— GESTAPÓ —
Fíflið
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Sálmur - 4/12/08
Lítið kvæði um Snorra-Eddu

Snorra-Edda, allra mesta,
Íslendinga ritverk besta,
kveðskap lýðnum kennir dýran,
svo kveða megi braginn skýran.
Snorra-Eddu ávallt verður
allra mestur hróður gerður,
Garðarshólma gumar vita
hvert er merkast Hrímlands rita.

   (2 af 2)  
4/12/08 05:00

B. Ewing

Sei sei já.

Vantar samt ekki eitthvað upp á bragfræðina í lokin ? Spyr sá sem ekki veit.

Annars er þetta kvæði ljómandi ágætt.

p.s. Til hamingju með frumritið. [Ljómar ágætlega upp]

4/12/08 05:01

Fíflið

Takk fyrir fögur orð í kvæðisins garð. Hvað bragfræðinga varðar held ég hana rétta. Síðustu tvær línurnar eru sér um stuðla, Garðars-gumar stuðlar annars vegar og hvert-Hrímlands hins vegar. Það held ég að sé rétt stuðlun.

4/12/08 05:01

Regína

Já, þetta er gott kvæði.

4/12/08 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórfínt framlag. Komdu fagnandi.

4/12/08 05:01

B. Ewing

Sér um stuðla... Má það ? Annars má reyndar brjóta margar bragfræðireglur ef menn standa klárir á því hvernig þær virka...

4/12/08 05:01

Kiddi Finni

Þetta er flott. Og svo létt kveðið, maður skilur þetta bara allt. Þú ættir eiginlega að heita eitthavð annað en Fíflið.

4/12/08 05:01

Fíflið

Ég held að ég sé í rétti með að hafa línurnar sér um stuðla, þó er ég enginn sérfræðingur. Takk annars fyrir góðar umsagnir.

4/12/08 05:01

Texi Everto

Þín vísa. Þú mátt gera það sem þig langar.

4/12/08 05:02

hlewagastiR

Nú hef ég ekki flett því upp í fræðunum en það er sem mig minni að þegar siðína er sér um stuðla þá fylgi því að bragurinn sé brotinn upp með einum eða örðum hætti, svo sem önnur hrynjandi (t.d. fleiri atkvæði í tveim síðustu línum) eða annars konar rím (t.d. abababcc og c-línurnar þá sér um stuðla) en hér er engu slíku. Þetta getur þó allt eins verið bévítans vitleysa í mér.

4/12/08 05:02

Fíflið

Þetta gæti verið hárrétt hjá þér, Hlewi. Mér þætti gaman ef að einhver sem vit hefur á úrskurðaði hvort hér sé rétt stuðlað eða ekki.

4/12/08 06:02

Heimskautafroskur

Flott. Hvað sem reglum kann að líða er þetta afbragð.

4/12/08 07:00

Þessum orðum er fagmannlega saman púslað, þó stuðlabrotið í lokin stingi dálítið í augun. Vegna formfestunnar í öllu ljóðinu hefði ég haldið að stuðlunin ætti að vera hefðbundin í gegn, m.ö.o. tek ég undir orð Hlebba.

4/12/08 15:02

Fíflagangur

Fíflagangur og smámunasemi er þetta.
Þetta er fínt og hafiði það.

4/12/08 15:02

Skabbi skrumari

Glæsilegt... Skál

Fíflið:
  • Fæðing hér: 14/11/07 20:12
  • Síðast á ferli: 23/11/11 12:42
  • Innlegg: 81
Fræðasvið:
Hverskyns fíflaháttur og asnagangur, auk þess sem Fíflið er áhugamaður um fagra íslensku og góða málnotkun. Fíflið hefur líka allt frá árinu 1999 verið áhugamaður um súrínamískar bréfdúfur og þykir býsna fróður á því (fræða)sviði.