— GESTAPÓ —
woody
Fastagestur.
Saga - 5/12/07
Sagan um Adam

Hæ, ég heiti Adam. Ég er 7 ára strákur sem bý með mömmu minni í lítilli íbúð í smáþorpi út á landi. Það er ekki gaman að vera ég í dag. Þegar
eg kom heim úr skólanum í dag langaði mig alveg ofboðslega til að segja mömmu frá hvað var gaman í skólanum í dag, stóra snjókallinum sem að við gerðum og létum hann líta út eins og pabba hans, stóra snjókastið við hinn bekkinn og allt þetta skemmtilega sem að hafði gerst í dag. Ég fer fram í eldhús þar sem mamma er í tölvuleik og reyni að tala við hana en hún segir
mér bara að bíða aðeins, hún komi eftir smá. Ég bíð og bíð en aldrei kemur mamma. Ég leik mér mér aðeins inní herbergi, en ég má ekki hafa hátt vegna þess að besti vinur mömmu er sofandi í rúminu við hliðina á mér. Ég missi mig aðeins í bílaleik og mamma kallar fram úr eldhúsi að hafa hljótt svo að hún vekji ekki vin hennar. Eftir smástund fer ég fram í eldhús og spyr mömmu hvort ég megi fá mér smá mjólk og kex, því ég sé svo svangur. Mamma segir nei, það komi matur eftir nokkra tíma. En ég er svo svangur... En ég þori ekki að segja mömmu það, hún gæti orðið reið og skammað mig fyrir að suða svona mikið.

Það er kominn kvöldmatartími. Það er föstudagur svo að mamma pantar pítsu. Ég sest við borðið þar sem að mamma og besti vinur hennar eru að leika sér saman í tölvuleik og fæ mér pítsu. Það er alveg þögn við matarborðið fyrir utan lágværa suðið í tölvunni hennar mömmu. Ég spyr mömmu hvort að ég megi fá gos. Hún svarar ekki. Ég spyr aftur, hærra. Mamma tekur af sér heyrnartólin og segir mér að vera ekki með þennann hávaða, og spyr síðan hvað ég vilji.
Ég spyr hvort að ég megi fá gos, en mamma segir mér að það sé búið. Ég held áfram að narta í pítsuna. Ég er eiginlega ekkert svangur lengur. Mig langar að standa upp og fara að horfa á sjónvarpið inní herbergi en ég veit að ég fæ ekki að fara neitt fyrr en ég er búinn að klára af disknum mínum. Mamma og vinur hennar eru löngu búin að borða, og ég sit þarna ennþá á móti þeim, pítsan löngu orðin kold og þurr. Ég bið mömmu um að hita hana en hún segir að ég hafi bara átt að borða hana meðan hún var heit. Ég píni niður síðustu bitunum af harðri skorpuni. Þá segir mamma að það sé kominn háttatími hjá mér. Ég veit alveg hvað það þýðir og það þýðir ekkert að mótmæka.
Ég hátta og tannbursta, og skríð uppí rúm. En ég get ekki sofnað. Ég ligg lengi í rúminu mínu, reyni að skoða bók, en ég get ekki séð hvað stendur því það er svo dimmt. Ég hugsa um að kveikja á lampanum, en ég veit að mamma kemur bara inn og slekkur á honum og segir mér að fara að sofa.
Allt í einu heyri ég hurðaskell, mannamál, glamur í glösum. Ég reyni að heyra hvað þau segja en þau eru að tala tungumál sem ég skil ekki. Sterk reykelsislykt kemur inní herbergið. Mamma er að ná í eitthvað. Ég kalla á hana og reyni að segja henni að ég geti ekki sofið en hún stríkur mér bara um kollinn og segir mér bara að fara að sofa. Glasaglamrið heldur lengi áfram og ég er að berjast við að sofna en ég bara get það ekki.
Seinna fer hávaðinn að minnka, og að lokum heyri ég bara í mömmu og besta vin hennar tala saman en þau eru ennþá að tala þetta skrítna tungumál. Mamma er flissandi og ég heyri að þau eru að kyssast. Þau koma inní herbergið og ég heyri að þau eru að hátta sig. Ég heyri að þau halda áfram að kyssast eftir að þau leggjast niður. Mamma fer að gefa frá sér stunur eins og hún eigi ofboðslega erfitt, en ég heyri ekki lengur í vin hennar. Mamma heldur áfram að stynja og æpir uppyfir sig. Ég heyri smá þögn, og vona að þau séu sofnuð. En þá fer ég að heyra meiri stunur, líka í vin hennar. Ég heyri að það er farið að heyrast í rúminu eins og þegar ég og Guðni vorum að hoppa í því en ég sé bara ekkert.

Löngu seinna er loksins komin þögn.

Mig langar til pabba...

   (4 af 5)  
5/12/07 06:02

albin

Þetta hlýtur að vera í tísku núna.

5/12/07 06:02

Upprifinn

Fínt hjá þér.

5/12/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

kkknúss

5/12/07 07:00

Dexxa

Aumingja Adam litli

5/12/07 07:01

Texi Everto

Hérna - má ég kalla þig Viðar?

5/12/07 07:01

woody

Albin: Já, það er sko snarmóðins að smíða smásögur núna!
Texi: Þú mátt líka kalla mig Dolly -blikkar Texa-

5/12/07 07:01

Jóakim Aðalönd

Úff, aumingja drengurinn. Skál fyrir sögu þessari!

5/12/07 07:01

Garbo

Góða saga

5/12/07 07:01

Kiddi Finni

Góð saga.

5/12/07 10:00

Nermal

Þekkir hann Adam stúlku sem heitir Halla?

5/12/07 10:01

woody

Já, það gæti verið að þau séu mæðrabörn...

5/12/07 10:02

Álfelgur

Mér finnst alltaf gott þegar einhver tekur sig til og minnir mig á hversu gott líf ég á.

5/12/07 10:02

Bleiki ostaskerinn

Spurning um að láta smyrja gormana í rekkjunni eða fá sér hengirúm.

5/12/07 12:01

Skrabbi

Spurning um að fá sér bleikan ostaskera.

woody:
  • Fæðing hér: 29/3/07 12:35
  • Síðast á ferli: 4/5/11 20:16
  • Innlegg: 547