— GESTAPÓ —
Álfelgur
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 5/12/07
Lúðar

Hvað fær sumt fólk út úr því að níða aðra?

Ég fór á tónleika um daginn. Svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að svona um miðbikið skrapp ég inn á snyrtingu til að hressa mig við eins og dömu er von og vísa og þar inni var ung stúlka vel í holdum, hágrátandi. Ég vildi nú ekki vera mikið að skipta mér af en komst þó að meini hennar eftir útsmognum leiðum.
Hún hafði verið fremst í salnum, hlustandi á tónlist og skemmtandi sér bara dável. Komin vel í glas ákvað hún að víkja sér að næsta manni og spyrja um daginn og vegin, svona eins og maður gerir oft þegar maður er kominn í glas... svarið sem hún fékk var:
Þegi þú feita!

Nú spyr ég:
Hverskonar ómennisdrullusokkur kemur svona fram við fólk! Hverskonar kvenhatrurslúði þarf maður að vera til að brjóta niður manneskju sem hefur ekkert gert á manns hlut annað en að vera til og reyna að ná sambandi við mann.

Það sorglega við söguna er að þessi stelpa var greinilega með það lítið sjálfstraust að hún grét yfir þessu allt kvöldið.
Sem sagt lúðinn vann og stelpan fór grátandi heim!

Hvar er réttlætið?

Ég vona að hann eigi einhverntíman efitr að finna það hvernig er að láta koma svona fram við sig, ég vona að einhver sem skiptir hann máli eigi eftir að segja honum hverslags dómadags lúði hann er og að hann eigi eftir að fara grátandi heim.

Það er hægt að finna ótrúlega mikið af kvenhatandi lúðum og drullusokkum í þessum heimi. Ég vona að þeim líði reglulega illa öllum saman!

   (6 af 9)  
5/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

Sá sem svona gerir er líklega frekar ungur. Hann er týpan sem á eftir að festast í þessu hlutverki og komast þar af leiðandi ekkert áfram í lífinu. Hann á eftir að vera sami ruddinn og halda að hann sé voða sniðugur. Stelpan á svo eftir að lenda í hugarangist vegna ástands síns og reyna hvað eftir annað til að laga vaxtarlagið en skorta sjálfstraust til. Láttu mig vita þetta, ég hef verið í mjög svipaðri aðstöðu og stelpan nema hvað ég er karlkyns og ég græt ekki undan svona ummælum þar sem ég hef lært að brynja mig gegn þeim. En manni sárnar ummæli á borð við þetta frá fólki sem maður þekkir ekki vitundarögn. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svona bombur hafa því miður fallið á Gestapó og er það miður þar sem hér erum við bara myndir en raunheimaútlit skiptir engu máli, það eru jú bara leikarar sem Glúmur ræður í hvert sinn.

5/12/07 01:00

Álfelgur

Ef maður er feitur - þá er bara meira af manni til að elska! Punktur og pasta má ekki breyta!
P.s ég er líka vel í holdum og stolt af því!

5/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

Það er vissulega meira af manni til að elska en það sakar ekki að reyna að minnka umfangið því það getur reynst erfitt að fara í njósnaferðir til útlanda þegar holdið er mikið. Svo veldur það ýmsum fylgikvillum sem maður væri ákaflega kátur að vera laus við. En það eeeer bara svo erfitt að losna við þetta helvíti.

5/12/07 01:00

Jarmi

Það er öllum strítt af einhverju. Allir hafa veikan punkt. Og ég held að við höfum öll orðið fyrir einhverskonar árásum vegna hluta sem við getum lítið gert við.
Maður verður þá bara að taka á þeim málum hverju sinni og átta sig á að þetta er harður heimur sem þarf að kljást við dag hvern og þá er gott að eiga góða að til að styðja sig.
Jarminn hefði lamið þennan gaur ef um væri að ræða vinkonu hans.

5/12/07 01:00

Álfelgur

Sko. Barnið vex en brókin ekki! EF það er erfitt fyrir feitan mann að komast í sæti í flugvél þá er það ekki maðurinn sem er of feitur... það er sætið sem er of lítið!

ÉG er búin að fá mig fullsadda af þessu: Farðu í megrun eða vertu úti samfélagi!
Ég segi: Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú vilt!

5/12/07 01:01

Aulinn

Æj hvað ég finn fyrir stelpunni. Ég er alveg sammála Álfelgur maður á bara að borða það sem maður vill þegar maður vill. Og svo lengi sem manni líður vel er allt gott.

5/12/07 01:01

Tigra

Svo lengi sem maður stefnir ekki sjálfum sér í hættu með ofáti finnst mér vel í lagi að vera ágætlega í holdum.
Ég er engin baunaspíra en ég er langt frá því að vera feit. Samt nær þetta líka til mín. Maður hefur stöðugar áhyggjur um að nú sé maður orðinn of þungur eða feitur... og þá muni samfélagið hrinlega fyrirlíta mann.
Ég er alveg viss um að ég hefði endað þarna skælandi inni á klósetti líka ef einhver hefði sagt þetta við mig. Samt er ég ekki einu sinni feit.
Ég vona að stelpuræflinum líði betur... Ég vildi svo að gaurinn yrði jafn rotinn að utan eins og hann er að innan.

5/12/07 01:01

Bleiki ostaskerinn

Mér þykir líka rétt að benda á að það er alveg jafn dónalegt og andstyggilegt að hreyta framan í fólk að það sé grindhorað eða ógeðslega mjótt. Ég hef verið það grönn að ég taldi næstum rifbeinin í gegn um úlpu, og sama hvað ég reyndi þá gat ég ekki breytt því. Og fólk hikaði ekki við að segja að ég væri ógeðslega mjó eða horuð og rak svo upp nettan hlátur eins og það héldi að ummælið hafi flokkast sem hrós.

5/12/07 01:01

Garbo

Alveg sammála. Það er ömurlegt þegar komið er illa fram við fólk sem ekkert hefur unnið til þess.

5/12/07 01:01

Grágrímur

Ég hef alltaf sagt að svo lengi sem maður getur staðið á eigin fótum er maðurí fínu formi... hvort manni líði svo sjálfum vel svoleiðis er allt sem skiptir máli og kemur engum öðrum við.

En sá sem kemur svona fram við aðra manneskju er bara drullusokkur sem maður vonar að endi í ræsinu.

5/12/07 01:01

Dula

Já þetta er alveg satt, hvernig sem maður er í laginu, hvort maður er kelst til of spengilegur eða aðeins of búsældarlegur þá er manni strítt, ég og minn X litum út einsog Steini og Olli og tengdó var nú tvöfaldur ég en samt gat hann alltaf strítt mér á að ég æti kallinn útá gaddinn þegar það var í raun öfugt.

Oft sárnaði mér þar sem ég var nú ófrísk eða með barn og brjósti mestan part af okkar sambandi og átti allsekki skilið svona ömurlegar athugasemdir.

5/12/07 01:01

albin

Þetta var ekki fallega gert af mér. Né sé ég eftir þessu.

5/12/07 01:01

Andþór

Ég á svo erfitt með að skilja hvað fær menn til að haga sér svona.

En ég er líka bara helvítis pussa sem aldrei þorir að segja ljótt um nokkurn mann... nema sjálfan mig.... enda er ég hálfviti.

5/12/07 01:01

krossgata

Latabæjaranórexíudýrkunin og -áróðurinn er afsprengi velmegunarinnar. Í löndum örbirgðar, t.d. mörgum afríkulöndum, þykir feitt fallegt. Ég þætti líklega þolanleg þar, kannski ívið of horuð þrátt fyrir alla mína björgunarhringi.

5/12/07 01:01

Nermal

Ég var nú á tímabili 190 cm og tæp 70 kíló. Oft virtist fólki finnast það vera alveg í lagi að minnast á að maður væri nú alveg að detta í sundur og fleyra þannig. Ég át nú samt eins og andskotinn og var ekki í neinni líkamsrækt. Brendi bara svona rosalega. En þessi gaur sem sagði þetta er bara ræfill og rotta. Útlitið er ekki allt. Það sem er innra með fólki er margfalt meira virði. Hún Nótta mín er nú dulítið búsældarleg, en ég elska hana alveg í ræmur.

5/12/07 01:01

albin

Hvað ertu þá núna?? 120 cm og 70 kg?

5/12/07 01:02

Kargur

Þetta stafar allt af BLUP kynbótamatinu. Þar er meira lagt upp úr byggingu en geðslagi. Þið getið kennt hrossaræktinni um þetta.

5/12/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Ég var á tímabili 70 cm og tæp 190 kíló. Svo bara hætti ég að fá mér sykur í kaffið og hvað haldið þið? Ég hækkaði um rúman metra, missti næstum 100 kíló og sparaði í heilan peningatank!

Annars þarf að berja smá vit í þennan gaur. Sendum Fazmo á hann!

5/12/07 02:01

Don De Vito

Einu sinni gerðist einn náungi svo frakkur að spyrja mig hvað ég væri að pæla með að vera með sólgleraugu inni.

Ég barði hann þar til hann missti meðvitund, þá ákvað ég að blása í hann lífi. Svo barði ég hann aftur. En það er önnur saga.

5/12/07 02:01

Texi Everto

Já, þessi náungi er argasta fífl - aumingja hann, það hlýtur að vera ömurlegt að vera hataður lítill skíthæll eins og hann er. Sem betur fer er nóg af okkur hinum líka, sem erum frekar til í að senda stelpunum blikk heldur en að vera með aumingjalegt slefberaskítkast eins og herra "Saur í Fötum" sem þarna hefur verið á ferð.

5/12/07 02:01

Þarfagreinir

Jóki - vantar ekki í þessa sögu þína að þú lifðir á Makkdónalds í þrjú ár og þér hafi sjaldan liðið betur en einmitt þá?

5/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá...

5/12/07 05:01

Von Strandir

Þegiðu feita.

Álfelgur:
  • Fæðing hér: 26/9/07 11:08
  • Síðast á ferli: 21/4/16 09:44
  • Innlegg: 2972
Eðli:
Lítil skrýtin vera.
Fræðasvið:
Hefur fá eða engin fræðisvið enn, vonast eftir að bæta úr því hér
Æviágrip:
Fæddist í álagaskógi og lifir þar enn.