— GESTAPÓ —
Enter
Ritstjórnarfulltrúi
Dagbók - 31/10/05
Af illa ígrundaðri seinni tíma félagsritun

Þið eruð öll önnur en þið eruð!

Hættið þessu bévaða smáborgaralega sífri og kvabbi alltaf hreint afstyrmin ykkar og skrifið eitthvað fróðlegt, uppbyggilegt og umfram allt læsilegt í félagsritin ykkar.

Hverjum er ekki drulluskítsama hver er hver, hver þið eruð og hversu margir eru yfir höfuð af hverjum?

Ef ykkur leiðist vistin hér, finnið ykkur þá eitthvurt annað Internet.

Að öðrum kosti breyti ég ykkur ölum í skóáburð.

Ástarkveðjur,
Teri.

   (1 af 2)  
31/10/05 18:02

Skabbi skrumari

Já Enter... [Skammast sín]

31/10/05 18:02

Anna Panna

Teri, ég elska þig líka.

31/10/05 18:02

Þarfagreinir

Og þar með hættu mýsnar að leika sér.

31/10/05 18:02

Tina St.Sebastian

Er ekki eina leiðin að halda árshátíð/glímumót til að friða liðið? Þú veist að þetta er bara hittingsleysisstreitan að brjótast út...

31/10/05 18:02

Herbjörn Hafralóns

Allt í lagi, en ég var bara svona að spökulera og meinti ekkert illt með mínum pistlingi.

31/10/05 18:02

Enter

Ég hélt að þið væruð búin að hittast.

31/10/05 18:02

Þarfagreinir

Og ég hélt að það væri árshátíð 11. nóvember.

31/10/05 18:02

Hakuchi

Allrahanda amen.

31/10/05 18:02

Galdrameistarinn

Það var mikið að háæri ritstjórinn lætur sjá sig.
Ég er honum 101% sammála.

31/10/05 18:02

Ívar Sívertsen

LIFI TERI!

31/10/05 18:02

Günther Zimmermann

Ég vil í þessu samhengi, án þess þó að ég sé að trana mér fram, benda á nýlegt félgasrit mitt, um skrift og réttritun. Það hafði víða pedagógíska skírskotun og fjallaði um afar akút mál í íslensku samfélagi, þ.e. tungu okkar og undirrikti hennar.

Sumsé ekki tuð um migmigmig eða aukamigmigmig.

31/10/05 18:02

Hakuchi

Lofsvert framtak hjá þér Günther. Um slíkt snýst Baggalútur. Þjóðlegan fróðleik og brennandi framfarahugsun.

31/10/05 18:02

Þarfagreinir

Og ekki má heldur gleyma ungmennafélagsandanum.

31/10/05 18:02

Hakuchi

Hafði hugsað mér hann innifalinn í brennandi framfarahugsun en sei sei jú það má vel undirstrika hann sérstaklega.

31/10/05 18:02

Günther Zimmermann

[Leggur lokahönd á fimm metra háa bronsstyttu af Hriflu-Jónasi]

31/10/05 19:00

Jóakim Aðalönd

[Leggur lokahönd á verk sitt: Peningastytta]

31/10/05 19:00

Ísdrottningin

Enter kær, það þarf að muna eftir öllum L-unum, ellegar er hér vandi á ferðum.
Annars líst mér ekkert illa á þetta með skóáburðinn ef þú hefur hann í lit. Það vantar alltaf skóáburð í flottum litum, t.d. á háhæluðu rauðu stígvélin mín.....

31/10/05 19:00

Gimlé

Vendihnappr, þetta er allt þér að kenna því meintur „innskráningarvandi“ hér á aðeins við þegar menn nota fleiri sjálf en eitt. Af þeirri uppgötvun spratt allur þessi hvellur. Og þar hefur þú það, skóáburður sæll.

31/10/05 19:00

Úlfamaðurinn

Ég er fullkomnlega sáttur við sjálfann mig hérna. Einn stórgalli á Baggalútnum er hins vegar að mönnum eins og Heiðglyrni er bókstaflega leyft afskiptalaust að senda fólki eins og mér pósta, og kalla það sínum raunverulegu nöfnum, eða nöfnum sem það notar ekki á vefsíðunni. Það kemur í veg fyrir að t.d. almenningur á Íslandi geti notfært sér vefsíðuna til að koma skilaboðum til lögregluyfirvalda ef glæpir í erlendum ríkjum eru skipulagðir en ekki rannsakaðir af hinu opinbera þar, svo að Sameinuðu Þjóðirnar séu látnar vita til að Öryggisráð geti tekið upp opinbera rannsókn.

Ég ber mesta virðingu fyrir þér, Enter, af öllum Baggalútingum, það mikla að þó að margir hafi bent mér á að senda þér pósta til að fá leyfi til birtinga á myndum eftir mig hef ég ekki þorað því af ótta við að þar með sé ég að trufla einkalíf þitt. Mörgum Baggalútingum myndi finnast þessi virðing ansi öfgafull.

Vandinn við vefsíður eins og Baggalútinn er, að þó að þær séu ágætar og gott að nota þær og allt í lagi fyrir fólk að spjalla hvort við annað, þá eru ENGAR af þeim reglum sem þeir sem stjórna síðunum sjálfir virtar, sérstaklega samskiptareglur.

31/10/05 19:00

Úlfamaðurinn

vantaði inn í setningu ´þá eru ENGAR af þeim reglum sem þeir sem stjórna síðunum reyna sjálfir að fara eftir af ýtrustu varkárni´

31/10/05 19:00

Billi bilaði

Gimlé, ég lenti fyrst í innskráningarvanda án þess að eiga auka-sjálf.

31/10/05 19:01

Gimlé

Ó við héldum þú værir Glúmur...

31/10/05 19:01

Gaz

Ég er ekkert búin að vera að rífast. Hef eiginlega pínúlítið gama af þessari "moral panik" sem er að hjá Baggalútíu þessa dagana, en jú það er bara komið nóg.

Ekki breyta mér í skóáburð!

31/10/05 19:01

Limbri

Þér er óhætt að breyta mér um mig frá mér til mín í skóáburð Enter minn kæri. Enda eiga svona ræflar eins og ég lítið annað skilið. En í guðana bænum ekki láta reiði þína bitna á vini mínum honum Órækju, hann hefur ekkert af sér gert.

-

31/10/05 19:01

Gvendur Skrítni

Það mætti segja að við kunnum að ýta á hnappana á þér Enter - er það ekki?

31/10/05 19:02

Jóakim Aðalönd

Við skulum nú bara þakka fyrir að það er til eitthvað Gestapó yfir höfuð!

31/10/05 19:02

feministi

Andskotans geðillska er þetta í þér Enter, ekki fyrr kominn heim, er þú ferð að skamma okkur uppnefnda vesalingana.

31/10/05 19:02

Enter

Hvaða déskotans ell vantar þarna, þú öla Ísdrottning?

31/10/05 20:01

dordingull

Það vantar g í síðasta orðið.

31/10/05 20:01

Skabbi skrumari

Tegri?

31/10/05 20:02

dordingull

Já, já, fín hugmynd. http://www.fallingrain.com/waypoint/RO/TEGRI.html !!!!!

Hafði þó í h*** að nýta pressuð hræ ykkar skógi mínum til hressingar

6/12/06 07:01

The Shrike

[Diffrar ritið]

9/12/06 02:01

Vladimir Fuckov

[Tegrar ritið]

9/12/06 02:01

albin

Laumupúki getur þú verið Vlad.

9/12/06 07:01

Hvæsi

Sjálfur ertu laumupúki albin.

9/12/06 07:02

krossgata

Þið eruð nú meiri árarnir.

9/12/06 13:01

Offari

Skál.

9/12/06 22:02

Rauði Úlvur


Kæri Enter!
Bjargaðu Rauða Úlvi. hann vantar svo góða Mynd
er orðin leiður á apakettinum.
Með fyrir fram þökk.
Rauði Úlvur,.

9/12/06 22:02

The Shrike

Er myndasafnið strax orðið tómt? [Klórar sér í höfðinu]

31/10/06 16:02

krossgata

[Tekur myndir]

1/11/06 06:02

Tigra

Iss

1/11/06 16:01

krossgata

[Fliss]

1/11/06 16:01

Þarfagreinir

Nei halló.

1/11/06 17:02

Texi Everto

Hvernig í ósköpunum farið þið að því að finna svona laumusvæði? Ég finn td þetta ekki.

1/11/06 21:02

krossgata

Þú ert bara svo gleyminn Texi minn.

2/11/06 07:01

Billi bilaði

Ætli félagsritun hafi lagast í kjölfar þessa félagsrits? <Klórar sér í höfuðstafnum>

3/11/06 00:00

krossgata

Um það bil mánuði síðar raffæddist ég.

3/11/06 00:01

Texi Everto

Til hamingju með rafmælið. [Steikir rjúpur]

3/12/07 09:00

krossgata

Ég hef bara aldrei bragðað rjúpur.

3/12/07 20:00

Rattati

Höglin eru vond. Sé eiginlega ekki tilganginn með rjúpum.

4/12/07 09:00

Jóakim Aðalönd

Halló!

4/12/07 14:01

Tigra

Sæll.

5/12/07 21:01

Jóakim Aðalönd

Hvað segist?

9/12/07 18:00

Jónzerinn

Blezzinegger. Sup?

31/10/07 16:02

Regína

Nei, þið hér? [Ljómar upp]

31/10/07 18:01

Geimveran

Nei, þú hér? [Ljómar upp]

31/10/07 23:01

Bu.

Blessaður![Ljómar upp]

1/11/07 00:01

Geimveran

Sæll. [Ljómar upp]

1/11/07 07:01

hvurslags

Jónzerinn mælti:

Blezzinegger. Sup?

[hrökklast aftur á bak og hrasar við]

1/11/07 09:01

Tigra

Jó.

2/11/07 10:02

Furðuvera

Laumi laum!

3/11/07 00:00

Wayne Gretzky

Til hamyngu!

3/11/07 00:00

Einstein

Hva, er enn ritað hér?

3/11/07 00:01

Villimey Kalebsdóttir

Hvað þykist þið vera að laumupúkast ?

2/12/08 11:02

Litla Laufblaðið

Milljón ár síðan ég laumupúkaðist eitthvað. [krúttast um]

4/12/08 04:02

Billi bilaði

Jæja, er ekki kominn tími á nýtt félagsrit frá þér?

5/12/08 18:00

Villimey Kalebsdóttir

VARSTU AÐ LAUMUPÚKAST HELVÍTIÐ ÞITT?

6/12/08 04:01

Billi bilaði

Ha? Ég!

7/12/09 00:01

Bakaradrengur

Hæ, hó, jibbíjey...

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

Bið um fjarlægingu tveggja skilaboða hér eftir Úlfamann (mitt fyrra líf hér)
Megi gæfan fylgja þér

3/11/13 00:01

Billi bilaði

Gleðilegt jól og farsælt komandi tólf ára rammæli.

8/12/14 01:01

Billi bilaði

Hingað vantar upplýsingar. Hmmm.

8/12/14 08:02

Grýta

Sammála...

Enter:
  • Fæðing hér: 24/6/03 18:57
  • Síðast á ferli: 15/10/15 21:45
  • Innlegg: 546
Eðli:
Enter er helsti fræðimaður þjóðarinnar. Hann hefur gert meira fyrir Ísland og íslenska menningu en Hófí, saltfiskurinn, bjórinn og sagnaarfurinn til samans.

Aukinheldur er hann sjúklega sætur.
Fræðasvið:
Mannlegur breyskleiki, lesbíismi og flestar tegundir apa.
Æviágrip:
Enter fæddist í Lýbíu um miðbik síðustu aldar, fluttist þaðan ásamt fóstru sinni og svila 12 ára gamall og sneri sér að skriftum.

Hann hefur og unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir sjálfstæðisflokkinn.