— GESTAPÓ —
krossgata
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/05
Hvert skal halda

Bíð nú í ofvæni eftir árlegu tónframlagi Baggalúts til aðventu og jóla.

Í dag, sem oftar, rekst ég inná Baggalút í könnunarleiðangur, í von um að rekast á nýtt jólalag. Í fálmi mínu um hina og þessa tengla rekst ég allt í einu á samfélag sem mér þykir forvitnilegt, ekki hvað síst fyrir þær sakir einar að einhver er þar sem kallar sig krumpa. Þá hlýnar mér um hjartaræturnar, því mér þykir vænt um þetta nafn og ákveð samstundis að hér muni ég staldra við. En þó hjartaræturnar hafi volgnað lítillega, rann einnig kalt vatn milli skinns og hörunds því ég gerði mér ljóst að í staldri mínu gæti ég ekki nefnst krumpa. Það er eilítið sársaukafullt þar sem það er nafn sem ég hef gengið undir í tilteknum hópi. En þegar öldurnar lægði í skinni mínu og hjartarótum ákvað ég að taka upp hitt nafnið sem mér líkar....
krossgata.

   (26 af 26)  
1/11/05 20:01

Herbjörn Hafralóns

Vertu velkomin, Krossgata og megir þú eiga góða daga hér á Gestapó.

1/11/05 20:01

Offari

Krossgata er fínnt nafn velkomin á svæðið Baggalútur ætlar að gefa út Jólaskífu þann 24 Nóv og væntanlega verða biðraðr við flestar skífuverzlannir fyrstu árin.

1/11/05 20:01

Regína

Sæl og velkomin. Hefurðu gaman af sunnudagskrossgátunni Krossgata?

1/11/05 20:01

krossgata

Líf mitt snýst um að sunnudagsmorgunblaðið detti (helst snemma) í póstkassann minn á laugardögum.

1/11/05 20:01

Nermal

Vertu velkomin hingað inn Krossgáta. Vonandi verður dvöl þín hér ánægjuleg.

1/11/05 20:01

Regína

Gastu klárað síðustu?

1/11/05 20:02

Upprifinn

Jú þú ert efnileg og gaman að þér líki nafn keisaraynjunar.
Hins vegar telst það að setja tvípunkt og stórt D í texta ekki til fyrirmyndar hér á gestapó og ég mælist eindregið til að þú fjarlægir viðkomandi texta ásamt tákninu ógeðfelda.

1/11/05 20:02

Offari

Þú verður að setja X í staðin fyrir tvipunktinn.

1/11/05 20:02

Herbjörn Hafralóns

Skal þá ekki koma B í staðinn fyrir D, Offari?

1/11/05 20:02

krossgata

Fjarlægt....
Kláraði sem sagt sunnudagsgátuna á hálfum öðrum tíma sléttum og brosi út að eyrum

1/11/05 20:02

Upprifinn

Miklu betra. Skál.

1/11/05 21:01

Anna Panna

Þetta er ruglandi. Ertu Krossgata eða Krossgáta?

1/11/05 21:01

B. Ewing

Þetta er krossgáta á krossgötum sem vent hefur kvæði sínu í kross og kúvent margoft svo úr varð hakakross. [Glottir eins og fífl]

1/11/05 21:01

Anna Panna

Aha. Ég skil... [Skilur ekki neitt]

1/11/05 21:01

krossgata

Upphaflega er þetta krossgáta í mínum huga, en vill svo skemmtilega til að þegar maður lætur hið fyrra A missa hattinn, verður til orðið krossgata sem er álíka skemmtilegt og krossgáta. Það er því val hvers og eins hvernig hann/hún skilur þetta eða skilur ekki, sem er val líka.

1/11/05 21:01

Jóakim Aðalönd

Krossgötur eru stórhættulegar.

5/12/06 04:01

Billi bilaði

Af hverju er enginn laumuþráður hjá krossgötu? [Klórar sér í höfðinu.]

5/12/06 20:00

krossgata

Ætlar þú að stofna laumuþráð hér?
[Ljómar upp]
Ég á annars rafmæli! Fyrsta rafmælið mitt!

31/10/06 03:01

Don De Vito

HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER MÁLIÐ MEÐ AÐ SKRIFA Á HVERT EITT OG EINASTA FYRSTA FÉLAGSRIT ALLRA GESTAPÓA?!

Nei, ég segi svona, ég skrifaði þetta líka annars staðar, en það er verkefni fyrir krossgötu að finna það...

31/10/06 17:00

krossgata

Búin að finna það ljúfurinn.
[Ljómar upp]

1/11/06 07:00

Tigra

[Laumast hjá einum virkasta laumupúkanum]

1/11/06 08:00

krossgata

Gaman að því. Skál fyrir krúttlegasta tígrisdýrinu!

2/11/06 03:01

Tigra

Ég skála sko fyrir því!
[Skálar]

2/11/06 06:02

krossgata

Alltaf gaman að skála. Skál!
[Skálar í asnahanahalastéli og réttir Tigru eins nema með færeying á kokteilpinna til skrauts]

2/11/06 10:02

Tigra

[Sýgur Færeyinginn upp í gegnum rör]
Þeir eru áfengastir sko... sjúga upp í sig kokteilinn

2/11/06 12:02

Vladimir Fuckov

Er þetta nýi laumupúkaþráðurinn sem vjer sáum nýlega minnst á á ónefndum stað ? Skál ! [Sýpur á fagurbláum laumupúkadrykk]

3/11/06 06:01

krossgata

Nei, eigi er það svo. En ég fann annan sem ég var að velta fyrir mér hvort væri sá þráður er þér nefnið.

3/12/07 09:01

krossgata

En svo var ekki heldur. Ég fann það, sem ég held að umræddur þráður sé, síðar.
[Ljómar upp]

3/12/07 09:02

Tigra

Iss. Þetta er fínn laumupúkaþráður fyrir því.

9/12/07 05:01

krossgata

Já, það má örugglega nota hann við og við.

9/12/07 12:01

Wayne Gretzky

?

10/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Skál fyrir Krossu!

10/12/07 06:01

Geimveran

Skál!

1/11/07 20:00

Wayne Gretzky

Hammara með rammara !

Tökum einn laumudjammara!

5/12/08 20:01

krossgata

Skál!

7/12/14 13:00

Regína

Laumupúkaleikurinn:
Hér er gott að vera. Hér er settur frímúraraþráður. Ef þú finnur þetta ertu frímúrari. Þráður opinn dag og nótt.

7/12/14 20:01

Regína

Þ.e. til að vera frímúrari þarftu að vera þorpsbúi og skrifa hér fyrir neðan.
Mafíósar sem hugsanlega finna þráðin eru allavega komnir eitthvað áleiðis til að finna aðferð til að vinna í hvelli, en ef þeir skrifa hér vinna þorpsbúar.

8/12/14 00:01

krossgata

Ljómandi. Hvar er þráðurinn?

8/12/14 00:01

krossgata

Á þráðurinn að vera hér sem sagt?

8/12/14 00:01

Regína

Hann er hér, nú vantar þig bara annan frímúrara.

8/12/14 00:01

krossgata

Ætlar fólk ekkert að mæta hér og frímmast?

8/12/14 00:02

krossgata

Ég gæti sem sagt komið út úr skápnum sem frímmi, svo ég yrði drepin í nótt. Miðað við svo áætlunina ætti sá sem er fremstur í stafrófinu að vera einn eftir í fyrramálið, ef þeim sem er aftastur í stafrófinu er hent út í dag.

8/12/14 03:01

krossgata

Ef það rekst nú inn einhver þorpsbúi, skrifar hér fyrir neðan og verður að frímúrara þá upplýsi ég hér með að ég er búin að finna 8 laumupúkaleiksþræði að þessum meðtöldum. Ég veit ekki hvort þeir eru fleiri.

8/12/14 04:00

krossgata

3 verndarar? Ég hafi bara fundið upplýsingar um 2. Jæja. Það væri nú gott ef einhver rækist hér inn, svo maður gæti komið út úr skápnum og klárað leikinn.
[dæs]

8/12/14 04:01

krossgata

Búin að finna 2 laumapúkaleiksþræði/-skilaboð í viðbót, í báðum Ljósaskiptunum. Þeir eru þá orðnir 10.

8/12/14 05:01

Regína

Það er naumast dugnaður ( að gera eða finna?)

8/12/14 01:01

Billi bilaði

Ég held ég sé bara búinn að finna rúmlega 5 þræði.
En ég hef grunsemdir núna.
Ég er semsagt frímúrari með byssuleyfi.
<Ljómar upp>
En skotfæralaus.

8/12/14 01:01

Billi bilaði

Óritið hans Ásmundar. Telst það ennþá vera órit?

8/12/14 02:00

Grýta

Er ég þá orðinn frímúrari núna? <Ljómar upp>

8/12/14 02:00

Regína

Stækkanlega frímúrarareglan Hvert skal halda. <Ljómar upp>

8/12/14 03:00

krossgata

Jemundur, gaman að sjá ykkur! Heldur leiðinlegra að lesa óritið. Vildi uglan verða illvirkja svona blautur bak við eyrun?

8/12/14 03:02

krossgata

Með óritinu hans Ásmundar eru þetta orðnir 11 laumupúkaleiksþræðir/-skilaboð. Hvað meinarðu Billi með að þú hafir grunsemdir núna? Grunsemdir um fleiri laumupúkaleiksþræði?

8/12/14 03:02

Grýta

Þá vantar mig 2 þræði.

8/12/14 03:02

krossgata

Ég held að enginn hafi verið drepinn í nótt því síðasti maffinn hafi haft kost á að taka inn vannabí eða drepa og hann hafi tekið kostinn að taka vannabíið inn.

8/12/14 04:00

Grýta

Nema það hafi verið reynt að drepa þann sem ég verndaði.

8/12/14 04:02

krossgata

Já, það er auðvitað möguleiki. Ég gruna samt hitt. En maður veit aldrei fyrr en leik er lokið. Regína mun sjálfsagt vera þögul sem gröfin um þetta þar til þá.

8/12/14 05:01

Grýta

Ætli odie hafi fengið að velja sér nýjan maffa? Hefði hann þá valið uglustrákinn?

8/12/14 05:01

krossgata

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort strákurinn hafi ekki verið "lærlingur", hef alla vega einu sinni ef ekki tvisvar rekist á að hann er kallaður "vannabí". Til dæmis ef maður les æviágrip Texa og svo var það örugglega einhvers staðar annars staðar. Ég held að hann hefði ekki verið valinn ef valið hefði staðið milli allra eftirlifandi í leiknum.

krossgata:
  • Fæðing hér: 20/11/06 10:54
  • Síðast á ferli: 1/2/22 11:03
  • Innlegg: 8534
Eðli:
Stend á krossgötum ráðandi krossgátur.
Fræðasvið:
Orðhengilsháttur og útúrsnúningar.
Æviágrip:
Mætti í heiminn fyrir þó nokkru með töluverðum flumbrugangi, það er töluverðu fyrir tímann og hef síðan velt því fyrir mér hvert halda skuli. Fór að tala fyrir tímann líka og varð læs fyrir tímann. Þetta fyrirtímabrölt hefur allt leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég er greinilega á undan minni samtíð.Safnaði um tíma ambögum, en hef látið það vera um nokkurt skeið.

Örlögin höguðu því svo til að krossgata er vel kunnug staðháttum við Faxaflóa, þó undanskilið sé stór-Reykjavíkursvæðið. Hefur það aukið víðsýni hennar töluvert.