— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/07
Hugleiðing inspíruð af liðnum páskum

Það getur verið að leirburðurinn neðst hafa birst einhverstað áður hérna. Mig minnir samt ekki og ef svo er, hvað með það.

Þú skalt ekki aðra hafa guði´ en mig.
Ekki skaltu rífa kjaft né ybba þig.

Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Látum ekki kirkjusjóði verða galtóma.

Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
Hafa skaltu prestinn fullan, heimskan, tregan.

Heiðra föður þinn og móður þína.
Þó þú búir meðal svína.

Þú skalt ekki morð fremja.
En konu þína máttu lemja.

Þú skalt ekki drýgja hór.
Nema eftir sjötta bjór.

Þú skalt ekki stela.
Ef ekki næst að þýfið fela.

Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Með einelti við betur, lengur pínum.

Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
Þetta er sama´ og boðorð tíu, án gríns!

Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.
Ekki skaltu elta þína drauma, vertu bara metnaðarlaus og gerðu það sem þér er sagt auminginn þinn svo einhver (sennilega náungi þinn) hagnist á því enda er hann mikið betur ættaður og menntaður og á að hafa það betra en þú akurhænan þín.
-------

Mér leiðist hið eilífa vesenisvæl,
vanvitans, neyslunar peningaþræl.
Því getið þið alls ekki unað við sæl?
Elskað og lifað og dáið.
Hvað þarf að gerast svo loksins þið sannleikann sjáið!

Ég þoli´ekki andskotans aumingjatuð,
asna og ræfla sem brúka enn snuð.
Ég neita að trúa á gagnslausan gvuð!
glaður skal fara´ eitthvað annað.
Í helvíti´ er sýnist mér vægast sagt mun betur mannað!

   (21 af 48)  
4/12/07 03:01

hvurslags

eða eins og Sverri Stormsker sagði:

Þegar vesælt viskumegn
veldur sálarfúa
þá er huggun harmi gegn
að hafa á nóg að trúa.

4/12/07 03:01

Dula

Andþór ! þú ert snillingur segi ég.

4/12/07 03:01

Billi bilaði

Leirburðurinn finnst mér mjög góður, og mun betri en það sem er ofan hans.

4/12/07 03:01

Andþór

Jamm, þetta að ofan er náttúrulega bara fíflagangur.

4/12/07 03:01

Tigra

Haha, djöfull er ég sammála síðustu línunni í þessu félagsriti.
Amk miðað við að ekkert má, þá held ég að það sé ekkert mjög skemmtilegt lið í himnaríki.

4/12/07 03:01

Gísli Eiríkur og Helgi

þú átt vinur

4/12/07 03:01

Upprifinn

Ja hérna Andþór bara guðlastari.

4/12/07 03:02

Garbo

´ Elskað og lifað og dáið.´ Það er málið. Hvorki himnaríki né helvíti.

4/12/07 03:02

Jóakim Aðalönd

Snilldin ein hjá þér Andþór! Þú ert koppur í búri...

4/12/07 04:00

B. Ewing

Danir lögðu niður helvíti þannig að nú eru öll góðmennin heimilislaus.

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.