— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/07
Suðurskautslandið

Með kassa af blút í fanginu stökk ég í fallhlíf úr 30 þúsund feta hæð yfir suðurskautslandinu í þeim tilgangi að handsama nokkur eintök af hættulegasta skrýmsli sem nokkurntímann hefur goggað í freðna jörð.
Hina margfrægu árásarmörgæs (Attakus SuperMega Aptenodytes patagonicus).

Það fyrsta sem ég tók eftir þar sem ég sveif yfir ísnum var að það var svoldið kalt og ég hefði betur komið með húfu.
Eftir harkalega lendingu í myndarlegum snjóskafli hófst ég handa við að tjalda og setja upp einhverskonar búðir mér til afnota. Mér til hryllings áttaði ég mig á að það eina sem ég hafði tekið með mér var blútur.
Allt annað hafði gleymst.

Ég var nú ekki að láta svona smáatriði eins og skort á matvælum og húsaskjóli á mig fá og fékk mér nokkra blúta svona til að hressa upp á sálina.
Það næsta sem ég man er að ég var kominn heim og heimili mitt er gjörsamlega yfirtekið af mörgæsum. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég komst með þær til baka en það skiptir kannski ekki höfuðmáli.
Nú þarf ég bara að hefjast handa við að þjálfa þær.
http://en.wikipedia.org/wiki/Image:AntarcticaSummer.jpg
Árásarmörgæsir eru þjálfaðar í því að vera svakalega krúttlegar og svo þegar fórnarlambið á sér einskis ílls von þá bítur hún það á barkann.

Nú þarf ég bara einhvernveginn að kenna þeim að ráðast ekki á blaðberann og hætta að sulla í klósettskálinni. Þá er takmarkinu náð.

Annars mun ég bráðum birta dagbókarfærslur frá því þegar ég fór í aðra hættuför til að handsama hina margfrægu rúllukragarottu.
Rúllukragarottur eins og flestir vita festa sig á hálsmálið á venjulegum peysum og þykjast vera rúllukragar. Svo þegar fórnarlambið á síst von á eða þegar það er farið að gruna að viðkomandi peysa var ekki með rúllukraga lætur rúllukragarottan til skarar skríða. Útkoman er ekki falleg.

   (11 af 48)  
9/12/07 08:00

Villimey Kalebsdóttir

haha Flottur!! Mig langar í svona mörgæs!

9/12/07 08:00

Upprifinn

ég treystii því að þessar gæsir þínar verði orðnar sæmilega viðræðugóðar á árshátíðinni.

9/12/07 08:00

Jóakim Aðalönd

Gæsir eru varhugaverðar í hvívetna. Vonandi átt þú afturkvæmt frá för þinni til Suðurskautslandsins. Ferðu til Amundsen-Scott?

Hvort ert þú kallinn með skeggið eða sólgleraugun?

9/12/07 08:01

Tigra

[Stimplar í vegabréfin hjá öllum mörgæsunum svo að lítið beri á]

9/12/07 08:01

krossgata

Þær þekkja að sjálfsögðu óvini ríkisins frá þegnum ríkisins er það ekki?
[Heldur fyrir hálsinn]

9/12/07 08:01

Garbo

Þetta hljómar allt mjög spennandi.

9/12/07 08:01

Bleiki ostaskerinn

Þessar mörgæsir eru grunsamlegar.. Ertu búinn að leita að hlerunarbúnaði á þeim?

9/12/07 08:01

Andþór

Jú þær hafa verið þjálfaðar til að þekkja þegna ríkisins á blúts og ákavítislykt.

Það er rétt að mörgæsirnar eru ákaflega grunsamlegar. Þess vegna hef ég stranglega bannað þeim að taka þátt í mafíuleik.

9/12/07 08:01

Fíflagangur

Þessi saga er uppspuni frá rótum. Suðurskautslandið er ekki til.

9/12/07 08:01

Þarfagreinir

Blútur nýtist vel sem næring, og sem húsaskjól líka. Úr flöskunum má nefnilega búa til hið dægilegasta snjóhús.

9/12/07 08:02

Huxi

Þetta er nú það mesta endemis bövað djöfulsins bull og kjaftæði sem ég hef á æfi minni lesið... Endilega, skrifaðu meira...

9/12/07 09:00

Vladimir Fuckov

Þetta er afar athyglisvert. Vjer bíðum spenntir eftir frekari tíðindum en óttumst að óvinir ríkisins hafi fundið nýja leið til hernaðaraðgerða gegn Baggalútíu.

9/12/07 09:01

Rósa Luxemburg

Verð á varðbergi gagnvart mörgæsum héðané frá. Takk fyrir ábendinguna.

9/12/07 12:01

Hexia de Trix

Hvernig er það, verða þær ekki líka þjálfaðar í að finna lyktina af Hexiukakóinu?

9/12/07 16:00

Andþór

Jú, það er vissara.

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.