— GESTAPÓ —
Álfelgur
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/07
Ástarsorg

Ég er ekki í ástarsorg, en ég ímynda mér að hún sé hræðileg.

Sál mín er sem liðið lík
þótt lungun sífellt andi.
Einmanna er, flón og frík
ferðast ein á sandi.

Eitt sinn héldu armar tveir
aumri tík á floti.
Sem annað líf, þá ástin deyr
og endar gjalds í þroti.

Huga minn sú hrjáir veira
hversvegna að lifa, eira
Von mig auma eftir skilur
eina, brotna, horfin ylur.

En alltaf sneri vonin við
válegur er kraftur
Lék á mig að líta við
langa að byrja aftur.

Nú drekki von í höfgu hafi
held mér fast í djúpu kafi.
Hjartað vill ei honum gleyma
hamast við að dreyma.

En höfuðið vill gleyma
Stundum til að lifa þarf að gleyma...

   (7 af 9)  
1/12/07 08:01

Skabbi skrumari

Mjög gott... mér tekst allavega að lifa mig inn í sorgina, þó ekki sé ég beint sorgbitinn maður... Skálút...

1/12/07 08:01

krossgata

Þetta getur örugglega verið nokkuð nærri lagi hjá einhverjum. Óttalega svikul þessi von að snúa svona á fólk, enginn friður að hanga í eymd og vonleysi.... hún er kannski svolítið uppáþrengjandi?

1/12/07 08:01

Regína

Af hverju ertu að ímynda þér ástarsorg? Mér finnst síðasta hendingin best.

1/12/07 08:01

Andþór

Góð! [Skál]

1/12/07 08:01

Álfelgur

Æji ég fór að hugsa um hversu rosalega ljótt er að sparka í fólk sem er í ástarsorg eins og Reynir gerði við Galdra. Svo flaug í huga mér ein setning sem varð að þessu. Mér finnst þetta samt ekki nógu gott en ákvað að birta það samt, aðallega til að fá gagnrýni sem nýtist í að fullkomna þetta litla verk. Endilega komið með svæsna og ósanngjarna gagnrýni, ég læri bara af því!

1/12/07 08:01

Billi bilaði

Venjulega sér maður svona ljóð samanstanda af vísum í sama bragarhætti. Hér er dálítið skipt á milli bragarhátta sem getur dregið athygli frá ljóðinu, en það er ekkert sem bannar það. Hér er það kannski frekar myndin sem verið er að draga upp sem skiptir máli.

1/12/07 08:01

Andþór

Endilega bara yrkja sem mest!

1/12/07 08:01

Huxi

Já já, bara bömmerinn alltaf hreint. Það er ekki verri ástæða en hver önnur til að æfa sig í yrkingum.

1/12/07 08:01

Álfelgur

Takk kærlega Billi. Það er frábært þegar fólk gagnrýnir því annars lærist ekkert.
Já það væri flottara ef þriðja vísa væri eins og fyrstu tvær, auðvelt að laga, stekk í það.

1/12/07 08:02

Skabbi skrumari

Það er líka spurning með hvernig stemmningu þú vilt skapa... það getur komið vel út að skipta um bragarhátt, t.d. hafa styttri ljóðlínur ef eitthvað á að vera að gerast hratt og lengri ljóðlínur ef einhver rólegheit eru í gangi sem dæmi... þá reglubundnar breytingar líkt og í lagi...
Annars er ég sammála Billa að mestu...

1/12/07 08:02

Billi bilaði

Akkúrat, Skabbi. Eins og tvær síðustu línurnar, sem brjóta upp og koma með niðurlag. Það getur verið (og er hér) flott.

1/12/07 08:02

Álfelgur

Ég geri það samt ósjálfrátt að lesa vísurnar sem hafa fleiri atkvæði hraðar og finnst sjálfri eins og það sé íhraðari atburðarrás. Kemur það ekki út þannig fyrir ykkur?

1/12/07 09:01

Skabbi skrumari

Það hefur líka áhrif hvort rímið er eitt atkvæði eða fleiri... því ef rímið er eitt atkvæði þá myndast pása í upplestri ljóðsins... einnig er munur á hvort um er að ræða þríliði og tvíliði... það er margt sem maður getur gert til að skapa vissa stemmningu í kvæðunum... en ég held að maður verði bara að finna það út sjálfur...

Braghendur eru til dæmis með langa fyrstu línu, en mér finnst það samt alltaf lesast frekar hratt (öfugt við það sem ég sagði í síðasta orðabelg mínum), síðlínurnar tvær eru síðan hálfgerð niðurstaða og oft öllu rólegri yfirlestrar...

1/12/07 09:01

Grágrímur

http://slytherin.hex.is/tts/ragga/20080109/5012935935fa38116e28e432a6029354. wav

Ragga

1/12/07 09:01

Álfelgur

Noh! Það er ekkert annað! Bara víðfrægir einstaklingar og verndarar lútsins farnir að flytja ljóðin mín. Hvílíkur heiður!

4/12/07 01:02

Garún

Flott ljóð, eins gott að þurfa ekki að upplifa ástarsorg.

Álfelgur:
  • Fæðing hér: 26/9/07 11:08
  • Síðast á ferli: 21/4/16 09:44
  • Innlegg: 2972
Eðli:
Lítil skrýtin vera.
Fræðasvið:
Hefur fá eða engin fræðisvið enn, vonast eftir að bæta úr því hér
Æviágrip:
Fæddist í álagaskógi og lifir þar enn.