— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 4/12/07
Úrslit Baggalútíuleikanna

Hér eru úrslitin eftir mjög spennandi keppni! (Nema í teningakastinu þar sem Herbjörn kom, sá, sigraði og fór heim með flottustu stelpunni)

Keppendur í teningavarpinu og hæsta kast þeirra:

Herbjörn Hafralóns 34 1. Sæti
Nermal 33 2. Sæti
Tígra 30 3. Sæti
Ívar Sívertsen 29
Útvarpstjóri 28
Alvörumaðurinn 28
Hvæsi 27
Huxi 26
Garbo 26
Regína 26
Álfelgur 26
albin 26
Gísli Eiríkur og Helgi 25
Grágrímur 25
Skabbi skrumari 25
Goggurinn 25
Næturdrottningin 25
Garún 25
Jarmi 24
Grýta 24
Billi 24
krossgata 23
Dula 23
Galdrameistarinn 23

Álfelgur fékk 10 í einu kastinu.
Galdri 12 og Upprifinn 13.
Við skulum klappa sérstaklega fyrir þeim.
---
Í dramakastinu voru margir tilkallaðir en félagsritið þar sem Grýta fór sannfærandi hamförum hlýtur að gera hana að sigurvegara. Félagsritið halaði inn 37 athugasemdum og verð ég að viðurkenna sjálfur að ég hélt á tímabili að henni væri alvara og bölvaði mér í hausinn á mér að hafa haft þennan lið með. Stórkostlegt dramakast alveg!

---
Alls bárust ritstjórn 37 fyrirspurnir í dag. Verða örugglega glaðir með það. Fjöldi þeirra á hvern spyrjanda birtist hér:

Vladimir Fuckov 7
Upprifinn 5
Billi bilaði 2
Álfelgur 2
Andþór 2
Goggurinn 2
Ívar Sívertsen 2
albin 1
Tígra 1
B. Ewing 1
Lopi 1
Texi Everto 1
hvurslags 1
krossgata 1
Dula 1
Útvarpstjóri 1
Garbo 1
Offari 1
Skabbi skrumari 1
Hvæsi 1
Sigfús 1
Næturdrottningin 1

Ég held ég muni senda ritstjórn kannski eina fyrirspurn eða svo á morgun til að fá skorið út um sigurvegarann. En ljóst er að Vladimir og Upprifinn eru þeir sem sóttust eftir flestum svörum í dag enda með endemum fróðleiksfúsir.
---
Nýliðabusunin fór þannig fram:

Drengur að nafni Eyjólfur mætir í innflytjandahliðið og kynnir sig.
Offari býður hann velkominn.
krossgata hneykslast á íslenskukunnáttu Eyjólfs og strunsar út.
Kiddi Finni spyr hvort það eigi að gefa nýliðum bús.
krossgata nefnir það helsta sem var að kynningu Eyjólfs og segir honum að klára leikskólan og koma aftur eftir 20 ár.
Texi Everto hótar því að gefa Eyjólfi hattinn sinn til áts og grýtir í hann orðabók.
Huxi býður Eyjólf kærlega velkominn, býður honum blút og kynnir hann fyrir færeyingnum. Dregur hann síðan afsíðis og reynir að fá hann úr bolnum.
Hvæsi biður nýliðan ófallega um að skúra.
hvurslags sturtar Eyjólfi faglega og án orðlenginga í klósettið.
Hvæsir hótar Eyjólfi með eggvopni.
Huxi verður sár þegar atlotum hans er ekki svarað í sömu mynt og tekur markspyrnu í Eyjólf.
Goggurinn kynnir Eyjólf fyrir Smábagga, litlu dúlluni sinni, 3 metra löngu erfðabreyttu kóbaltköngulónni.
Huxi sakar Eyjólf um fordóma og felur honum kústskaft til vörslu, innvortis.
Upprifinn tjáir Eyjólfi föðurlega að hann eigi að sýna eldri póum virðingu og að ef Huxi vilji "þrykkja hann í görn" þá sé hann ekki of góður til að þyggja blíðuna.
Kargur mætir loksins og yfirgefur svæðið með nýþrifinn fjósastígvél.

Huxi tók þarna nýjan pól á nýliðabusunina og mikið er ég feginn að hann var ekki þar til að busa mig á sínum tíma. Huxi og blíðuhótanir hans áttu innflytjendahliðið þennan dag.
---
Í þrætu og tittlingaskítskeppninni er ákaflega erftitt að nefna sigurvegara. Eftir mikla yfirlegu þá get ég ekki sjálfur séð um að dæma það. Gestapóar mega senda mér einkapóst og kjósa þrætu og tittlingaskíts kónginn/drottninguna. Ég get ekki gert upp á milli.
---
Í þráðahlaupinu mikla kepptu því miður ekki alveg nógu margir. Hinsvegar held ég að það hefði skipt litlu því Goggurinn sigraði með yfirburðum. Það er greinilegt að krafturinn er með honum. Grýta var í öðru sæti og hvurslags kom í því þriðja stutt á eftir.
Upprifinn, Útvarpstjóri, Ívar, Skabbi og krossgata hlupu einn hring sér til heilsubóta og upplífgunar en Hvæsi var óvenju bleikur í dag og nennti ekki.
---
Í eftirhermukeppninni væri vel við hæfi ef heiðursöndin sjálf Jóakim myndi tilnefna sigurvegar. Heyrirðu það gæskurinn! Ljúfurinn, ertu til í að senda mér það góurinn eða skrifa hér fyrir neðan? Takk kjúllaskinn!
---
Sérstök verðlaun:

Sérstök Hannesarverðlaun fær Ziyi Zhang og Jóakim Aðalönd. Félagsrit Ziyi er því miður horfið en betrumbætt komment Upprifins skrifað af Jóakim Aðalönd má sjá við næstsíðasta félagsriti Grýtu. Það komment hafði þegar aflað Upprifnum hinn eftirsótta titil "Negradýrkari" og bíðum við spennt eftir að hann færi hann í undirskrift sína.

Krútt dagsins var að venju Vladimir Fuckov forseti. Þetta er eins og með Herbjörn í teningahöllinni, æfingin skapar meistarann.

Sérstaklega vil ég þakka Tígru fyrir sitt framlag í dag, þetta hefði ekki verið geranlegt án hennar. Ég hefði sennilega líka sofið allan daginn ef hennar hefði ekki nytið við.

Takk fyrir mig.

   (15 af 48)  
4/12/07 21:00

Lopi

Takk Andþór. þetta var allveg stórskemmtilegt. Sérstaklega dramakeppnin.

4/12/07 21:00

Grágrímur

Missti því miður af... rétt náði að kíkja í teningakast, en hljómar eins og þetta hafi verið fjör...

4/12/07 21:00

Hvæsi

Vann ég ekki neitt ?
<Strunsar út og brýtur hurðina í leiðinni>

4/12/07 21:00

Offari

Ég er farinn í allvöru dramakast fyrst ég fékk ekki að vinna neitt.

4/12/07 21:00

Álfelgur

Já og mér finnst svindl að Grýta hafi fengið að svindla sér inn sigur! [Strunsar út af sviðinu og skellir fast á eftir sér]

4/12/07 21:00

Álfelgur

Svo finnst mér líka svind að það hafi ekki verið klappað fyrir mér einni, því ég átti klárlega lélegasta klappið í tengingakastinu! [Strunsar aftur út af sviðinu og skellir á eftir sér!]

4/12/07 21:00

Álfelgur

Já! Og svo finnst mér glatað að leikarnir hafi bara fengið fjórar stjörnur en ekki fimm! [Púar á Andþór, strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér!]

4/12/07 21:00

krossgata

Vlad er EIGI krútt.

Ég er bara að taka ómakið af honum greyinu, hann er örugglega orðinn raddlaus.
[Glottir eins og fífl]

Skemmtilegir leikar. Mér finnst að ég hafi átt að fá verðlaun til að vera fyrst til að hóta að vera kyrr á Gestapó í dramakasti.
[Strunsar út úr félagsritinu og á aðra þræði]

4/12/07 21:01

Útvarpsstjóri

[klappar fyrir Andþóri og öllum sigurvegurum leikanna]

4/12/07 21:01

Dula

Já þessi atburður var hressandi fyrir móralinn á gestapóinu.

4/12/07 21:01

Kiddi Finni

En nýlíðar og nýbúar fengu aldrei bús. Svindl!

4/12/07 21:01

Tigra

Ég vann! Ég vann brons! Fæ ég medalíu?
[Ljómar upp]

4/12/07 21:01

Upprifinn

Takk fyrir, þetta var frábært framtak hjá þér Andþór.

4/12/07 21:01

Hvæsi

Af hverju vann ég ekki dramakastið, ég bauð meiraðsegja uppá PESTÓ !! ?

Svo finnst mér ég hafa unnið nýliðabusunina !

4/12/07 21:01

Vladimir Fuckov

Þetta var mjög skemmtilegt, vjer misstum að vísu af mestum hluta af þessu sökum anna í sk. 'raunheimum' og vissum því ei að í gangi væri fyrirspurnakeppni fyrr en vjer vorum búnir að senda inn nokkrar fyrirspurnir [Glottir eins og fífl].

Ætli vjer sjeum þannig ekki örugglega einir um að hafa alveg óvart sigrað í einhverjum flokki ?

4/12/07 21:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Mér finnst að Sigfús eigi að fá viðurkenningu fyrir skemmtilegustu fyrirspurnina, og ég vil einnig skora á ritstjórnarmeðlimi að svara henni með sannindum!

Óttalega er Fyrirspurn annars hallærislegt orð..

4/12/07 21:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er alsæll með minn hlut.

4/12/07 21:01

Lopi

Það á nú vel við að konungur teningahallarinnar sigraði í teningakeppninni. Til hamingju Herbjörn.

4/12/07 21:01

Goggurinn

Ég vissi ekkert af þessari keppni, líkt og Vladimir, fyrr en ég hafði sent mínar báðar. Hélt að þetta væri þessi venjulega súrsæta stemning sem einkennir vanalega fyrirspurnasvæðið.

4/12/07 21:01

Goggurinn

Í þessum orðabelg að ofan vísa ég að sjálfsögði í fyrirspurnarleppnina. En þetta var öflugt framtak hjá Andþóri. Ég bíð spenntur eftir hefndum fyrirspurnadrukknandi ritstjórnar.

4/12/07 21:01

Vladimir Fuckov

Vjer bíðum aðallega spenntir eftir að hæstvirt ritstjórn drattist til að svara a.m.k. einhverjum af fyrirspurnum vorum.

4/12/07 21:01

Huxi

Viuu viiuu, ég vann ég vann ! ! [Hleypur um sviðið gjörsamlega stjórnlaus uns hann hleypur á vegg og vankast. Lagast lítið við það samt]

4/12/07 21:02

Don De Vito

Af hverju var mér ekki sagt frá þessari keppni?! Ég er ekki sáttur, þetta var ekki nógu vel auglýst!

Annars hélt ég eins og Goggurinn að fyrirspurnaflippið væri bara eitthvað... tjahh flipp, Einnig hélt ég að dramakastið í Hvæsa væri alvöru dramakast og að Eyjólfur væri alvöru nýliði. Samt ágætis framtak.

4/12/07 21:02

Jóakim Aðalönd

Hvað varðar eftirhermukeppnina, var ég að skoða hana rétt í þessu og þetta er nú varla þess virði að yrða á, hvað þá meira. Allir voðalega fastir í forarpytti í fyrsta gír! Hvað með hugmyndaauðgi og smá frumleika? Upprifinn var sá eini sem huxanlega á eitthvað skilið að vinna, því hann er jafn viðurstyggilega sjálfumglaður siðapostuli og ég. Hinir komast nú ekki með sjóndeildarhringinn þar sem ég hef hælana!

4/12/07 21:02

Garbo

Þetta var virkilega skemmtilegt! Takk Andþór.

4/12/07 21:02

Upprifinn

Þýðir þetta að ég hafi unnið þessa keppnisgrein.

4/12/07 21:02

Jóakim Aðalönd

Að öllum líkindum. Sá eini sem átt það eitthvað skilið...

4/12/07 22:00

Upprifinn

Knúsar Jóa.

prumpar og ælir.

4/12/07 22:00

Ívar Sívertsen

HEY, ÉG VAR FLJÓTASTUR Í ÞRÁÐAHLAUPINU!

4/12/07 22:00

Jóakim Aðalönd

Ég var fljótastur að hlaupa í þvottavélinni...

Þá varð nú útlitið fyrst svart, ég meina hvítt, þegar ég fór svo í þurrkarann. Púffuönd dauðans...

4/12/07 22:00

Ívar Sívertsen

Púfönd sem lyktar eins og landsmót homma.

4/12/07 22:00

Jóakim Aðalönd

Hvernig þekkir þú þá lykt?

4/12/07 22:00

Ívar Sívertsen

Ég kannast við glysgjarna homma. Það eru þeir sem nota ilmvötnin með þungu lyktinni.

4/12/07 22:00

Ívar Sívertsen

Og þegar of mikið mýkingarefni er notað þá kemur mikil lykt.

4/12/07 22:01

Goggurinn

[Híar á Ívar] Þú ert bara öfundsjúkur, hí hí hí.

4/12/07 22:02

Nermal

Ég var svo nálægt þessu í teningakastinu.... vantaði bara eitt stig til að jafna

5/12/07 02:01

Hvæsi

ÉG BAUÐ UPPÁ PESTÓ Í DRAMAKASTINU !!!!

Ég legg til að þessi dómnefnd segi af sér !

5/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

...og flytji af landi brott!

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.