— GESTAPÓ —
Mikki mús
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/06
Kveðjuorð.

Vindáttin hefur breyst. Ljúfi sunnan andvarinn sem ég fann fyrir hér hefur sent mig heim í fjölskyldufaðminn.

Mey ein fögur á Bagga býr
birtist mér í draumi
Uppveðraður allur sem nýr
elskaði hana í laumi

Ég sendi henni lítið ljóð
Leitaði stíft og fann
Himneskt er hið blíða fljóð
hjartað í mér brann

Á Gestapó við gátum átt
gæfustundir saman
Almúginn sá frekar fátt
en ferlega var gaman

Oft í huga mín draumadís
dögum hefur bjargað
Ballarhafið blóðið frýs
Á blíðuna hef ég gargað

Nótt sem dag var hugur hjá
henni fegurst meyja
Í land ég kom og lítið strá
löngun vakti mín freyja

Besta dýrðar dísin mín,
dásamlegust allra
Ljós þitt yfir landi skýn
og leiftur manna snjallra

Komið er að kveðustund
kæra Dula besta
Sæll ég seinna á þinn fund
sanna ást mun festa

Vertu sæl þú vænsta mær
vetur er ei liðinn
Tárin þerrar saltur sær
senn ég fer á miðin

   (6 af 8)  
1/12/06 03:02

Herbjörn Hafralóns

Það held ég að Dula eigi eftir að brynna músum yfir þessu. Ágætis kvæði.

1/12/06 03:02

Mikki mús

Hvar er Dula?
Takk fyrir ummælin Herbjörn Hafralóns. Ert þú ekki konungur í höllinn hennar Dulu?

1/12/06 03:02

Herbjörn Hafralóns

Jú, ég er konungur á vinstri væng Teningahallarinnar.

1/12/06 03:02

Mikki mús

Dula er drottning á hægri væng og hefur J. Stalin sem einkaþjón.
[Dæsir]

1/12/06 03:02

Herbjörn Hafralóns

Og Offari er kóngur hennar, ekki gleyma því.

1/12/06 04:00

Dula

Jæja þá, ég veit nú ekki alveg hvort ég eigi að fara að útbýta númerum hér eða tárast yfir snilldinni.

En kveðjan er falleg og ég bið að heilsa.
[þerrar pínulítið tár]

1/12/06 04:00

Jóakim Aðalönd

[Skilur hvorki upp né niður í neinu]

Fallegar vísur þykir mér. Skál!

1/12/06 04:00

Mikki mús

Létt og nett kveðjuorð til hennar Dulu minnar.
.
.

Ekki tárast elskan mín
enginn er þess virði
Slægi öllu uppí grín
aðeins ef ég þyrði.

1/12/06 04:00

Dula

Það væri nú rökréttast að slá þessu upp í grín held ég. Þetta er allavega búið að vera fullkomlega órökrétt hingað til. [klórar sér í skallanum]

1/12/06 04:01

Barbapabbi

Líst mér sem Mikki Mús hafi þetta kveðið eftir illvirki ósmátt, e.t.v. svona:
.
Leið hún nið'rum leðjuborð,
lét hann falla kveðjuorð.
Kyngdi ná og keðju storð.
Kunni fólið sveðjumorð?

1/12/06 05:00

Mikki mús

.
.
Sveðjumorðið Mikki kann.
Meiriháttar stúlku ann,
Hjartað í mér heitt það brann,
hamingjuna þó ekki fann.

Greip þá fast í tímans tól,
tárin þurkaði fyrir jól,
Hentist í mitt heima skjól
til hennar sem börn mín ól.

1/12/06 06:00

Salka

Segðu okkur sögu þína alla og dragðu ekkert undan.
Þetta er allt orðið svo dularfullt og óljóst.

1/12/06 06:01

Dula

ég held svei mér að hann ætti að heita Dularfulli maðurinn en ekki ég. Ég kem líka af fjöllum.

1/12/06 06:01

Hakuchi

Andar sem unnast...

1/12/06 06:02

Mikki mús

Saga mín á Gestapó er stutt og ekki merkileg.
Mér hættir þó til að blanda einkalífi mínu inn í kvæðin mín. Er það sú saga sem ég ætti að segja?

1/12/06 06:02

Hakuchi

Æ, yfirleitt eru nú sterk skil á milli hér á Gestapó. Þú gætir einbeitt þér að búa til og bæta við Karakterinn Mikka Mús. Það er mjög skemmtileg iðja.

Mikki mús:
  • Fæðing hér: 26/11/06 03:09
  • Síðast á ferli: 30/10/09 14:33
  • Innlegg: 1214