— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Andartak.

Lítil saga úr daglega lífinu.

Alla virka daga geng ég framhjá mýrarpolli á leið til vinnu. Á vorin lifnar alltaf yfir þessum polli og tilhugalíf hefst þar og miklar ástarsögur. Líka nú í vor sem önnur.

Á miðvikudaginn gekk ég þarna framhjá og var þá eitt andapar þarna, sem einokað hefur pollinn þetta árið. Hún lá þarna á einni þúfu afar afslöppuð að sjá, en hann stóð við hlið hennar, pinnstífur með hálsinn reigðan eins hátt og hann komst og starði út í loftið.

Þá datt mér í hug að þau hétu Geir og Ingibjörg og nú hefði Ingibjörg sagt eitthvað og hann snúið upp á sig. En mér sýndist hjónaband þeirra farsælt.

Í morgun synti Geir utan með pollinum í rólegheitum, meðan Ingibjörg slakaði á á þúfu út í pollinum.

   (12 af 26)  
5/12/06 18:01

B. Ewing

En hvenær byrja þau a verpa?

5/12/06 18:01

krossgata

Þegar þau hverfa af pollinum, læt vita þegar það gerist.

5/12/06 18:01

B. Ewing

Láttu líka vita ef þeim dettur í hug a verpa nokkrum ráðherrum. [ljómar upp]

5/12/06 18:01

Offari

Hvernig líta þessir and-apar út?

5/12/06 18:01

Þarfagreinir

And-apar eru eins ólíkir öpum og hægt er.

5/12/06 18:01

Grágrímur

Ef api og andapi mætast, eyða þeir þá hvor öðrum?

5/12/06 18:01

krossgata

Þessir andapar eru nákvæmlega eins og endur. En það væri vissulega fróðlegt að sjá hvað gerðist ef þeir hittu apa. Eru nokkrir apar á Íslandi lengur? Það verður líklega erfitt að gera rannsókn á þessu.

Annars var rólegt hjá þeim áðan, snyrting og sólböð bara.

5/12/06 18:01

Vladimir Fuckov

Ef api og andapi mætast hlýtur útkoman að verða and.

5/12/06 18:01

Hexia de Trix

Krossgata, ég er búin að segja þér að vera ekki að njósna svona um frændfólk mitt!

5/12/06 18:01

Vímus

Heldur þú krossa mín að þetta hafi ekki endað með andadrætti?

5/12/06 18:01

Vímus

Sástu nokkuð hvort steggurinn stóð á öndinni?

5/12/06 18:01

Dula

[nær ekki anda af hlátri]

5/12/06 18:01

Upprifinn

Engir apar á íslandi! að minnsta kosti 63.

5/12/06 18:02

Jarmi

Mikið var þetta andskoti hugljúft og falleg.

5/12/06 18:02

Vímus

Við ættum kannske að fá okkur aðeins í andaglas Jarmi minn.

5/12/06 18:02

Jarmi

Svo lengi sem við öndum ekki að okkur kveikjaragasi, þá er ég til í allt. Andfélagslegt sem annað.

5/12/06 19:00

krossgata

Þau hurfu af pollinum seinni part dags, kannski vörpuðu þau öndinni léttar eða að úr varð andardráttur. Geir kom augnablik við rétt undir kl. 4 eftir hádegi og leit yfir sviðið, en tók svo flugið. Ég bíð spennt að sjá hver staðan verður á mánudag.

5/12/06 19:01

Jóakim Aðalönd

Ég heiti ekki Geir!

5/12/06 20:01

Offari

Til hamingju með daginn

5/12/06 21:02

Heiðglyrnir

.
.
.
Himna-samlífs hugarvíl
held ei yrði sáttur
Fengi ekki að eiga bíl
og enginn anda-dráttur

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.