— GESTAPÓ —
Skreppur seiðkarl
Fastagestur.
Saga - 31/10/13
Á ég skilið að vera hér?

Ég hef ekki skrifað hér í viku allavega, ef ekki meira.

Stóri Kallinn sem á allt lifibrauðið langar til að eignast alla mylsnuna af músunum sem búa í bátnum hans og brauðið sem hinir Stóru Kallarnir eiga með sömu aðferð. Og Stóru Kallarnir spila matarsuguleikina sína með hjálp Sauðaféss og Svínaféss, sem eru bræður og án samvisku gagnvart músum og hinum krúttlegu nagdýrunum.

Ef Stóru Kallarnir myndu gefa eins og 1-5% af gróða sínum til launamála þá myndu múslurnar geta átt nóg til að kaupa meðal fyrir börnin sín, keypt góðan og nógan mat í búðinni og lifað áhyggjulausu lífi því til að geta grætt lifibrauð, verður maður að gefa svolítið af því til baka - því hvað er á því að græða að taka í staðinn meira og meira, á endanum holurnar þeirra og missa svo mýslurnar úr bátnum þegar þær leita annað?

Svo eru það Fésin, bræðurnir með ljóta andann. Þeir gera aldrei neitt fyrir litlu dýrin en gera allt fyrir Stóru Kallana sem eiga allt lifibrauðið. Í einni mús heyrðist að hana langaði dálítið að bíta annaðhvort Fésið á háls og láta allt vatnið í þeim leka út og gá hvort það bætti eitthvað. Önnur mús sagði þá að fyrir hitt Fésið, og í raun restina af Andlitunum sem stýra Knallettunni, að sé þar yfirvofandi hætta á útleka, þá gæti verið að þeir myndu söðla til og breyta um starfshætti á meðan önnur mús sagði að nýtt Fés kæmi bara í staðinn og ekkert myndi breytast.

Knallettan er ísjakinn þar sem við erum öll bátrekin og margar mýs vilja þaðan fara en komast ekki vegna þess að þeim er alltaf sagt að ástandið sé að fara að skána til muna eftir hvert einasta loforð um betri kjör en það sem gerist í hvert skipti er ... ekki neitt.

Ekki neitt hefur gerst betur fyrir mýs, á jaka sem virðist núna framandi og óhuggulegur, í 6 ár núna, 30 ár þar áður og næstum 70 ár þar áður.

Ætti maður að skipta úr ísjaka yfir í sandstein? Og finna jafnvel nýja holu sem gerð er úr múrsteini?

   (1 af 4)  
31/10/13 21:00

Billi bilaði

Já.
Ekkert.
Já.
Já.

1/11/13 03:00

Rattati

Eh?

7/12/14 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Jo

Skreppur seiðkarl:
  • Fæðing hér: 26/1/08 13:31
  • Síðast á ferli: 18/10/14 21:31
  • Innlegg: 539
Eðli:
Býr tímabundið í Vancouver, British Columbia, Canada. Saknar þess að tala íslensku og gengur í skóla.
Fræðasvið:
Ýmislegt en þó ekki svo margt. Þetta er kannski ekki tölulegt en ég gæti nefnt allavega tvö atriði en þá þyrfti ég að hugsa uppí hvað ég er að telja og ég nenni því ekki.
Æviágrip:
Hefur gaman af því að rífast við fólk um suma hluti. T.a.m. þegar einhver segir að ein sú fiskategund sem eigi ekki að veiða séu hvalirnir því þeir séu túristaauðlind. Líka þegar þetta sama fólk segir að hákarlar séu hættulegasta hvalategundin, þá fer ég alveg í keng. Margir vilja auk þess halda því fram að typpi sé vöðvi, þá klæjar mig einmitt í puttana að fá að slá þeim á hné og segja, "Vertu nú ekki með þessa vitleysu..."