— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/07
Hagyrðingamót 25. maí 2008

Hagyrðingamót Baggalútíu, 25.05.2008 kl. 22:00-23:30/00:00

1. riðill
Kveðjur/Kynning/Ávarp

2. riðill
Veður - veðurhorfur sumars
Hvað sem þið viljið segja um veðrið eða spá í það

3. riðill
Sumarblóm að eigin vali
Mega vera blóm annarra árstíða, en einhver blóm þurfa að koma fyrir.

4. riðill
Máltæki, orðatiltæki, málshættir
Viðfangsefni vísu/-na skal vera eitthvað orðatiltæki, málsháttur eða máltæki.

5. riðill
Baggalútía - þjóðremba og ættjarðarljóð
Vantar ekki safn ættjarðarljóða Baggalútíu? Bætum úr því.

6. riðill
Leyniefni kynnt á mótinu

Milliriðlar (ekki endilega hjásvæfur milli hjónabanda):
A. Lof og last um nápóann
B. Oflof um mótstjórnanda
C. Hannesanir að eigin vali
D. Eitt og annað sem til fellur
E. Angist vegna hugsanlegrar sumarlokunar.

Milliriðlar eru bara svona það sem til fellur á þeim tíma og má sleppa. Útúrsnúningar eru leyfðir.

   (6 af 26)  
5/12/07 17:00

albin

Ég gæti þurft að segja pass. (ekki það að ég sé duglegur að mæta).
Ég geri bara ráð fyrir miklum hita og miklum bjór þessa helgi...

5/12/07 17:00

Jóakim Aðalönd

Sama hér. Alls ekki með...

5/12/07 17:00

Upprifinn

Þetta verður örugglega skemmtilegt.

5/12/07 17:01

Einn gamall en nettur

Ég mæti hikstalaust.

5/12/07 17:01

Herbjörn Hafralóns

Ég reyni að mæta. Verður þetta ekki síðasta mót fyrir sumarlokun?

5/12/07 17:01

krossgata

Það lítur út fyrir það að því gefnu að það verði sumarlokun og á svipuðum tíma og síðast.

5/12/07 17:01

albin

Er henni ekki alltf flýtt og opnun seinkað?

5/12/07 22:01

Billi bilaði

Fyrst ég hef lítið sem ekkert komist á netið, þá hef ég verið að undirbúa mig í staðinn.
Ég ætti að ná heim rétt fyrir mót, en þetta er í síðasta sinn sem ég kemst á netið þangað til, þannig að ég krossa bara putta og vona að ég missi ekki af þessu. <Brýnir höfuðstafinn og reynir að berja saman einni vísu enn>

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.