— GESTAPÓ —
Heimskautafroskur
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/08
Þorrabakkinn

Með sínu lagi

:;: Lundabagga, bringukoll og hval.:;: DA-7A
Þjóðlegur siður G
að þræla þessu niður, D
lundabagga, bringukoll og hval. AGD

:;: Og þurrkuð flök af þjóðareign úr sjó.:;: DA-7D
Svo aumt að njóta G
án nokkurs kvóta. D
Þurrkuð flök af þjóðareign úr sjó. AGD

VIÐLAG:
D A
Og við drekkum og við drekkum
h f#
og við drekkum og við drekkum
G D A
og við drekkum og við drekkum allt til botns!
D A
Og við drekkum og við drekkum
h f#
og við drekkum og við drekkum
G A D
og við drekkum og við drekkum allt til botns!

:;: Sultað bæði og sviðið andlitshold :;: DA-7D
með jafningi og rófum, G
jarðeplum nógum, D
étum sultað bæði og sviðið andlitshold. AGD

:;: Og þrumara með þrárri, feitri síld.:;: DA-7D
Svo þrútni kviður G
og þrýsti niður D
- þrumari með þrárri, feitri síld. AGD

VIÐLAG

:;: Á kæstri ókind kjömsum við í dag.:;: DA-7D
Veltum ei vöngum G
hve vel við öngum. D
Á kæstri ókind kjömsum við í dag. AGD

:;: Af hrúti sjúgum hreðjar upp úr súr.:;: DA-7D
Óskaplegt áfall G
yrði honum sáðfall. D
Af hrúti sjúgum hreðjar upp úr súr. AGD

VIÐLAG

   (34 af 35)  
2/12/08 02:01

Útvarpsstjóri

haha, góður!

2/12/08 02:01

krossgata

Fínn þorrabakki!

2/12/08 02:01

hvurslags

Hvaða lag er þetta? [klórar sér í höfðinu] Annars stórskemmtilegt.

2/12/08 02:01

Heimskautafroskur

Takk. Lagið var á sínum tíma barið saman af undirrituðum við þetta kvæði.

Heimskautafroskur:
  • Fæðing hér: 29/11/07 15:40
  • Síðast á ferli: 5/6/23 18:54
  • Innlegg: 2708
Eðli:
innræti frosksins ber af útliti hans eins og gull af eiri
Fræðasvið:
bókmenntir, myndlist og innsýn í skógrækt. hefur gaman af því að hnoða saman vísum.
Æviágrip:
klaktist út við Eyjafjörð og ól þar aldur með nokkurra ára hléi í hálfan fimmta áratug að hann stökk til Reykjavíkur.