— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Fórnarlömb ónýtt fólk?

Af því perraumræðan er svo mikil alls staðar þessa dagana.<br /> <br /> Fórnarlömb misnotkunar, ofbeldis og fleira verða augljóslega fyrir áhrifum af þeirri lífsreynslu. Sífellt er talað um að "þau séu skemmd fyrir lífstíð".

Ég er orðin hundleið á þessu eilífa tali um að fórnarlömb ofbeldis og misnotkunar og hvers konar nauðungar séu skemmd fyrir lífstíð. Svo eru sófadómarar, sjónvarpsböðlar og sjálfsréttlætingar hugsjónafólk sem nota þennan stimpil máli sínu til stuðnings og til að beita aðra ofbeldi með honum og neyða sér uppá allt og alla í kring um sig með honum.

"Almáttugur, er hann Nonni perri í næsta húsi ekki réttdræpur, hugsaðu þér öll ungu saklausu fórnalömbin hans sem eru skemmd fyrir lífstíð"!!!

Um leið og þetta er hrópað í hneykslan til að líta svo vel út og sýnast svo góður og réttsýnn, eru öll fórnarlömbin seld á útsölu með miklum afslætti. Þau eru jú öll skemmd er það ekki. Þau eru ónýtt fólk. Ég bara spyr er þetta þeim til framdráttar? Fólk sem hefur tekist á við ýmsar hremmingar í lífinu, unnið úr þeim og það hefur ásamt öðru mótað það, gert það að ágætis fólki, má nú hlusta eilíft á að það sé skemmt.

Öll reynsla, góð og slæm hefur áhrif á fólk, mótar það. Það sem hefur ekki hvað síst áhrif er hvernig maður tekst á og vinnur úr verri atburðum lífsins og hvernig maður nýtur og nýtir betri stundirnar. Ég fyrir mitt leyti væri sáttari við að perrarnir svokölluðu væru frekar úthrópaðir sem skemmdir og seldir á útsölu mannlífsins.

   (19 af 26)  
1/12/06 18:01

Gaz

Allar manneskjur ganga í gegn um erfiðleika sem hafa varandi áhrif á persónuna.
Þannig er hægt að segja að "allir" séu skemmdir fyrir lífstíð.

1/12/06 18:01

Dula

Mjög góð pæling, af hverju ættu fórnarlömbin að verða e-ð skemmdari en gerendurnir. Svo er auðvitað annað mál hvernig fólkið vinnur úr sínum málum. Fyrirgefning og úrvinnsla eru stórir þættir í að þroska manneskjuna eftir svona. Það er hægt að verða bitur og skemmdur ef ekkert er að gert og ég þekki mýmörg dæmi þess að fólk festist í einhverjum vofeiflegum atburði og nær ekki að klára úrvinnslu þess atviks. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og þá sérstaklega ef sú sál á við einhver vandamál að stríða.

1/12/06 18:01

Dýrmundur Dungal

Spurningin er þá kannski sú hvort að óskemmdur einstaklingur, sé í þessum skilningi ekki skemmdur og öfugt? Og að perrinn sé þá eftir allt saman ekki perri heldur velgjörðamaður og sá sem er ekki perri sé þá í raun hinn versti perri? Afar athyglisvert. Hm ... og kannski eru konur meiri karlmenn en karlmenn sjálfir, sbr. fyrri umræður um hvort kynið sé sterkara (ráðandi á heimili)? Hm ... Hér opnast óvæntar dyr fyrir manni, ég segi ekki annað.

1/12/06 18:02

Offari

Ég er allveg óskemmdur.

1/12/06 18:02

Blástakkur

Ég er rotinn í gegn.

1/12/06 18:02

Blástakkur

En á góðan hátt nota bene.

1/12/06 18:02

Offari

Svo er það margsannað að ég er ekki ónýtur.

1/12/06 18:02

Kondensatorinn

Sammála Krossgata. Það eru gerendurnir sem eru meira skemmdir. Mig rámar í að hafa heyrt því fleygt að perrarnir væru oft sjálfir fórnarlömb níðingsverka sem gerir þetta dálítið flókið og einskonar keðjuverkun.
En sumt fólk er einfaldlega bara bilað og vont.

1/12/06 18:02

Regína

Þarna erum við dálítið komin í hring. Ef einhver er fórnarlamb, þá heyrir hann/hún allt í kring um sig að viðkomandi sé skemmd(ur) fyrir lífstíð og eigi sér ekki viðreisnar von, og svo er klikkt út með því að fórnarlömb níðingsverka verði sjálfir níðingar. Börn sem lenda í ofbeldi af einhverju tagi eiga ekki að þurfa að hlusta á svona.
Svo er alltaf tilhneiging til að áfellast þolandann.

1/12/06 18:02

Kondensatorinn

Best er víst að tala varlega fyrir framan börnin og forðast sleggjudóma.

1/12/06 18:02

Altmuligmanden

Eru ekki allir stórskemmdir?

1/12/06 19:00

krossgata

Ég er ekki á því að allir séu stórskemmdir. Ég tel hins vegar að allflestir hafi mætt ýmis konar mótlæti og tekist misjafnlega að fást við það. Ég tel líka að það sé ekki hollt fyrir þá sem verða fyrir mótlæti að heyra stanslaust hversu skemmdir þeir eru fyrir lífstíð. Því hinir sem eru jafn "skemmdir" þurfa ekki að hlusta á það. Í því liggur munurinn.

1/12/06 19:00

Lopi

Frábær pistill Krossgata.

Ég var nú einu sinni pirraður á því þegar Páll Óskar í sífellu var að tönglast á hinni geysimikilu einelti sem hann varð fyrir sem barn og unglingur því það virtist ekki hafa skemmt hann nokkuð, að sjá. Opinn og hress og flottur söngvari sem meikaði það aldeilis.

En það var eins og hann hefði lesið hugsanir mína því allt í einu fór hann, þegar hann var kominn í opinberar umræður um einelti, að segja að hann varð jú fyrir einelti en var samt ekki fórnarlamb eineltis eins og sumir hafa orðið.

Er það ekki málið að ef maður hefur lent í skakkaföllum, og lang flestir hafa lent í skakkaföllum í lífi sínu, að þá er bara að horfa fram á veginn og bjótast í gegn þrátt fyrir ævarandi minningar um hið slæma í staðin fyrir að eiga hættu á að vera úthrópaður skemmdur lúser.

Og það er ekkert að því fyrir þá sem lenda í miklum skakkaföllunum að leita til sálfræðings eða geðlæknis til að hjálpa til. Vinalínurna og þess háttar hafa ábyggilega verið mikið til bóta til að koma slíku af stað.

1/12/06 19:01

krossgata

Ég á ekki við að fórnarlömbin séu þeir sem segja þetta.
Fólk getur kannski orðið leitt á þeim sem koma fram og segjast hafa orið fyrir skelfilegri lífsreynslu. Það eru kannski "forréttindi" þeirra sem ekki hafa orðið fyrir henni. Ég á þó ekki við það heldur eru þeir sem sitja í sófunum heima með meiri áhuga á kjaftasöguelementi málanna en raunverulegri hluttekningu. Þeim sem stjórna þáttum með yfirborðskenndum "djúpum" umfjöllunum og nota þessar setningar "að fórnarlömbin sé skemmd fyrir lífstíð". Í mín eyru hljómar þetta ódýrt og að fólkið sé í raun að segja að fórnarlömbin séu skemmd, síðri en annað fólk. Það er það sem ég er orðin þreytt á. Ég þarf kannski að rétta úr kútnum og ákveða að heyra aðra merkingu út úr þessum klisjum allt í kring.

Hvort það er málið að horfa fram á veginn og brjótast í gegn? Það er auðveldara að segja en gera. Hvernig sem fólk tekst á og hvernig sem fólki tekst til að vinna úr erfiðleikum, þá lít ég svo á að það sé að horfa fram á veginn og brjótast áfram. Vegurinn þarf samt ekki að liggja í sömu átt og vegur hinna og því gæti fólk haldið að verið sé að horfa aftur veginn.

Þegar fólk hefur orðið fyrir ömurlegri lífsreynslu á það ekkert val, það verður að lifa með henni, hvort sem því líkar betur eða verr. Svo við megum alveg spyrja okkur, hvort það þurfi endilega að horfa fram á veginn eins við sjálf. Ævarandi merki/minningar eru ævarandi og fólk á ekki að þurfa að búa við það vera úthrópaður skemmdur.

1/12/06 19:01

Vímus

Góður pistill sem vekur upp margar pælingar.
Til dæmis: Er þetta framtak þeirra Kompásmanna til ills eða góðs?
Ég skrifa bara annan pistil.

1/12/06 21:01

Heiðglyrnir

Öll umræða sem vekur fólk til umhugsunar um þessa hluti ar af hinu góða.

1/12/06 22:01

Tigra

Ég verð að viðurkenna að ég skemmdist töluvert við misnotkun, en hinsvegar skemmdist ég ekki til lífstíðar.
Þótt að þetta muni aldrei gleymast, þá er þetta ekkert sem að truflar mig í dags daglegu lífi lengur, vegna þess að ég vann úr þessu.
Ég hinsvegar vann ekkert úr þessu í mörg ár, og þá hafði það svo sannarlega áhrif á mitt daglega líf, á hverjum einasta degi.
Ég bældinst nefnilega svo mikið og sökk inn í mig, en það, eins og fyrr sagði, var eitthvað sem ég gat unnið mig úr... og það sama geta öll fórnarlömb.

Þetta á að nota sem lífsteynslu og til að styrkja sjálfan sig, en ekki til að brjóta sig niður... eins og getur gerst ef ekkert er unnið úr málunum.
Sama hvort þú gerir það sjálfur eða með aðstoð.

1/12/06 23:01

Jóakim Aðalönd

Hvað þýðir svo orðið ,,fórnarlamb"? Þýðir það sama og ,,þolandi"?

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.