— GESTAPÓ —
Arne Treholt
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/11/09
Gagnrýni á gagnrýni Kífins á Vatni handa fílum

Jólin nálgast og bókaflóðið nálgast hámark. Gagnrýnendur eru nú í akkorði við lestur bóka og dómar þeirra því oft flausturslegir og lítt grundaðir.

Ég er hugsi. Ég finn ekki bókina Vatn handa fílum í bókatíðindum eða á bókasafninu. Höfundar er og hvorki getið né útgefanda. Því er fremur erfitt að gagnrýna gagnrýni Kífins.

Að geta ekki haldið vatni eða svefni við það að fletta blaðsíðum Vatns handa fílum og lesa eina og eina blaðsíðu á stangli finnst mér benda til þess að Kífinn þjáist af blöðrubólgu og dislexíu, jafnvel kæfisvefni, fremur en af ánægju og spenningi.

Víkjum að öðru. Orðið "smættur", sem Kífinn notar í gagnrýni sinni, dettur mér í hug að merki "smækkaður" og bendir það eindregið til þess að bókin sé uppdiktuð, nánar tiltekið ævintýri.

Lífsbarátta dvergfíls er ábyggilega afar hörð en jafnframt þroskandi og hugrenningar hans þá vafalaust meiri og greindarlegri en hjá hinum stærri fílum, en auðvitað kemur þá streituþátturinn sterkari inn, líkt og hjá oss mönnunum, en líf er þetta samt. Hvers vegna Kífinn samsannar sig svo dvergfílnum, og fer að tala um eigin mögulega ótímabæra dauðdaga, skil ég trauðla.

Og það að gefa nær ólesinni bók fimm stjörnur er hneyksli! Það er réttlætt annar vegar, að því mér sýnist, með því að í bókinni sé hvatt til þess að aldraðir dvergfílar(?) stytti líf sitt ef þeir hafi ekki tök á því að vinna í sirkus eða að fara í göngutúr á elliárunum(!) og hins vegar með því að Kífinnn sé í svo góðu skapi!

Undarleg gagnrýni sem sveiflast á milli dauðahyggju og lífsgleði. Samt sem áður er þarna, í kjarna kvikunnar, einhver örlítill neisti sem gæti orðið að báli við réttar aðstæður.

PS. Kífinn var rétt í þessu að senda mér þessa mynd af sjálfum sér og hinum dularfulla höfundi og tek ég mér það bessaleyfi að birta hana hér. Verðlaunum er heitið þeim sem nafngreint getur höfundinn.

   (1 af 5)  
2/11/09 01:00

Kífinn

Nei, láttu ekki svona.
Ég verð nú að leiðrétta misskilning áður en allt gengur úr skorðum. Fíllin var stæðileg kýr að nafni Rósa. Gagnrýni mína má svo allt að því kalla paródíu fyrir þá sem lesið hafa gripinn.
Ég vona að þú hafir ekki misst svefn, en ætli skortur á henni í bókatíðindum nú sé ekki sá að hún hefur talist til tíðinda seinasta árið og máske gott betur. Ég stend við fimm stjörnur að paródíu slepptri.

Ítrekun:
Bókin stendur fyllilega fyrir sínu og dregur mann með sér í ánægju, hrylling, aðdáun, meðaumkun og að lokum samgleðst maður sögupersónunni Jakob Jankowski ótvírætt, enda ævintýrið ekki búið.

2/11/09 01:01

Arne Treholt

Kífinn minn góður. Eitthvað sýnist mér þú skyldur honum Hannesi blessuðum. Gott að þú hafðir tök á að vinna heimavinnuna eftir dóm minn og last bókina loksins öðruvísi en í slitrum og nánast í andarslitrum og komst að því að fíllinn smávaxni var eftir allt saman kýr! Þú skilur vonandi hvílíkum erfiðleikum þið gagnrýnendur bóka valdið okkur gagnrýnendum gagnrýnenda bóka þegar þið ekki einasta lesið bækurnar á hundavaði og kunnið ekki skil á því hver var hvað og hvurs og hvernig, heldur bítið höfuðið af skömminni með því að misfara einnig með bókartitla og munið ekki hver var höfundur og spinnið einhverja þvælu þegar þið mætið gagnrýni, eins og verstu útrásarvíkingar.

2/11/09 01:01

Kífinn

Blessaður lestu nú skilgreininguna á paródíu og finndu þér svo eitthvað gáfulegra að gera.

2/11/09 01:01

Arne Treholt

Kæri bróðir. Ég ætlaði ekki að særa þig nú, fremur en í hin fyrri skipti. Það er auðvelt að verja stöðugt skrif sín með því að segja um paródíu sé að ræða en til lengdar virkar það eins og ákallið "Úlfur! Úlfur!". Ég tel tíma mínum vel varið með því að gæta litla bróður míns. Ég hef ekki talið það eftir mér hingað til að rífa af honum skítableyjurnar og þrífa og púðra litla bossann.

Arne Treholt:
  • Fæðing hér: 16/4/07 16:25
  • Síðast á ferli: 27/11/10 13:07
  • Innlegg: 185