— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
Árekstrar í tíma og rúmi

Þegar innlegg lendir í árekstri - innleggjasafn

Stundum ætlar maður að leggja inn, en oft á tíðum eru framlög skilyrðum háð. Þá getur farið svo að manns innlegg er á röngum stað í tíma og rúmi. Sum innlegg vill maður, í þessu tilfelli kona halda uppá og er því þetta félagsrit stofnað.

þetta átti að leggjast inn á "Kveðist á" og var síðasta orð í fyrra ljóði orðið panti. Einhver varð á undan svo ég eyddi mínu framlagi í snarheitum og kasta fram hér.

Panta vildi í póstkröfu
pyttlu af guðatárum
í ofvæni beið áköfu
á mínum yngri árum
‹Nostalgía›
----------------------------------------------------------------------------------
Ein í safnið, var þó aldrei illa tímasett innlegg. Fyrripartur frá mömmu gömlu, sem ég botnaði.

Nær á sumum nið'r á hné
nær ei sést á öðrum
Hreðjasíðir háð og spé
henda að minni blöðrum

------------------------------------Kveðist Á - Of sein----------------------
Sálarfæði er soltnum hug
sönn ánægja að njóta.
Vinnum orðavanda bug
vísurnar fram þjóta

--- Breiðavíkur málið rífur upp mörg sár 06.02.2007 í vinnslu -----
------ 11.02.2007 Hætt við að setja þetta í nýtt félagsrit. -------
Breið sú vík er brýtur sálir,
bregður upp falskri mynd.
Felast þarna fautar hálir,
fremja þar dauðasynd.
.
Milli vík eina breiða ber,
brjálæðis og frelsis.
Bera þögul í brjósti sér,
börn þjáningahelsis.
.
Breið sú vík er bugar menn,
barning þurft' að þreyja.
Þungt að tala þjakar enn,
þyngra var að þegja.
.
Í Reykjavík ráðamenn
ræskja sig og lofa.
Breiðavíkurbörnin enn,
bara fá að sofa.

23.03.2007 smá tilraun

   (25 af 26)  
1/11/05 21:01

Offari

Þú þarft ekki að eyða þvó þú komir of seint bara láta vita með því að skrifa of Sein fyrir neðan .

1/11/05 21:01

Þarfagreinir

Já - þetta er ansi algengt, sérstaklega þegar hér eru margir að skrifa í einu.

Í kvæðaþráðunum er venja að gera eins og Offari lýsir, þar sem fólk vill sjaldnast að sá tími sem fór í að semja vísuna fari til spillis, og láir þeim það enginn.

Hins vegar er hefðin sú í leikjum þar sem hvert innlegg byggist á innlegginu á undan að breyta innlegginu svo það falli inn í keðjuna, eða þá að eyða því.

1/11/05 23:00

Jóakim Aðalönd

Helvíti fín vísa hjá þér.

1/11/05 23:01

krossgata

Þakka sýndan hlýhug síðasta andartaks. Það hefur tekið sig upp gamalt gutl í leirburði, sem verður vonandi fagurt flugsund með tímanum.

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.