Þetta er allt í lagi. Bara þú vissir hvar ég hef verið...
En til þess er leikurinn gerður að þú veist betur, hvað hefur fengið þig að loka fyrir hjartanu. Þá hlýnar þig, og þú ferð að finna kjark til að taka upp lykillinn. Því hann er einhverstaðar, þú átt hann, en getur ekki fundið hann strax. Þú þarf smá hjálp til að leita.
Gangi þér vel, vinan.

1/12/08 04:02

Hugfreður

Mín lausn á hliðstæðu vandamáli var að hætta að berjast við örlögin, sætta mig við hvað ég er og njóta þess að vera fúll og leiðinlegur dónakall.

1/12/08 04:02

Upprifinn

Svona til að svara grundvallarspurningunni sem kemur fram í titli ritsins...
.
.
.
AF ÞVÍ BARA!
[glottir eins og fífl.]

1/12/08 04:02

Dula

Elsku kellingin mín, ég fann mig knúna til að skrifa heilt félagsrit eftir að ég las þennann gæða pistil. Knús og kramm.

1/12/08 04:02

B. Ewing

Tigra negldi þetta bara, svei mér þá. [Ástfangast auðveldlega út í Nornina sína]

1/12/08 04:02

Nornin

Kæra Villimey.
Í mörg ár var ég í sömu stöðu og þú ert nú.
Mér fannst ég vonlaus í samböndum, kom mér í sambönd sem voru augljóslega dauðadæmd og féll fyrir mönnum sem höfðu engan áhuga á mér nema til eins.

Svo kynntist ég fyrrverandi manninum mínum og hélt að nú væri einhleypu dögum mínum endanlega lokið... en það var öðru nær.
Við skildum eftir 4 ára samband (og 2ja ára hjónaband) og ég datt í gamla gírinn... leitaði óaðvitandi uppi menn sem myndu ekki vilja samband.

Sumarið 2006 fór ég að vinna í sjálfri mér, fór í ræktina, hætti að sofa hjá mönnum sem vildu bara kynlíf, hugleiddi og ræktaði andann.
Mér leið betur en mér hafði áður liðið og ég fór að elska sjálfa mig.

Fyrir algjöra tilviljun tók ég eftir Ewing á árshátíðinni 2006.
Hann var svo alls ekki mín týpa og ég barðist gegn því að falla fyrir honum, en það mistókst (hrapalega).

Þú verður að elska sjálfa þig til að aðrir læri að elska þig.
Þú verður að sýna alheiminum að þú hafir ást til þín, því aðeins þá hefur þú ást að gefa.

Þá loksins kemur maðurinn sem þú beiðst eftir og hann sér þig og þú sérð hann.

(Reynið samt að hemja ykkur og eignast ekki barn ári eftir að þið kynnist [blikkar Villimey] )

1/12/08 05:00

Villimey Kalebsdóttir

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir falleg orð. Þið eruð algjörir gullmolar.

Haha.. og já Nornin mín. ég reyni að hemja mig. [flissar]

1/12/08 05:01

Og þú sem ert svo elskuleg. Ég er að vísu ekki búinn að lesa öll innleggin hér að ofan, og vísast til er e-r búinn að segja þetta áður, en ég segi það samt. Varðandi spurninguna um hví þú finnir ekki lykilinn; held þú ættir kannski að hætta að leita. Þá er aldrei að vita nema þú rekist skyndilega á hann einn daginn, e.t.v. þar sem þú áttir síst von á að finna hann! Knús!

1/12/08 05:01

Altmuligmanden

Þetta er málið. Maður veiðir ekki lax (eða laxmey) með húkki. Þetta er fáguð íþrótt sem krefst mikillar íhugunar og þolinmæði.

1/12/08 05:02

Vladimir Fuckov

Ísklumpar af ýmsum stærðum og gerðum geta verið margbrotið viðfangsefni [Dæsir mæðulega og horfir út um gluggann]. Þeir eru ekki endilega alltaf ískaldir; eðlisvarmi þeirra getur hinsvegar verið afar hár [Glottir eins og fífl]. Þeim sem eigi eru nægilega miklir nördar til að vita hvað eðlisvarmi er er bent á leitarvjelar á hinu sk. 'Interneti'.

Og svo, eins og bent hefur verið á, er ekkert eins einfalt og í bíómyndunum.

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.