— GESTAPÓ —
Skreppur seiðkarl
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/09
Vancouver.

Single entry student visa = Námsleyfi, einn aðgangur.

Ég hef ekki skrifað hér í langan tíma og eru líklegast flestir ánægðir með það. Ég ákvað að setja niður örfáar línur hér samt sem áður. Nýfluttur er ég til Bresku Kólumbíu í Kanada og svo virðist sem fólkið hérna hafi óbilandi trú á því að sérstakt eiturlyf sé ekki ávanabindandi en hafi hinsvegar læknismátt á við Ésúm. Ésúm þurfti bara að snerta einu sinni, samkvæmt skáldritinu þekktasta, til að lækna. Þessir sem grasið reykja hér úti hljóta að vera afar veikir, afar veikir því magnið sem þeir eru að anda að sér er gífurlegt, óblandað og hreint. Ég átti að sjálfsögðu minn tíma þegar ég var 15 ára og þangað til um 19 ára aldurinn sem ég prófaði og stundaði þessar reykingar en hætti svo. Menn hér reykja þetta því að það er lífsstíll, þeir gefa hér út 7 mismunandi tímarit þessu tengdu og allt-þar-fram-eftir. Menn hanga svo bara inni, reykja, spila tölvuleiki og verða að sófakartöflum með þessu líferni sínu. Nóg um það.

Ég gerði þau mistök þegar ég sótti um námsleyfi hér úti að taka ekki námsleyfi með margföldum aðgangi og er ég því fastur hér í 3 ár. Það hefði ég viljað geta að fljúga heim til Vestmannaeyja og vera í faðmi fjölskyldu eftir að hafa ekki séð þau í 4 mánuði, hvað þá næsta sumar eða árin eftir það.

Ég bjó í borg utan við Vancouver sem heitir Maple Ridge og er það rónaborg mikil og hættuleg búsetu sé maður nálægt kjarnanum nema ég bjó lengra úti í sveit nær Abbotsford og Mission þar sem Vítisenglarnir ráða ríkjum. Eftir 3 mánuði í ofboðslega skitnu húsi var samningum rift því húsið var óhæft til búsetu vegna vatnsleysis í frosti og slíkt. Ég hafði 5 daga til að finna mér annan samastað. Drengirnir sem ég leigði með eru allir Kanadískir og höfðu val um hvert skyldi fara en ekki ég. Það kom á 3ja daginn að ég sá fram á að vera Íslendingur í Kanada sem þyrfti að sofa á strætum stórborgar innan tíðar ellegar borga einn 2000 dollara fyrir annan mánuð í þessu hryllilega húsi. Ég sendi út vonarvæl á feisbók og þar var Íslendingur í Vancouver og kona hans sem hreinlega björguðu mér frá allskonar slæmum möguleikum. Ég er óendanlega þakklátur þeim fyrir það.

Það er gott að geta talað íslensku hér úti. Það verður þreytandi fyrir rest að vera umkringdur ónáttúrulegu máli svo lengi að maður fái ekki að nota sitt eigið. Það hefur komið á daginn að Skype.com er með skemmtilega lausn fyrir þá sem vilja hringja ódýrt erlendis. 5 krónur mínútan að hringja héðan til Íslands í stað einhverra fáránlegra gjalda.

Það var gott að fá að pústa aðeins út hérna.

Bless.

   (2 af 4)  
2/11/09 20:02

Huxi

Sæll aftur gamli haugur. Alltaf gaman að heyra af ævintýrum Gestapóa í hinum svokölluðu útlöndum.(Sem allir vita þó að eru ekki til). Þú verður bara að sækja um breytingu á vegabréfsskráningunni, því að annars verður þú orðinn ókunnugur maður þegar þú losnar úr prísundinni. Skemmtu þér svo bara sem best með Vítisenglunum. Það er alltaf best í ókunnugum plássum að vingast við aðal þorpsglæpoana. Þá er maður látinn í friði...

2/11/09 20:02

Heimskautafroskur

Nú, eða magna seið og skreppa heim...

2/11/09 22:01

Sannleikurinn

Huksi eru Allir sjálf í Baggalútíu??

1/12/10 04:01

Kiddi Finni

Láttu þér liða vel þarna í útlöndum.

1/12/10 09:02

Kargur

Þú hlýtur að meika þetta; ég var eitt sinn í sex ár í nágrannasveit þinni án þess að hljóta af teljandi skaða.

Skreppur seiðkarl:
  • Fæðing hér: 26/1/08 13:31
  • Síðast á ferli: 18/10/14 21:31
  • Innlegg: 539
Eðli:
Býr tímabundið í Vancouver, British Columbia, Canada. Saknar þess að tala íslensku og gengur í skóla.
Fræðasvið:
Ýmislegt en þó ekki svo margt. Þetta er kannski ekki tölulegt en ég gæti nefnt allavega tvö atriði en þá þyrfti ég að hugsa uppí hvað ég er að telja og ég nenni því ekki.
Æviágrip:
Hefur gaman af því að rífast við fólk um suma hluti. T.a.m. þegar einhver segir að ein sú fiskategund sem eigi ekki að veiða séu hvalirnir því þeir séu túristaauðlind. Líka þegar þetta sama fólk segir að hákarlar séu hættulegasta hvalategundin, þá fer ég alveg í keng. Margir vilja auk þess halda því fram að typpi sé vöðvi, þá klæjar mig einmitt í puttana að fá að slá þeim á hné og segja, "Vertu nú ekki með þessa vitleysu..."